Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1982, Qupperneq 50
48*
Verslunarskýrslur 1981
80/1980). Með reglugerð nr. 445/1981 (sbr. reglugerð nr. 629/1980) var 24%
vörugjald á heimilistækjum (kæliskápum, þvottavélum, ryksugum og hrærivél-
um) fellt niður frá og með 1. ágúst 1981 (til vísitölulækkunar). Með lögum nr.
77/1980, sem tóku gildi 1. janúar 1981, var lagt 7% vörugjald á sælgæti og kex og
30% áöl oggosdrykki. 30% gjaldið lækkaði í 17% frá 1. maí 1981 (reglugerð nr.
234/1981). Þessi gjöld komu til viðbótar 24% vörugjaldi skv. lögum nr. 80/1980.
Vörugjald á innfluttum vörum er reiknað af tollverði þeirra. Hráefni, helstu
rekstrarvörur og ýmsar brýnar neysluvörur eru undanþegnar gjaldi þessu, en hins
vegar er það t. d. yfirleitt tekið af fjárfestingarvörum. Tekjur af vörugjaldi renna
óskiptar í ríkissjóð.
Með lögum nr. 83 18. maí 1978 var ákveðið, að innheimta skyldi 3% jöfnunar-
gjald í ríkissjóð af tollverði (cif-verði) innfluttrar vöru, er tollar hefðu verið
lækkaðir af eða felldir niður vegna aðildar íslands að EFTA og vegna samnings
íslands við EBE. Tekjum af þessu gjaldi skyldi ráðstafað í fjárlögum ár hvert að
hluta til eflingar iðnþróun, þó skyldi tekjum af því 1978 ráðstafað af ríkisstjórn-
inni. Lög nr. 83/1978 giltu til ársloka 1980, en ákvæði þeirra voru tekin upp í lög
nr. 78/1980 (reglugerð nr. 628/1980), sem öðluðust gildi 1. janúar 1981. — Með
lögum nr. 58 31. maí 1979 var lagt á annað 3% aðlögunargjald í sama tilgangi og
tók það til sömu tollskrárnúmera og upphaflega 3% gjaldið. Kom þetta viðbótar-
gjald til framkvæmda 1. júlí 1979. Lög nr. 58/1979 giltu til ársloka 1980 og voru
ekki ekki endurnýjuð.
Með bráðabirgðalögum nr. 66 5. sept. 1980 var lagt sérstakt tímabundið inn-
flutningsgjald á sælgæti (40%) og kex (32%), og gilda þau lög til 1. mars 1982.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjuraf innflutuim vörum sem
hér segir, í þús. nkr. (tölur fyrir árið 1981 eru bráðabirgðatölur):
Aðflutningsgjöld samkvæmt tollskrá1) ...
Bensíngjald2) ...........................
Gúmmígjald2) ............................
Innflutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum
Gjald af gas- og brennsluolíum ..........
Vörugjald ...............................
Jöfnunargjald af innflutningi ...........
Aðlögunargjald af innflutningi ..........
Innflutningsgjald á sælgæti og kexi .....
Alls
1980 1981
483 831 852 592
103 457 169 972
1 026 1 707
71 288 132 804
5 012 4 774
230 664 377 992
22 437 37 847
22 437 -
4 322 16 488
944 474 1 594 176
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyslu innflytjanda — en ekki til
endursölu — er ekki meðtalinn í framan greindum fjárhæðum. — Hinn almenni
söluskattur á innlendum viðskiptum sem hafði 16. september 1979 orðið alls 22%
að meðtöldum viðaukum, hækkaði í 23,5% 14. apríl 1980, þegar við hann bættist
1,5% orkujöfnunargjald (sbr. lög nr. 12/1980).
Síðan í ársbyrjun 1977 (sbr. lög nr. 111/1976) hafa 8% af andvirði 18%
söluskattshluta runnið í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, en í ríkissjóð sjálfan allt
1) Innifaliníaðflutningsgjöldumeru5%hlutiJöfnunarsjóðssveitarfélaga(1980 23 313 þús. nkr., 198141 386 þús.
kr.), byggingarsjóðsgjald sem var V2% af aðflutningsgjöldum 1980, en fellt niður 1981 (1980 2 331 þús. nkr.),
byggingariðnaðargjald til Rannsóknastofnunarbyggingariðnaðarins(1980 1 094 þús. nkr., 1981 1 481 þús. kr.).
Tekjur af tolli af sjónvarpstækjum námu 14 147 þús. nkr. 1980 og 23 399 þús. kr. 1981. Til ársloka 1976 voru
tekjur af ]>essum verðtolli ..markaðar” Ríkisútvarpinu, en síðan í ársbyrjun 1977 hafa þær runnið í ríkissjóð.
Þetta hefði átt að koma fram í þessari neðanmálsgrein þegar í Verslunarskýrslum 1977.