Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1982, Síða 308
Hagstofa íslands
gefur út eftirtalin rit:
1. Hagskýrslur íslands koma út öðru hverju í sjálfstæðum, tölusettum heftum. Par eru
birtar ýtarlegar skýrslur um efni, sem Hagstofan tekur til meðferðar (Verslunarskýrsl-
ur, Búnaðarskýrslur, Sveitarsjóðareikningar, Mannfjöldaskýrslur, Alþingiskosningar,
Dómsmálaskýrslur o. fl.). í I. útgáfuflokki Hagskýrslna, sem hófst 1914, voru 132 rit, í
II. útgáfuflokki, sem hófst 1951 hafa komið út 76 rit.
2. Hagtíðindi, mánaðarrit. Þar eru birtar mánaðarlegar eða ársfjórðungslegar skýrslur um
utanríkisverslun, fiskafla, þróun peningamála, framfærsluvísitölu og aðrar vísitölur, og
árlegar skýrslur um ýmisleg efni, sem ekki þykir taka að birta í sérstöku hefti af
Hagskýrslum. — Árlegt áskriftargjald Hagtíðinda er 70 kr.
3. Statistical Bulletin var sameiginlegt rit Hagstofunnar og Seðlabanka íslands, á ensku og
ætlað útlendingum, sem fengu það ókeypis. Það var 4ra blaðsíðna mánaðarrit frá júní
1931 til desember 1962, en síðan 16 blaðsíðna ársfjórðungsrit. Efni þess var sumpart
tekið úr Hagtíðindum og sumpart fengið frá Seðlabankanum. Þá er Seðlabankinn í
febrúar 1980 hóf útgáfu nýs ársfjórðungsrits á ensku, Economic Siatistics, var ákveðið
að leggja Statistical Bulletin niður, og kom síðasta blað þess út í maí 1980.
4. Ibúaskrá Reykjavíkur kemur út á hverju vori. í henni eru allir íbúar Reykjavíkur
næstliðinn 1. desember samkvæmt þjóðskrá, með þeirn upplýsingum, sem hún hefur að
geyma um hvern mann. íbúaskrá Reykjavíkur 1. desember 1981 er 1325 bls., og verð
750 kr. í bandi. Upplag þessarar bókar er rnjög takmarkað, enda við það miðað, að hún
seljist upp.
5. Fyrirtækjaskrá. í ritinu Skrár yfir fyrirtæki á íslandi 1969 var birtur frumstofn skrár
Hagstofunnar um fyrirtæki (þar eru með bændur, útgerðarmenn, iðnmeistararo. s. frv.)
að meðtöldum stofnunum og félagssamtökum. Viðaukar við þetta rit voru gefnir út
1972 og 1973. Síðan hafa— í framhaldi af fyrri útgáfum — komið út heildarskrár aðila í
fyrirtækjaskrá, sem hafa sérstakt auðkennisnúmer í henni, það er annað-númer en
nafnnúmer samkvæmt þjóðskrá. Einstaklingar, sem reka starfsemi á eigin nafni, eru
þannig ekki í þessum útgáfum. Atvinnurekendur, stofnanir og félagssamtök í síðustu
heildarskrá, sem er miðuð við árslok 1981, eru 15 600 að tölu. Verð þess heftis er 100
kr.
6. Skrár yfir dána, nteð fæðingardegi, dánardegi, heimili og fleiri upplýsingum um dána,
koma út árlega í fjölrituðu hefti. Skrár yfir dána eftirtalin ár kosta sem hér segir:
1968—79 12 hefti hvert á 20 kr., 1980 25 kr. Skrár yfir dána 1965—67 (eitt hefti) eru
upp gengnar.
7. Bifrciðaskýrsla kemur út árlega í.fjölrituðu hefti. í því eru um 20 töflur með fjölþættum
upplýsingum um bifreiðaeign landsmanna. Hagstofan tók við þessu verkefni af Vega-
gerð ríkisins frá og með Bifreiðaskýrslu 1. janúar 1972. — Bifreiðaskýrsla 1. jan.
1972—81 kostar 25 kr. hver um sig.
8. I ritinu Skrá um stofnanaheiti, sem kom út, fjölritað, á árinu 1972, er dönsk og ensk
þýðing á heiti stofnana^embætta, félagssamtaka og starfsgreina. Uppsláttaratriði í riti
þessu eru um 1500 að tölu. Venjulegar orðabækur eru haldlitlar í þessu efni, og er þessu
riti ætlað að bæta úr þeirri vöntun. Verðið er 20 kr.
Afgreiðsla ofangrcindra rita er í Hagstofunni, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10 (3. hæð),
101 Reykjavík. Sínii 26699. Póstgíróreikningur Hagstofunnar er nr. 26646. Rit eru send
gegn póstkröfu, sé þess óskað, þó ekki rit það, er um ræðir í lið 4.