Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1992, Blaðsíða 30
28
Verslunarskýrslur 1991
5. Skipting innflutnings eftir tollhlutfalli
Break-down of imports by percentage tariffs
I verslunarskýrslum undanfarinna ára hefur verið gerð grein
fy rir helstu gj öldum af útflutningi og innflutningi. Utflutningur
frá íslandi er almennt toll- og gjaldfrjáls og aðeins er um að
ræða álagningu fullvinnslugjalds af lagmeti. A innfluttar
vörur eru hins vegar lögð margvísleg gjöld. Nákvæm grein er
gerð fyrir þeim í inngangi Tollahandbókar n'kistollstjóra og
vísast til hennar um nánari upplýsingar um þetta efni. Tollur
er mikilvægasta gjaldið af innflutningi. I 17. yfirliti kemur
fram hvernig innflutningur skiptist eftir gjaldflokkum tolls
árið 1991. Þar kemur fram að um 61% af heildarinn-
flutningnum var tollfrjáls. Innflutningur skipa og flugvéla er
að langmestu leyti tollfrjáls og sé hann frátalinn reynist um
59% annars innflutnings hafa verið tollfrjáls árið 1991. Á 6%
af heildarinnflutningnum lagðist 4 eða 5% tollur, 18% hans
bar 10% toll, 7% bar 15% toll, á 6% innflutningsins lagðist
20-35% tollur og á 3% hans lagðist 50% tollur.
17. yfirlit. Skipting innflutnings eftir tollhlutföllum og markaðssvæðum árið 1991
Table 17. Break-down ofimports by percentage tariffs and market areas in 1991
Millj. kr. Million ISK Öll lönd All countries EFTA EB EC A-Evrópa E-Europe Bandaríkin United States Önnur lönd Other countries
0 63.780,7 11.582,0 30.779,3 3.646,3 9.494,3 8.278,7
4 64,2 10,6 53,7 - -
5 5.851,2 1.838,4 3.583,3 52,7 232,2 144,7
10 18.583,1 2.266,5 9.329,0 313,5 1.753,2 4.920,9
15 6.907,0 517,9 4.543,1 82,4 188,0 1.575,6
20 1.986,4 338,3 1.288,5 60,5 259,3 39,8
25 8,8 2,1 3,3 .3 3,0 0.1
30 4.146,0 396,8 1.781,4 43,7 582,7 1.341,3
35 107,1 0.9 96,1 9,8 0.3
50 2.694,8 377,5 1.739,6 577,7 0.0
Samtals Totai 104.129,2 17.330,9 53.197,4 4.199,5 13.100,0 16.301,4
6. Viðskipti eftir markaðssvæðum og löndum
' Extemal trade by market areas and countries
í töflum II og III er utanríkisverslunin tilgreind eftir helstu
viðskiptalöndum og eftir þriggja stafa SITC-flokkun. í töflu
IV er útflutningur sýndur eftir helstu markaðslöndum og
þriggja stafa útflutningsflokkun Hagstofunnar. Töflur V og
VI sýna innflutning og útflutning eftir tollskrámúmerum og
einstökum löndum. Töflur VII og VIII sýna hagræna flokkun
innflutnings og útflutnings svo og skiptingu eftir markaðs-
svæðum.
I inngangi eru sýnd þrenns konar yfirlit um utan-
.ríkisverslunina eftir markaðssvæðum og löndum. 18. yfirlit
sýnir útflutning og innflutning eftir markaðssvæðum og
einstökumlönduminnanþeiiTaárin 1990og 1991. 19. yfirlit
sýnir hlutdeild landa og gjaldmiðla í útflutningi og innflutningi
árið 1991. Þessi tafla birtist fyrst í Verslunarskýrslum 1988
og byggist á því að frá og með árinu 1988 er skráð sérstaklega
í hvaða gjaldmiðli hver sending útfluttrar og innfluttrar vöru
er reiknuð. Niðurstöður þessarar töflu eru athyglisverðar þar
sem í mörgum dæmum niunar töluverðu á hlutdeild landa í
vöruskiptum og hlutdeild gjaldmiðla sömu landa í viðskiptum
með vörur. Þetta kemur skýrt fram hvað snertir Bandaríkin
ogbandaríkjadollar. Árið 1991 fór 12,6% vöruútflutningsins
til Bandaríkjanna en 18,2% útflutningsins voru reiknuð í
dollurum. Vægi dollarans í útflutningi hefurfarið minnkandi,
það var 46% árið 1988,39% árið 1989 og 24% árið 1990. Af
innflutningi komu 12,6% frá Bandaríkjunum árið 1991 en
28,6% innflutningsins voru reiknuð í dollurum samanborið
við 32% árið 1990, 27% árið 1989 og 21% árið 1988.
Loks sýna 20. og 21. yfirlit innflutning og útflutning eftir
einstökum löndum.
I sambandi við alla landaskiptingu í verslunarskýrslum
skal tekið fram að miðað er við neyslulönd hvað útflutning
snertir og framleiðslulönd fyrir innflutning. Þannig er leitast
við að greina endanlegan áfangastað útfluttrar vöru og
upprunaland innfluttrar vöru en ekki söluland eða
viðskiptaland. Fyrir kemur að útflytjanda sé ókunnugt um
endanlegt móttökuland vörunnar og verður þá að taka á
skýrslu viðskiptaland í stað notkunarlands.