Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2011, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2011, Page 17
Dómstóll götunnar Ég held bara áfram Ég elska landið ykkar Ítalinn Marco Raimondi sendi forseta Íslands bréf með þremur óskum. – DV Auðlindalöggjöf er aðkallandi „Nei, ég gerði það ekki en var löglega afsökuð þar sem ég var ekki nálægt fjölmiðlum um helgina.“ Ragnheiður Eiríksdóttir 40 ára listakona „Nei, en ég ætla að gera það um leið og ég kem heim.“ Elvar Geir Sævarsson 34 ára tónlistarmaður „Nei, hún hefur alveg farið fram hjá mér.“ Sigríður Sigurðardóttir 39 ára náms- og starfsráðgjafi „Nei, ég á eftir að gera það því ég á yndislega vini í Færeyjum.“ Rós Ingadóttir 58 ára kennari „Nei, það hef ég ekki gert.“ Fríða Halldórsdóttir 17 ára nemandi Lagðirðu söfn- uninni Við styðj- um Færeyjar lið? I nnspýting Kínverjans Huangs Nubo varð á öðrum stað en til stóð. Auðlindaumræða þjóðar- innar er loksins komin á flug og ekki seinna vænna. Spurningar um hvað sé auðlind og hvað ekki, spurn- ingar um eignarétt og nýtingarrétt, um auðlindagjald og auðlindasjóði poppa nú upp og við blasir löggjöf sem hvorki heldur vatni né vind- um. Sú heimssýn að allt eigi að vera opið og allir geti keypt allt, alltaf, alls staðar hefur beðið skipbrot. Auð- menn með háleitar hugmyndir eru orðnir svo margir að velta lítillar ey- þjóðar má sín lítils. Stærðarhlutföll- unum er erfitt að breyta en við get- um komið okkur upp vörnum. Auðmagn slagkraftur heimsins Hingað til hefur eignarétturinn verið í hávegum hafður. Enda ekkert skrít- ið því jafnan hugsar fólk best um það sem það sjálft á og rekur. Breytingar á heimsmyndinni neyða okkur þó til þess að hugsa þessi mál upp á nýtt. Auðmagn er slag- kraftur heimsins en yfir því ræður aðeins lítið brot jarðarbúa. Ásókn í auðlindir fer saman með auknum fólksfjölda og hnötturinn orðinn að einu athafnasvæði. Þess vegna er for- gangsatriði fyrir okkur sem smáþjóð að finna nýjan jafnvægispunkt. Stóra spurningin er því þessi: Hvernig er hægt að nýta kraft einkaframtaks- ins án þess þó að vera of háð útkom- unni? Hinn frjálsi markaður í okkar heimshluta er vanur miklu rými. Skerðing á því er þyrnir í augum þeirra sem mest eiga undir sér og markmiðum í þá veru jafnan lýst sem einhvers konar aðför. Gæti tekið und- ir þetta ef frelsinu fylgdi sjálfsábyrgð. Það hefur hins vegar ekki verið og besta trygging hverrar þjóðar gegn kúvendingum markaðarins er eigna- rétturinn. Með ríkiseign á auðlind- um er alltaf hægt að byrja upp á nýtt. Næsta stríð á hinum pólitíska vett- vangi verður um þetta. Varðmenn þrönghagsmuna Á Íslandi eru auðlindamál í hnút. Áralangt ósætti um fiskveiðistjór- nunarkerfið færir okkur heim sann- inn um það. Núverandi nýtingar- hópur sjávarauðlindarinnar vill halda þeim rétti og spyrnir fótum við aðkomu annarra að auðlind- unum. Þessi hópur hafnar sam- keppni á jafnréttisgrundvelli og segir veiðileyfi á Íslandsmiðum sína eign. Þessi hópur kvartar yfir auðlinda- gjaldi sem nemur um 3% af aflaverð- mæti en leggur á aðra fiskimenn auðlindagjald sem nemur um 75% af aflaverðmæti og stingur í eig- in vasa. Þessi hópur ætlar öðrum rekstrarskilyrði sem hann sjálfur segir ómöguleg. Þessum hóp fellur þannig í skaut 97% af aflaverðmæti eigin veiða og líka 75% af veiðum annarra án þess að leggja nokkuð til nema að vera sjálfkrafa þiggjendur úthlutunar aflaheimilda ár frá ári. Og gleymum ei að þó einhverjir hafi keypt sinn veiðirétt dýrum dómum var sú fjarstæðukennda verðstýring í höndum kvótahafa og fjármálastofn- ana, til þess gerð að taka arðinn út strax og ráðstafa honum í annað. Á þetta sjónarspil hefur þjóðin gónt og henni sagt að aðrir kunni betur með auðlindaarðinn að fara en hún sjálf. Við hvert einasta samningaborð sitja varðmenn þrönghagsmuna, vara við breytingum og ráðskast með eigin hag. Jafnvel þó þjóðin hafi sagt hug sinn í kosningum býður ríkisstjórn- in kyrrstöðuöflunum til öndvegis og þess vegna þokast ekkert áfram. Í tilviki Huangs Nubo er um ör- foka land að ræða sem kannski og hugsanlega geymir auðlindir fram- tíðarinnar. Auðlind núsins er aftur á móti í hafinu og sé það almenn- ur vilji að komast yfir þessi mál ætti að stofna auðlindasjóð í opinberri eigu og bjóða út tímabundna nýt- ingarsamninga á jafnræðisgrund- velli. Þannig gæti þjóðin tekið á móti hverjum sem er án þess að hætta eig- in framtíðaröryggi. Líka Kínverjan- um Huang Nubo. „Með ríkis- eign á auð- lindum er alltaf hægt að byrja upp á nýtt „Nei, ég held ekki. Ég veit ekki hvort ég hefði nokkurn tíma náð að fylla Hörpu ef ég hefði selt inn,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison. Hann hafði augastað á húsnæði nýlega en stóðst ekki greiðslumat í viðskiptabanka sínum. Hefðir þú fengið greiðslumat ef þú hefðir selt inn? Mest lesið á DV.is 1 „Endir þeirrar sögu er þyngri en tárum taki“ Ólafur Þórðarson jarðsunginn í dag. 2 Mugison komst ekki í gegnum greiðslumat Vildi kaupa hús í miðborg Reykjavíkur 3 Myndi fyrirgefa framhjáhaldKatherine Heigl hefur haldið því fram að hún mundi slíta hjónabandinu ef maður hennar væri ótrúr. Hún er ekki lengur viss. 4 Skaupið í vanda vegna GillzLeikstjóri og handritshöfundar gætu þurft að klippa hann út úr Skaupinu. 5 Veik eftir hjartauppskurð og vill enga vorkunn Berglind Ýr: „Læknarnir vita ekki hvað er að“ 6 Fyrrverandi verslunarstjóri Bónuss fer til útlanda í leit að vinnu Óðinn Svan Geirsson er á leið frá landinu og hefur fengið vinnu í Noregi. 7 Andrea Jónsdóttir: Fer í kjól einu sinni á ári Það gerði hún á laugardagskvöld þegar hún tróð upp á árlegri skemmtun hús- mæðrasveitarinnar Heimilistóna. Umræða 17Miðvikudagur 14. desember 2011 Kjallari Lýður Árnason Milljón dollara menn T il er fræg saga um mann sem fékk peningaseðil upp á millj- ón dollara til ráðstöfunar. Sag- an átti að hafa gerst í Lundún- um og fjallaði um erfiðleika vesalings mannsins sem hvergi fékk seðlinum skipt. Á Íslandi áttu sér stað atburðir þar sem menn höfðu milljón dollara til ráðstöfunar, að talið var. Feðgarnir Björgólfur Guðmunds- son og Björgólfur Thor ásamt Magn- úsi nokkrum Þorsteinssyni undir gunnfána Samsonar. Það hafði spurst út að í fórum þeirra væru seðlar upp á milljón dollara. Þetta var að vísu dálítið eins og í sögunni um nakta keisarann. Allir vissu af seðlunum en enginn hafði séð þá. Samsonarnir komu frá Rússlandi sveipaðir dulúð. Spurst hafði út að þeir seldu bjórverksmiðju með gríð- arlegum hagnaði. Þetta var, að sögn, afrakstur gríðarlegrar þekkingar á drykkjavörum í bland við heilbrigða heppni. Að sjálfsögðu kom rússneska mafían hvergi nærri og enginn hafði skaðast af ævintýri hinna miklu Sam- sona. Á Íslandi var þeim tekið með kost- um og kynjum. Barnið sem benti á að keisarinn væri nakinn var hvergi nærri. Samsonarnir voru hylltir á torgum. forsætisráðherra eyríkisins mætti í ótal móttökur þar sem hann stjórnaði húrrahrópum fyrir þríeyk- inu. Ísland bókstaflega geislaði af gleði yfir allsnægtum sinna glötuðu sona sem snúið höfðu heim með auð sinn. Þremenningarnir fóru á kostum í viðskiptalífinu. Enginn bað um að fá að sjá ofan í gullkistur þeirra. All- ir vissu um hinar gríðarlegu fúlgur fjár sem þeir réðu yfir. Og Samson- arnir brugðu sér í búðir. Alls staðar var þeim tekið með kostum og kynj- um. Forsætisráðherrann lét þá hafa banka allra landsmanna. Og af því að gullkistur þeirra voru ennþá í fragt í Hollandi fengu þeir lán á kostakjör- um í öðrum ríkisbanka. Þegar bank- inn var kominn í góðar hendur var haldið áfram að fjárfesta. Þeir keyptu skipafélag, lyfjafyrirtæki, bókaútgáfu, annan banka og loksins blað allra landsmanna. Alls staðar var skrifað hjá þeim, þó það nú væri. Þetta voru milljón dollara menn. En nú er hún Snorrabúð stekk- ur. Gullkisturnar með öllum milljón- unum komu aldrei til landsins. Og skuldirnar hlóðust upp í eins konar píramída á hvolfi. Einn góðan veður- dag hrundi allt kerfið. Milljón dollara mennirnir létu sig hverfa hljóðlega. Klappstýra þríeykisins, forsætisráð- herrann klappandi, kom sér í skjól á blaði allra landsmanna þaðan sem hann dæmir lifendur og dauða. Sam- sonarnir eru þó sýknaðir. Þetta var allt saman bölvuð óheppni. Barn- ið sem hefði getað sagt fólki frá nekt Samsonar var upptekið í öðru ævin- týri. Svarthöfði Sturla Jónsson ætlar ekki að láta nauðungarsölu stöðva sig. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.