Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2011, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2011, Side 22
22 Fólk 14. desember 2011 Miðvikudagur É g er óhrædd að um ræða veikindi mín,“ segir Berglind Ýr sem vann hug og hjörtu aðdáenda með kraft­ miklum og tilfinningaþrungnum dansi sínum. „Í raun og veru finnst mér mikilvægt að þeir sem eru veikir viti að þeir eigi möguleika á að vinna að draumum sínum. Ástæðan fyrir því að ég ræddi ekki um veikindin er einfald­ lega sú að ég var ekki spurð. Ef ég hefði verið spurð þá hefði ég gefið hreinskilið svar. Það komu oft upp spurningar um veikindin í ferlinu enda byggði ég dans­ inn á þeim en ég ræddi þau aldrei ýtar­ lega. Fannst ekki verið þörf á því eða engin ástæða til þess þar sem ég vildi að fólk dæmdi dansinn frekar en mig út frá veikindunum. Sjálf hef ég þurft að horf­ ast í augu við það að gefa drauminn upp á bátinn en fékk þá ráðgjöf frá læknum og ástvinum um það að oft er hægt að láta drauma sína rætast, það þarf bara að finna nýjar leiðir til þess. Vera opinn og hugmyndaríkur,“ segir hún og brosir. „Mér þótti til dæmis vænt um að heyra frá Katrínu Hall dómara í keppninni að henni hefði fundist ég hafa hæfileika til þess að semja dans. Þarna opnast dyr sem ég sá ekki áður að voru opnar. Ef ég get ekki dansað af fullum krafti veit ég að ég get farið aðrar leiðir. Það er mikil­ vægt að stoppa aldrei. Ef maður gefst upp sér maður ekki alla þá möguleika sem til eru.“ Vill enga vorkunn Berlind Ýr er á dansbraut í Listaháskól­ anum og æfir dans á hverjum degi. Hún stundaði fimleika frá barnsaldri og dans frá unglingsaldri. Hún æfir dans marga klukkutíma á dag og ástríða hennar á dansinum fór ekki fram hjá áhorfendum. „Ég hlakka til hvers einasta dags. Dans­ inn gefur mér svo mikið,“ segir hún af einlægni. Berglind Ýr hefur strítt við veikindi eftir hjartauppskurð og stundum hafa veikindin verið henni svo erfið að hún hefur íhugað að gefa dansinn upp á bát­ inn.  Fáir áhorfendur vissu af veikindum Berglindar og hún biður síst um vor­ kunn. „Ég vil enga vorkunn, það vill eng­ inn sem hefur gengið í gegnum veikindi. Margir eiga miklu erfiðara en ég. Mér finnst ekkert eðlilegra en að glíma við líkama minn á hverjum degi,“ segir hún. Finnst örið fallegt Veikindi hennar hófust um níu ára ald­ ur. Þá fékk hún hjartsláttarkast í miðju skemmtiskokki á 17. júní. „Mamma varð mjög hissa, ég var í mjög góðu formi. Ég hafði þá æft fimleika upp á dag síðan ég var þriggja ára gömul og í afbragðs­ formi. Þarna gafst ég upp í miðju hlaupi og gekk uppgefin í mark. Hún fór að fylgjast betur með heilsu minni eftir þetta. Einn daginn var ég svo að spila með fjölskyldunni og það var svona smá æsingur og fjör og þá fékk ég aftur svona hjartsláttarkast.“ Móður hennar leist ekki á blikuna og sendi hana til læknis. Við nánari rann­ sóknir kom í ljós hjartagalli og Berglind Ýr fór í hjartaaðgerð. „Ég var með frem­ ur algengan hjartagalla, það var opið á milli efri hjartahólfa. Auðvit að var þetta áfall en ég var svo heppin að það var nýlega byrjað að gera þessar aðgerðir heima, þetta var því eins þægilegt fyrir mig og fjölskylduna og er mögulegt.“ Örið eftir aðgerðina liggur í miðju brjóstkassans og er aðeins lítt sýnilegt. „Ég skammast mín ekki fyrir örið. Ég þekki fólk með svipuð ör sem finnst erfitt að fara í sund eða þvíumlíkt. Ég hef ekki þurft að ganga í gegnum slíkar tilfinning­ ar. Mér þykir hálfvænt um örið og þótt einhver spyrji mig út í það hvað hafi gerst þegar ég fer í sund þá kippi ég mér ekki upp við það. Kannski er það vegna þess að ég hef vanist örinu frá barnæsku.“ Varð veik á 11 ára afmælisdaginn Berglind Ýr virtist hafa fengið góðan bata. Á ellefu ára afmæli hennar dró þó til tíðinda. Hún fann ákafan sársauka og fékk tak fyrir brjóstið. „Þetta var auð­ vitað ömurlegur afmælisdagur og sá tími sem fylgdi í kjölfarið var erfiður. Ég þurfti að taka mér ársfrí,“ segir hún frá.  Í ljós kom að Berglind hafði fengið gollurhúsbólgu sem er bólga í bandvefs­ hulstri kringum hjartað. Slík bólga getur verið fylgifiskur hjartaaðgerðar. Helstu einkenni eru brjóstverkur sem lýsir sér gjarnan eins og tak og er sérstaklega verstur við innöndun. Oftast er sjúk­ dómurinn hættulaus, en getur þó verið alvarlegur svo hætta stafar af. Í hættuástandi truflast flæði blóðs inn í hjartað og blóðþrýstingur fellur. Af þessum sökum er Berglind Ýr í stöðugri lyfjameðferð. Hún hefur fengið lyf sem algengt er að sjúklingar með sjálfsónæmissjúk­ dóma tekur og er daglega á steralyfjum til að halda einkennum niðri. „Læknarnir vita ekki almennilega hvað er að og hvers vegna ég er enn svona mikið veik. Þeir vonast til þess að tíminn leiði það í ljós. En það er ljóst að eitthvað amar að ónæmiskerf­ inu. Lyfjameðferðin er erfið og auka­ verkanir lyfjanna eru slæmar. Andleg þyngsli, máttleysi í vöðvum og bein­ verkir. Ég glími við aukaverkanir sem eru ekki sýnilegar þannig að stundum geta veikindin tekið þeim mun meira á andlega,“ útskýrir hún. Hún hugar vel að heilsunni. Drekkur „Pabbi sá mig dansa í fyrsta sinn“ „Ég glími við auka- verkanir sem eru ekki sýnilegar þannig að stund- um geta veikindin tekið þeim mun meira á andlega. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Stoltur af Jólahjólinu Lagið Jólahjól með Snigla­ bandinu var valið besta ís­ lenska jólalagið af álitsgjöf­ um DV um síðustu helgi. Upphaflega lagið var sungið af Skúla Gautasyni en flestir þekkja útgáfuna með Stefáni Hilmarssyni. Stebbi Hilmars er greinilega stoltur af lag­ inu enda birti hann stóra mynd af jóla­ ljósaskreyttu hjóli á samskiptasíð­ una Facebook í vikunni undir yfirskriftinni: „Skyldða vera..?“ Berglindi Ýr Karlsdóttur hefur gengið vel á árinu 2011. Hún er nýtrúlofuð og fór með sigur af hólmi í sjónvarps- þættinum Dans, dans, dans. Velgengnin er afrakstur þrotlausrar vinnu og glímu við erfið veikindi. Berglind Ýr ræddi við blaðamann um veikindin og bjarta framtíð. Kalli er „tree hugger“ Baggalúturinn og borgar­ fulltrúinn Karl Sigurðsson segist vera svokallaður „tree­hugger“. Karl, sem er formaður umhverfis­ og sam­ gönguráðs, var í viðtali í Síð­ degisútvarpinu á dögunum þar sem hann sagði menn vera komna fram úr sér þegar þeir héldu að Öskjuhlíðin væri illa staðsett miðað við flugvöllinn. Talsmenn Isavia, sem rekur Reykjavíkurflug­ völl, segja að saga þurfi hæstu trén í Öskjuhlíð þar sem þau skapi hættu í flugi. Samkvæmt Kalla er flugvöllur­ inn frekar rangt staðsettur miðað við Öskju­ hlíðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.