Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2011, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2011, Síða 23
Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 110 Reykjavík - S: 580-8900 DODGE MAGNUM R/T 4X4 5,7 HEMI 10/2005, ekinn 85 Þ.km, fjór- hjóladrifinn, sjálfskiptur, leður ofl. Mjög gott verð 2.590.000. #192164 -Ameríski draumurinn er á staðnum! SUBARU IMPREZA STI 03/2004, ek. 68 Þ. km, bensín, nýuppt. mótor (tjún- aður), 6 gíra, ný dekk ofl. fallegt eintak. Verð 3.590.000. #282598 - Er í salnum! PORSCHE CAYENNE TURBO Árgerð 2004, ekinn aðeins 82 Þ.km, sjálfskiptur. Tilboðsverð 4.990.000. #283119 - Jeppinn fallegi er í salnum! M.BENZ E 200 KOMPRESSOR CLASSIC 09/2006, ekinn aðeins 63 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 3.590.000. #283871 - Þýski fallegi fákurinn er í salnum! M.BENZ C 320 AMG (útlit) 11/2005, ekinn aðeins 64 Þ.km, sjálfskiptur, leður, sóllúga ofl. Verð 3.650.000. #283747 - Bensinn glæsilegi er í salnum! DODGE RAM 2500 QUAD CAB PICKUP 08/2007, ekinn 49 Þ.Mílur, dísel, sjálfskiptur. Verð 5.490.000. #283717 - Fallegi pallbíllinn er á staðnum! n Raflagnir n Tölvulagnir n Loftnetslagnir og uppsetningar n Gervihnatta- móttakarar n Ljósleiðaralagnir og tengingar n Raflagnateikningar n Lýsingarhönnun og ráðgjöf n Þjónustusamningar Pétur Halldórsson löggiltur rafverktaki petur@electropol.is, 8560090 Tek að mér ýmis smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@hotmail.com Til sölu Honda CRV Árgerð 2007. Keyrður innan bæjar 55.000 km. Svartur, aðeins einn eigandi og mjög vel farinn. Ásett verð 3.900.000 kr eða besta tilboð. Hann er á nýlegum heilsársdekkjum. Abs bremsur,geisla- diskaspilari, leðurklædd sæti. Aldrif og enginn áhvílandi lán á bílnum. uppl. í síma 891-9139 Fólk 23Miðvikudagur 14. desember 2011 ekki áfengi og borðar hollan mat og hlúir að geðheilsunni. „Ég tek jónsmessu runna við þungum og erfiðum hugsunum og slæmum martröðum og mér finnst hann hjálpa mikið. Þá tek ég magnesíum til að slaka á, bæði í töflum og dufti, D-vítam- ín og lýsi. Ég nota líka arnicu-olíu á sára vöðva og fer reglulega í jóga með mömmu.“ Ástríðan kviknaði Eftir ársfrí frá fimleikum ákvað Berglind að fara í djassballett hjá Djassballettskóla Báru. „Ég hafði alltaf haft svo mikið að gera og ég saknaði þess. Ég sagði við mömmu að ég vildi fara í djassballett eins og syst- ir mín. Styrkleiki minn í fimleikunum var alltaf gólfæfingar, dansinn átti því einkar vel við mig. Ég naut mín vel í náminu. Fann þó fljótt að ég vildi gera meira af ball- ettæfingum. Á þessum tíma voru áhersl- urnar aðrar en þær eru í dag í Djassball- ettskóla Báru. Þegar ég fór í menntaskóla fór ég því í Listdansskólann. Það voru afar skemmtileg ár. Ég fór á æfingar snemma á morgnana áður en skólinn hófst og eftir skóla líka. Allur minn tími snerist um dans og ég hafði mikla unun af því. Það má segja að þarna hafi kviknað ástríða.“ Þegar menntaskólanum lauk ákvað Berglind að halda áfram að mennta sig í dansi. Systir hennar, leikkonan Andrea Ösp Karlsdóttir, býr í Los Angeles og Berg- lind sótti um inngöngu í hinn virta Irwine- listdansskóla þar ytra. „Ég fékk inngöngu en námið þar reyndist alltof dýrt. Þrjár milljónir á ári er of stór biti. Ég hef alltaf unnið líka með dansinum og hafði safnað mér fyrir námi en ekki svo miklu. Ég sótti því um í Listaháskólanum á dansbraut og er hálfnuð með námið þar.“ Hún ætlar sér þó að nýta verðlaunaféð í námið og mögulega fara út til systur sinnar. „Hluti af náminu felst í skipti námi, að fara út og sækja sér reynslu. Það væri auðvitað gaman að komast út til systur minnar, þar er mikið af vönduðu dansnámi í boði.“ Besta vinkonan Annie Mist Fjölskylda Berglindar Ýrar er hæfileikarík. Frænka hennar og besta vinkona er Annie Mist Þórisdóttir, afrekskona í fitness. Móðir Berglindar er jógakennari og kennir power- jóga og golf-jóga í eigin stúdíói í Garðabæ. Þangað fer Berglind einmitt að sækja sér innri styrk. Bróðir Berglindar er 15 ára og æfir samkvæmisdans. „Hann mátti ekki taka þátt í ár, kannski gerir hann það á næsta ári þegar hann er kominn með aldur til,“ segir hún og hlær. Foreldrar Berglindar skildu þegar hún var níu ára. Sama ár og hún fór í hjartaupp- skurðinn. Þau halda góðu sambandi og Berglind segir frá því að faðir hennar hafi reyndar í fyrsta sinn séð hana dansa þeg- ar hún dansaði fyrir þjóðina í Dans, dans, dans. „Pabbi sá mig dansa í fyrsta sinn. Það er ekki vegna þess að hann hafi ekki viljað það, það gafst einfaldlega ekki tækifæri til þess. Honum fannst það að sjálfsögðu afar mikil upplifun,“ segir hún og hlær. Berglind Ýr þakkaði móður sinni og allri fjölskyldu fyrir stuðninginn. „Fyrst og fremst þakka ég þjóðinni fyrir að styðja mig alla leið. Ég er þakklátari en nokkur orð fá lýst. Þetta ár hefur reynst mér gott. Sann- kallað kraftaverkaár.“ Á næsta ári er einnig bjart fram undan. „Ég trúlofaði mig í febrúar á Valentínusar- daginn og við ætlum að gifta okkur í sumar,“ segir þessi fallega og heila stúlka og brosir breitt. „Pabbi sá mig dansa í fyrsta sinn“„Ég skammast mín ekki fyrir örið. Ég þekki fólk með svipuð ör sem finnst erfitt að fara í sund. Bjart fram undan hjá Berglindi Berglind Ýr hefur unnið hjörtu þjóðarinnar. Hún hefur um árabil glímt við veikindi eftir hjartaaðgerð. Mynd sigtryggur Ari jóhAnnsson www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN Þrotlaus vinna Berglind segir að það sé mikil- vægt að stoppa aldrei. „Ef maður gefst upp sér maður ekki alla þá möguleika sem til eru,“ segir hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.