Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2013, Blaðsíða 12
Skotin á færi einS og kanínur 12 Fréttir 23. september 2013 Mánudagur Selur safnið sitt Eigandi stærsta safns strigaskóa í heiminum hefur auglýst safnið til sölu á eBay. Jordan Michael Geller, 36 ára Bandaríkjamaður frá Los Angeles, er í Heimsmeta- bók Guinness skráður sem sá sem á flesta strigaskó í heiminum – merkilegt nokk. Í fjórtán ár hefur Geller safn- að hlaupaskóm og á um 2.500 pör, öll frá Nike-íþróttavörufram- leiðandanum fræga. Skórnir hafa hingað til verið til sýnis á ShoeZe- um-safninu í borginni. Gell- er sér nú sæng sína útbreidda og ætlar að losa sig við skóna. Skódelluna fékk hann frá pabba sínum, sem var maraþonhlaupari og kenndi honum allt um Nike- skóbúnað. Jordan Michael bendir á að það sé kannski ekki skrít- ið, miðað við nöfnin hans tvö, að hann hafi á huga á Nike-skóm. Körfuknattleiksgoðsögnin Micha- el Jordan var einmitt alltaf í Nike. Geller viðurkennir að það hafi tek- ið hann margar vikur að stimpla hvert og eitt par inn á söluvefinn, en ekki fylgir sögunni hvaða skó- stærðir um ræðir. n Flúðu Tíbet og settust að á Indlandi n Flóttafélagi skotinn á landamærunum n Voru yfirheyrðir í íslensku kokteilboði Í dag keypti ég sokka með mynd af kanínum. Það minnti mig á það að stundum skjóta þeir [kín- verskir hermenn] Tíbeta eins og kanínur á landamærunum. Kon- ur, börn og gamalmenni, heilu hóp- arnir eru einfaldlega skotnir á færi eins og kanínur.“ Þetta segir Lobsang Chotka, aðstoðarforseti tíbesku Pen- samtakanna í samtali við DV. Lobsang og félagi hans, Wosan sem er ritari tíbesku PEN-samtak- anna, eru tíbeskir rithöfundar og flóttamenn búsettir í Dharamsala á Indlandi, heimabæ Dalai Lama og útlagastjórnar Tíbet. Þeir komu til Ís- lands til þess að taka þátt í 79. heims- þingi Pen-samtakanna, alþjóðasam- taka rithöfunda, sem stóð yfir dagana 9.–12. september síðastliðinn. Blaðamaður settist niður með þeim á kaffihúsinu Mokka við Skólavörðustíg í síðustu viku og ræddi við þá um málþingið, flótt- ann frá Tíbet og það menningarlega þjóðarmorð sem Dalai Lama hefur sagt að eigi sér nú stað í Tíbet. Kenndi búddísk fræði Wosan flúði Tíbet árið 1995 og hefur síðan búið í bænum Dharamsala á Indlandi, en þar heldur fjöldinn allur af tíbeskum flóttamönnum til. Wos- an er málfræðingur að mennt og hef- ur skrifað fræðigreinar um tíbeska tungumálið, sem og um stöðu mannréttinda í Tíbet. Þá hefur hann einnig skrifað ljóð um upplifun sína af ástandinu í Tíbet og hvernig það er að vera fjarri fjölskyldu sinni í svo langan tíma, nú átján ár. Hann segist ekki geta snúið aftur til Tíbet. „Þá yrði ég einfaldlega fangelsaður.“ Þar sem Wosan talar ekki ensku sér Lobsang um að svara spurning- um blaðamanns. Hann vinnur nú að bók um nútímasögu Tíbet en hef- ur meðal annars skrifað greinar um sögu Tíbet, tíbeskar bókmenntir og stjórnmálaástandið í Tíbet. Lobsang flúði heimaþorp sitt í austurhluta Tíbet árið 1998, þá einungis sautján ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hann verið að kenna munkum búddísk fræði í einu klaustrinu í bænum, en þar bjuggu 700 tíbetskir munkar. „Ég var mjög ánægður með að geta kennt munkunum og mamma mín var mjög stolt af mér,“ segir Lobsang. Yfirvöld í héraðinu höfðu eitthvað við skólann að athuga og vildu loka honum. Skólanum var þó ekki lok- að að fullu fyrr en árið 2003, en þá las Lobsang um það í fjölmiðlum, þar sem hann sat á sínu nýja heimili í Dharamsala. Skotinn á landamærum Lobsang sem vildi sjálfur mennta sig frekar á þessum árum sá ekki fram á að eiga þess kost í Tíbet. Seinna heyrði hann um að í Dharamsala gæti hann sótt frekara nám í búddísk- um fræðum. Hið þrúgandi andrúms- loft, og áhugi hans á að fá að sjá og heyra í andlega leiðtoganum Dalai Lama, gerði það að verkum að hann sló til og lagði á flótta með félaga sín- um og yfirgaf heimaland sitt. Hann hefur ekki séð fjölskyldu sína síðan. „Það hefur verið mjög erfitt. Fyrstu árin vissu þau ekki einu sinni hvort ég væri á lífi eða ekki, en seinna meir komst ég í símasamband við þau, þannig að ég hef getað heyrt í þeim.“ Ferðalagið var langt og strangt en hann ferðaðist í hópi 56 annarra flóttamanna yfir Himalaja-fjall- garðinn til Nepal. „Þarna var fólk af öllum aldri, þau elstu voru um sjö- tugt en sá yngsti ekki nema níu ára gamall,“ segir Lobsang. „Einn týndist á leiðinni og fannst aldrei aftur. Ann- ar var skotinn af landamæravörð- um.“ Þá segir hann einn vin sinn hafa slasast alvarlega eftir að hann var skotinn. Hann segir alla í hópnum hafa gert sér grein fyrir þeirri miklu hættu sem þau voru í, en kínverski herinn vaktar landamærin gaum- gæfilega. „Maður faldi sig á daginn en ferðaðist á nóttunni. Við vissum að kínversku hermennirnir myndu skjóta okkur á færi ef þeir sæju okkur. Það hafa þeir gert allt of oft.“ „Hvert ert þú að fara?“ Við ákveðum að færa okkur úr stað en þetta er seinasti dagur þeirra fé- laga hér á landi og þeir vilja skoða sig aðeins um í bænum áður en þeir halda af landi brott. Þegar við erum komnir út af kaffihúsinu nefna þeir verðlagið hér á landi, sem þeir segja stjarnfræðilega hátt miðað við Ind- land. „Hér er allt svo óskaplega dýrt,“ segir Lobsang og brosir út í annað. Hann bætir því við að ferðalagið hingað hafi verið háð ákveðnum annmörkum. Vegna flóttamanna- stöðu sinnar eru þeir ríkisfangslaus- ir og án vegabréfs, en það gerði það meðal annars að verkum að um- sókn um landvistarleyfi tók lengri tíma en ella. Þá þurftu þeir að ferð- ast á sérstökum ferðaskilríkjum á milli flugvalla í Evrópu, sem vakti upp fjölmargar spurningar hjá eft- irlitsaðilum. Þeir þurftu því oftar en ekki að svara ógrynni spurninga hjá útlendingaeftirliti viðkomandi landa: „Hvers vegna ertu ekki með vegabréf? Hvert ert þú að fara? Hvað ætlar þú að gera þar?“ Yfirheyrður í kokteilboði Þeir segjast þó ekkert kippa sér upp við þetta, enda vanir slíkum yfir- heyrslum þegar þeir fara út fyrir landsteinana. „Við höfum valið þetta hlutskipti vegna þess að við eigum enga aðra möguleika. Rúmlega 120 manns hafa kveikt í sér í Tíbet í bar- áttunni fyrir frelsi. Ungir og aldnir. Munkar og nunnur. Konur og karlar. „Við vissum að kínversku her- mennirnir myndu skjóta okkur á færi ef þeir sæju okkur. Það hafa þeir gert allt of oft. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Ánægðir á Íslandi Lobsang Chotka, aðstoðarforseti tíbetsku Pen-samtakanna, og Wos- an, ritari samtakanna, voru ánægðir með heimsþing Pen-samtakanna á Íslandi. MYnd Jón BJarKi Barn lést á færibandi Fimm mánaða drengur lést í hörmulegu slysi á flugvellinum í Alicante á Spáni. Móðir barns- ins lagði barnið frá sér á færiband í örstutta stund, á meðan hún freistaði þess að losa um kerru sem hún náði ekki af færibandinu. Þegar hún teygði sig eftir kerrunni rakst hún í takka sem setti bandið af stað og hún datt um koll. Móð- irin, 32 ára Bandaríkjamaður, rann af stað á færibandinu og barnið líka. Fljótlega festist barnið í bili á milli tveggja færibanda með þeim hörmulegu afleiðingum að það lést. Móðirin öskraði af lífs og sál- arkröftum en þegar hjálp barst hafði drengurinn þegar hlotið mikla höfuðáverka. Hann var úr- skurðaður látinn á staðnum. Hraut við aftökuna Robert Gene Garza varð fyrir helgi tólfti fanginn til að vera tekinn af lífi í Texas-fylki í Bandaríkjunum. Hann sat inni fyrir skotárás og til- heyrði Rio Grande Valley-genginu sem kallaði sig Tri-City Bombers. „Ég veit að það er erfitt fyrir ykk- ur að horfa upp á þetta – en þetta er mér léttir. Nú getið þið haldið áfram með ykkar líf,“ sagði hann við ættingja sína áður en honum var gefin banvæn sprauta. Garza dró andann nokkrum sinnum djúpt þegar búið var að sprauta hann. Svo byrjaði hann að hrjóta en 26 mínútur liðu áður en hann var úrskurðaður látinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.