Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 25. nóvember 2013 Mánudagur Kasparov til Íslands Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, mun verða gestur á skákmótinu Reykjavík Open sem haldið verður í mars á næsta ári. Líkur eru á að heim­ sóknin sé liður í kosningaherferð Kasparov, en hann er í framboði til embættis formanns Alþjóða skáksambandsins, FIDE. Búist er við því að hann verði sýnilegur á alþjóðlegum skákmótum á næsta ári. Ekki liggur fyrir hvort hann ætli að tefla sjálfur þegar hann kemur, en það mun tíminn leiða í ljós segja aðstandendur mótsins. Segja má að Kasparov sé Íslandsvinur, en hann hef­ ur heimsótt landið nokkrum sinnum. Hann var hér árið 1988 á heimsmeistaramótinu í skák og árið 2004 var hann hér á landi og hitti Magnus Carlsen, en á föstudag varð sá síðarnefndi heimsmeistari í skák. Íhuga framboð í Reykjavík Píratar ákváðu á félagsfundi á fimmtudag að stofna sérstakt aðildarfélag í Reykjavík og var kos­ inn hópur sem mun fá 30 daga til að undirbúa stofnfund aðildar­ félags í Reykjavík. Þegar stofn­ fundur verður haldinn verður tek­ in ákvörðun um framboð flokksins í Reykjavík. Samkvæmt könnun sem birt var á föstudag nýtur flokkurinn um 10 prósenta fylgis í Reykjavík, en Morgunblaðið kann­ aði hug kjósenda í Reykjavík til flokka í borginni. Vill ennþá fá ísbjörn Jón Gnarr borgarstjóri segir að eitt umtalaðasta stefnumál Besta flokksins – ísbjörn í Húsdýra­ garðinn – sé enn á dagskránni. „Ég vildi það í alvöru og ég vil það í alvöru ennþá,“ sagði Jón Gnarr í viðtali við Gísla Martein Baldursson í þættinum Sunnu­ dagsmorgun. „En það er bara ekki alveg í mínu valdi. Ríkið heldur áfram að drepa þessi dýr sem koma hérna til landsins, og hefur ekkert verið til umræðu um að skoða neinar aðrar lausnir, og ég get haldið langar ræður um þetta,“ sagði Jón. „En ég myndi vilja sjá aðstöðu í Húsdýragarðin­ um þar sem að hægt væri að vera með ísbjörn.“ SkattaafSlættir fyrir Skuldara n „Hrægammasjóðirnir“ standi ekki einir undir niðurfellingum H rægammasjóðir“, kröfuhafar íslensku bankanna sem hrundu, koma ekki til með að borga niður skuldaniður­ fellingu sem ríkisstjórnin ætlar að ráðast í nema að hluta ef marka má ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, frá því um helgina. Þar boðaði hann blandaða leið niðurfellinga þar sem skattkerfið yrði notað, líkt og Sjálf­ stæðismenn vildu gera fyrir kosn­ ingar. Þær hugmyndir ganga út á að veita afslátt frá skattgreiðslum til að borga inn á fasteignalán. Hugmynd­ ir Sjálfstæðismanna gerðu líka ráð fyrir að mótframlag launagreiðenda í séreignarsparnað geti farið í niður­ greiðslu fasteignalána gegn því að það yrði skattfrjálst. Ekki liggur fyrir hversu miklum tekjum ríkið yrði af ef þessi leið yrði farin. Hugmyndirnar liggja ekki fyrir Framsóknarmenn hafa frá kosningum alltaf gert ráð fyrir að sérstök sér­ fræðinganefnd finni út hvaða leiðir séu færar til að fella niður verðtryggð­ ar skuldir íslenskra heimila. Sú nefnd var skipuð í haust undir forystu Sig­ urðar Hannessonar stærðfræðings og er að vænta tillagna hópsins í næstu viku. Auk þess var Hagstofu Íslands veitt heimild til að gera ítarlega úttekt á skuldastöðu þjóðarinnar miðað við upplýsingar úr fjármálafyrirtækjum og lánasjóðum, að þeim sem eru í slitameðferð meðtöldum, til að kanna hverjir það eru sem raunverulega þurfa á slíkri aðgerð að halda. Þrátt fyrir að þessi vinna klárist ekki fyrr en á næsta ári og tillögur sérfræðinganna séu ekki ljósar fyrr en í næstu viku er vinna þegar hafin í forsætisráðu­ neytinu að lagafrumvarpi um skulda­ niðurfellingarnar. Ekki liggur fyrir á hverju slík vinna byggir en ljóstrað var upp um hana í skýrslu sem forsætis­ ráðherra flutti á Alþingi nýverið. DV hefur áður greint frá því að titrings gæti á meðal sjálfstæðismanna vegna mikilla og stórra loforða fram­ sóknarmanna um skuldaniðurfell­ ingar í aðdraganda kosninganna. Sjálfstæðismenn hafa ekki viljað fella niður þessar skuldir heldur frekar búa til einhvers konar hvata fyrir fólk til að greiða niður skuldirnar sjálft, eins og skattaafslættirnir ganga út á. Sjálf­ stæðismenn hafa einnig lagt upp úr því að nota svigrúm sem getur mynd­ ast við uppgjör gömlu bankanna til að slá á gríðarháar skuldir ríkissjóðs en ekki til að greiða niður skuldir þeirra sem tóku fasteignalán fyrir hrun. Nýj­ ar hugmyndir Sigmundar Davíðs eru til þess fallnar að róa sjálfstæðismenn. Lofuðu 20 prósentum Framsóknarmenn hafa síðan 2009 alltaf lofað 20 prósenta flatri skulda­ niðurfellingu. Frá því að flokkurinn náði sögulegum árangri í síðustu Al­ þingiskosningum hafa leiðtogar hans hins vegar reynt að draga í land og jafnvel neitað að 20 prósenta lof­ orðið hafi enn verið til staðar. Flokk­ urinn hefur frá hruni talað um 20 pró­ senta skuldaniðurfellingu. Málið var aðalkosningamál Framsóknar fyrir kosningarnar 2009 og hefur loforðið aldrei breyst. Á flokksþingi bæði 2013 og 2011 er alltaf vísað í fyrri tillögur flokksins um lausnir á skuldavand­ anum. „Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar tillögur til lausnar skuldavanda heimila,“ sagði í ályktun­ um flokksþinganna. Frá kosningunum 2009 hefur flokkurinn tvisvar lagt fram aðgerð­ aráætlun; Þjóðarsátt 2010 og Plan B. Í hvorugri áætluninni er gefið nokk­ uð annað til kynna en að stefna flokks­ ins frá 2009 um 20 prósenta almenna skuldaniðurfellingu sé enn það sem flokkurinn vilji þó að opnað sé á að skoða tillögur annarra flokka í Plani B. Strax að loknum kosningum var þó byrjað að tala um að flokkurinn hefði ekki lofað 20 prósenta niðurfellingu fyrir þessar kosningar og farið að tala um aðrar leiðir. Þriðja leiðin nefnd Stjórnarsáttmálinn fjallar sérstaklega um aðgerðir til aðstoðar skuldugum heimilum og er það talið eitt af grundvallarmarkmiðum ríkisstjórn­ arinnar. Þar eru, líkt og Sigmundur Davíð nefndi í ræðu sinni á laugar­ dag, talað bæði um beina höfuð­ stólslækkun og skattalegar aðgerðir. „Grunnviðmiðið er að ná fram leið­ réttingu vegna verðbólguskots ár­ anna 2007–2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerð­ um,“ segir í stjórnarsáttmála Fram­ sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því í sumar. Athygli vakti þegar stjórnarsátt­ málinn var birtur að búið var að taka upp eitt helsta kosningamál Hægri grænna, sem ekki náði nægu fylgi til að ná manni á þing. Í kaflanum um skuldamál heimilanna var opn­ að á að setja á fót sérstakan leið­ réttingarsjóð til að hreinlega gleypa verðtryggðar skuldir heimilanna og gefa út ný lán í staðinn með leið­ réttingu. „Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstak­ an leiðréttingarsjóð til að ná mark­ miðum sínum,“ segir í sáttmálanum. Spenna í loftinu Ljóst er að margir bíða spenntir eftir að sjá hvaða aðgerðir ríkisstjórnin mun ráðast í til aðstoðar skuldugum heimilum. Stjórnin – sérstaklega Framsóknarflokkurinn – hefur þurft að takast á við mikla gagnrýni vegna óefndra loforða um skuldaleið­ réttingu. Stuðningur við Fram­ sóknarflokkinn hefur hrunið í skoð­ anakönnunum, sem og stuðningur við ríkisstjórnina. Flestir stjórnmála­ spekingar hafa tengt fylgishrunið og loforð um miklar skuldaniðurfell­ ingar saman. Sjálfur hefur Sigmund­ ur Davíð gagnrýnt gagnrýnend­ ur sína fyrir neikvæðni og fullyrt að staðið verði við kosningaloforðin. „Munum uppfylla öll þau fyrirheit sem við höfum gefið. Við ætlum að leiðrétta fyrir sérstökum verðbólgu­ áhrifum sem bankarnir bjuggu til,“ sagði hann í ræðunni um helgina. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Fá málið Vinna við lagafrumvarp um skuldaniðurfellinguna er byrjuð í forsætisráðu- neytinu. Þingið mun fá frumvarpið til afgreiðslu þegar það er tilbúið. Mynd Sigtryggur Ari „Fram sóknar­ flokkurinn hefur lagt fram ítarlegar tillögur til lausnar skuldavanda heimila Skattaafslættir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, talaði fyrir skattaafslætti fyrir skuldug heimili í stað niðurfellinga. Nú virðist ríkisstjórnin stefna í þá átt. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.