Hagskýrslur um landbúnað

Issue

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1925, Page 9

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1925, Page 9
Inngangur Intvoduction. I. Búpeningur. Le bétail. Framteljendur búpenings hafa veriÖ taldir í búnaðarskýrslum svo sem hjer segir: 1919 . 1920 . 1921 . 1922 . 1923 ; 11 940 11 924 11 691 12 078 11 712 Árið 1923 hefur tala framteljenda verið nokkuð minni en næsta ár á undan. í fardögum 1923 var sauðfjenaður talinn samkvæmt búnaðar- skýrslunum 550 þúsund. Reynslan undanfarið bendir til þess, að fjártalan í búnaðarskýrslunum muni vera töluvert of lág. Þannig reyndist sauð- fjenaður við fjárskoðunina veturinn 1906—07 um 109 þús. fleiri en fram var talið í búnaðarskýrslunum vorið eftir (1907). En með því að ekki virðist ástæða til að ætla, að framtalið muni vera mun betra eða lakara eitt árið heldur en annað, mun líklega óhætt að byggja á búnaðar- skýrslunum samanburð milli ára um tiltölulega fjölgun eða fækkun. Vorið 1922 töldu búnaðarskýrslurnar sauðfjenaðinn 571 þúsund. Hefur honum því fækkað fardagaárið 1922—23 um 21 þúsund eða um 3.7 o/o. Fækkunin á þessu ári hefur því verið nokkru meiri heldur en fjölgunin árið á undan, svo að tala sauðfjenaðarins hefur verið heldur lægri heldur en vorið 1921. Eftirfarandi yfirlit sýnir, hvernig sauðfjenaðurinn skiftist vorið 1923 samanborið við árið á undan.

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.