Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1926, Page 19
Búnaðarsltýrslur 1924
17*
dagsverk, til túnræktar 1 kr. á dagsverk og til garðræktar 80 au. á dags-
verk. Tala styrkþega var alls 1584 og hafa því komið nál. 84 kr. á hvern
styrkþega að meðaltali. Hvernig tala styrkþega, dagsverkatala við þessar
jarðabætur og styrksupphæðin skiftist á sýslurnar, sjest á 3. yfirliti, sem
gert hefur verið af Búnaðarfjelaginu. — Auk þessa styrks var 20 þús.
kr. styrkur veittur á fjárlögunum fyrir árið 1925 til búnaðarfjelaga í hlut-
falli við aðrar jarðabætur unnar árið 1924.
1 4. yfirliti, sem einnig er gert af Búnaðarfjelaginu, sjest hve mikl-
ar jarð’abætur taldar í dagsverkum hafa verið gerðar á kirkju-
jörðum og þjóðjörðum frá því jarðræktarlögin gengu í gildi og
til ársloka 1924, og metnar hafa verið til jarðarafgjalds. Hafa það verið
alls 3891 dagsverk á 70 kirkjujörðum og 1420 dagsverk á 15 þjóðjörð-
um. Koma þá að meðaltali 56 dagsverk á hverja kirkjujörð, en 95 dags-
verk á hverja þjóðjörð, þar sem jarðabætur hafa verið gerðar til land-
skuldargreiðslu. Dagsverkið er hjer metið eftir verðlagsskrá í hverri
sýslu, en aðeins 2h upphæðarinnar telst landskuldargreiðsla. A sumum
jörðum hafa jarðabæturnar orðið það miklar, að 2/3 verðs þeirra þannig
reiknað nemur meiru en afgjald eins árs og gengur þá afgángurinn
líklega upp í afgjald næsta árs á eftir.