Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1928, Blaðsíða 17
Búnaðarskýrslur 1926
15*
Vatnsveituskurðir voru gerðir 1926, svo sem hjer segir:
0 3 m 1—0.7 — r—1.2 — r 1.2 — 6 150 m 23 377 - 2 770 - 586 - á lengd 1 877 m3 að rúmmáli 11 642 — 2 192 — 1 433 —
Samtals 1926 32 883 m á lengd 17 144 m3 að rúmmáli
1925 67 704 - - — 35 414 —
1924 36 325 - - — 17 298 —
1923 83 201 - - — 50 356 —
1922 116 950 - - 146 207 —
Styrkur sá, sem veittur hefur verið úr ríkissjóði til jarðabóta
samkvæmt II. kafla jarðræktarlaganna (túnræktar og garðyrkju), er gerðar
hafa verið árið 1926, hefur verið alls rúml. 248 þúsund krónur. Styrkur-
inn var miðaður við dagsverkatölu og var til áburðarhúsa kr. 1,50 á
hvert dagsverk, til túnræktar 1 kr. á dagsverk og til garðræktar 80 au.
á dagsverk. Þó fjekk enginn styrk á fyrstu 10 dagsverkin, sem hann vann
á ári að túnrækt, fyrir hvern verkfæran mann, sem hann hafði í heimili
til vinnu. Tala styrkþega var alls 2 600 og hafa því komið tæpl. 96 kr.
á hvern styrkþega að meðaltali. Hvernig tala styrkþega, dagsverkatala
við þessar jarðabætur og styrksupphæðin skiftist á sýslurnar, sjest á 3.
yfirliti, sem gert hefur verið af Búnaðarfjelaginu. — Auk þessa styrks
var 20 þús. kr. styrkur veittur á fjárlögunum fyrir árið 1927 til búnaðar-
fjelaga í hlutfalli við aðrar jarðabætur unnar árið 1926.
I 4. yfirliti, sem einnig er gert af Búnaðarfjelaginu, sjest hve miklar
jarðabætur taldar í dagsverkum hafa verið gerðar á kirkjujörðum
og þjóðjörðum árið 1926, er metnar hafa verið til jarðarafgjalds. Hafa
það verið alls 4 609 dagsverk á 110 kirkjujörðum og 987 dagsverk á 24
þjóðjörðum. Koma þá að meðaltali 42 dagsverk á hverja kirkjujörð, en
41 dagsverk á hverja þjóðjörð, þar sem jarðabætur hafa verið gerðar til
landskuldargreiðslu. Dagsverkið er hjer metið eftir verðlagsskrá í hverri
sýslu, en aðeins 2/3 upphæðarinnar telst til Iandskuldargreiðsla. Á sumum
jörðum hafa jarðabæturnar orðið það miklar, að 2h verðs þeirra þannig
reiknað nemur meiru en afgjald eins árs og gengur þá afgangurinn
upp í afgjald næsta árs á eftir. Á sumum jörðum hefur líka verið slíkur
afgangur frá fyrra ári og sýna því landsskuldatölurnar í töflunni ekki,
hve mikið af landsskuld ársins hefur verið greitt með jarðabótum.