Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1933, Síða 8
6
Búnaðarskýrslur 1930
Hve mikið fénu hefur fjölgað eða fækkað í einstökum sýslum sést
á 1. yfirliti (bls. 7*). Fénu hefur fjölgað meira eða minna í öllum sýslum.
Tiltölulega mest hefur fjölgunin verið í Strandasýslu (13°/o), en minnst í
Eyjafjarðarsýslu (2 °/o).
Geitfé var í fardögum 1930 talið 2983. Árið á undan var það
talið 2898, svo að því hefur samkvæmt því fjölgað á árinu um 85 eða
3.0 o/o. Um 3/4 af öllu geitfé á landinu er í Þingeyjarsýslu.
í fardögum 1930 töldust nautgripir á öllu landinu 30 083, en árið
áður 30 070. Hefur tala þeirra þannig svo að segja alveg staðið
Af nautgripunum voru: 1929 1930 Fjölgun
Kýr og kelfdar kvígur 21 364 21 686 2 o/o
Griðungar og geldnevti 934 901 4-4-
Veturgamall nautpeningur ... 3 046 2 863 -f- 6 —
Kálfar 4 726 4 633 -4- 2 —
Naufpeningur alls 30 070 30 083 0 °/o
Kúm hefur fjölgað lítið eitt á árinu, en öðrum nautpeningi fækkað.
Hefur nautpeningur aldrei verið eins mikill síðan 1859.
Nautgripatalan skiftist þannig niður á Iandshlutana:
1929 1930 Fjölgun
Suðvesturland ................... 7 655 7 787 2 %
Vestfirðir ...................... 2 673 2 594 -4- 3 —
Norðurland ...................... 7 934 7 883 -4- 1 —
Austurland ..................... 3 312 3 344 1 —
Suðurland........................ 8 496 8 475 0 —
Nautgripum hefur fjölgað á Suðurlandi og Austurlandi, en fækkað
á Vestfjörðum og Norðurlandi. í 10 sýslum hefur orðið fækkun, þar af
mest í Barðastrandarsýslu (um 6 °/o), en í 8 sýslum hefur nautgripum
fjölgað, tiltölulega mest í Austur-Skaftafellssýslu (um 6 °/o).
Hross voru í fardögum 1930 talin 48 939, en vorið áður 50 657
svo að þeim hefur fækkað á árinu um 1718 eða um 2.8 °/o. Hefur
hrossatalan ekki verið svo lág síðan 1915.
Eftir aldri skiftust hrossin þannig:
1929 1930 Fjölgun
Fullorðin hross . 35 978 35 851 -r- 0 o/o
Tryppi 11 444 10 192 -4-11 —
Folöld 3 235 2 896 -4-10 —
Hross alls 50 657 48 939 -j- 3 o/o
Fullorðnum hrossum hefur lítið fækkað, en tryppum og folöldum
því meir.