Hagskýrslur um landbúnað

Tölublað

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1933, Blaðsíða 11

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1933, Blaðsíða 11
Búnaðarskýrslur 1930 9' þar að tilgreina stærð túna og kálgarða og hefur hún verið tekin upp í Fasteignabókina, þar sem hún hefur verið tilgreind. Eftir þessum upp- lýsingum, það sem þær ná, hefur verið farið í Búnaðarskýrslunum að þessu sinni. En við marga bæi eru eyður í Fasteignabókinni í þessum dálkum. Hefur þá verið farið eftir mælingunum fyrir þá bæi og bætt þar við því sem jarðabótaskýrslur telja nýrækt á þeim bæjum samtals síðan mæling fór fram. Fyrir kauptúnin eru ekki upplýsingar um þessi efni í Fasteignabókinni, en Hagstofan hefur fengið upplýsingar um sum þeirra hjá Búnaðarfélaginu, en um nokkur eru aðeins eldri tölur eða ófullkomnar áætlanir að öllu eða nokkru leyti. Þar sem svo er ástatt er talan merkt með *. Samkvæmt skýrslunum, eins og þær birtast hér nú, er túnstærðin alls á landinu 26 184 hektarar, en matjurtagarðar 455 hektarar. Hefur þá túnstærðiu við leiðrétfingar þær, sem gerðar hafa verið, hækkað um 3388 ha eða um 15 °/o frá því sem áður var talið, en kálgarðastærðin minnkað um 33 ha eða um 7 °/o. Ef talin er saman öll nýrækt samkv. jarðabótaskýrslunum í hverjum hreppi síðan mæling fór þar fram og til 1930, þá verður það alls 4537 ha eða þriðjungi hærra heldur en við- bótin, sem gerð hefur verið samkvæmt því sem áður segir, enda var búist við, að of mikið væri að bæta við allri nýrækt samkvæmt jarða- bótaskýrslunum. III. Jarðargróði. Produits des récoltes. í búnaðarskýrslunum er bæði hey, mór og hrís gefið upp í hestum. En hesfurinn af hverju þessu er misþungur og einnig er töðuhesfurinn, útheyshesturinn o. s. frv. misþungur á ýmsum stöðum. Fer það nokkuð eftir landshlutum, en þó getur munað töluverðu á nágrannahreppum og jafnvel á bæjum í sama hreppi. Á búnaðarskýrslueyðublöðunum hefur því síðustu árin þess verið óskað, að tilgreind væri venjuleg þyngd í hreppnum á hestinum af hverri tegund. Þetta hefur verið gert allvíða, en mikið vantar samt á, að það hafi verið gert allsstaðar. Samkvæmt þessum upplýsingum hefur nú í fyrsta sinn hestum af öllum tegundum allsstaðar verið breytt í 100 kg hesta, en þar sem upplýsingar hefur vantað um hestþyngdina hefur verið farið eftir upplýsingunum fyrir ná- grannahreppa eða þá sem næstir voru með slíkar upplýsingar. Eftirfar- andi yfirlit sýnir hestatöluna eins og hún er í skýrslunum og eins og hún verður breytt í 100 kg hesta, en þar af sést aftur meðalhestþyngdin í skýrslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.