Hagskýrslur um landbúnað

Útgáva

Hagskýrslur um landbúnað - 01.02.1933, Síða 13

Hagskýrslur um landbúnað - 01.02.1933, Síða 13
BúnaÖarskýrslur 1931 11 verið kunnugt eða til þeirra hefur náðst. Vfirlitsskýrslurnar fyrir allt landið og sýslurnar (tafla VI.—VII., bls. 19—27) eru gerðar jafnnákvæmar sundurliðaðar eins og skýrslur trúnaðarmanna Búnaðarfélagsíns, en skýrsl- urnar um jarðabætur í hverjum hreppi (tafla VIII., bls. 28 — 41) hafa verið dregnar nokkuð saman, svo að þær eru ekki eins mikið sund- urliðaðar. Jarðabæturnar voru fyrst ekki mældar fyr en árið eftir að þær voru unnar, og þess vegna gátu jarðabótaskýrslurnar ekki fylgst með búnaðarskýrslunum fyrir sama árið, heldur urðu samferða árinu á eftir, en á þessu hefur verið gerð sú breyting, að þær eiga að mælast sama árið sem þær eru unnar. Fyrst er breytingin komst á, voru því tveggja ára jarðabætur mældar í einu. Var það sumstaðar gert 1929 (fyrir 1928 og 1929), en víðast hvar 1930 (fyrir 1929 og 1930), og teljast því jarða- bótaskýrslur þær, sem fylgja búnaðarskýrslunum 1930, fyrir árin 1929 og 1930. Tölurnar eru þó heldur of lágar sem tveggja ára tölur, en 1928 aftur á móti heldur of háar sem eins árs tölur. Skýrslurnar fyrir 1931 eru í nokkuð breyttu formi frá því sem áður var. Aðalbreytingin er sú, að þær jarðabætur, sem heyra undir II. kafla jarðræktarlaganna, og styrks njóta úr landssjóði samkvæmt hon- um, eru teknar sérstaklega fyrst, en aðrar jarðabætur þar á eftir. Þá eru líka sumar jarðabætur sundurliðaðar nokkuð nánar eða öðruvísi heldur en áður. Síðustu árin hefur tala búnaðarfélaga, tala jarðabótamanna og tala dagsverka unnin af þeim við jarðbætur verið sem hér segir: Dagsverk Félög laröabótamenn alls á mann 1925 ................. 176 1926 ................. 196 1927 ................. 204 1928 . . . .:......... 214 1929—30 ............... 214 1931 ................ 216 2 797 354 000 127 3 365 426 000 126 3 939 503 000 128 5 238 698 000 133 4 985 746 000 149 (75) 4 960 760 000 153 Frá því jarðræktarlögin komu til framkvæmda var mikil aukning á tölu jarðabótamanna fram til 1928. Dagsverkatalan hefur líka farið vax- andi, en aðgætandi er, að talan fyrir 1929—30 gildir fyrir 2 ár og að nokkru leyti talan 1928 líka. Meðaldagsverkatala á hvern jarðabótamann var hérumbil óbreytt árin 1925—27 (126—128), 1928—30 var hún ekki nema 95 að meðaltali, en 1931 aftur á móti langhæst, 153. Safnþrær og áburðarhús, sem gerð voru 1931, voru alls 10 720 teningsmetrar að rúmmáli. Er það heldur meira en meðaltal þriggja næstu áranna á undan, en minna heldur en árin þar á undan.

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.