Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1938, Blaðsíða 8
6
Búnaðarskýrslur 1937
Hve mikið fénu hefur fjölgað eða fækkað í einstökum sýslum sést
á 1. yfirliti (bls. 7). í 11 sýslum hefur fénu fjölgað (inest u.m 7%), en
i 7 sýslum hefur því fækkað, mest um 15% í Borgarfjarðarsýslu og 14%
í Mýrasýslu, en í þeim sýslum báðum geisaði þá mæðiveikin.
Geitfé var í fardögum 1937 talið 1807. Árið á undan var það talið
2028, svo að því hefur samkvæmt því fækkað á árinu um 221 eða um 11%.
í fardögum 1937 töldust nautgripir á öllu landinu 37 880, en
árið áður 36 995. Hefur þeim fjölgað um 891 eða um 2.4%.
Af nautgripum voru:
1936 1937 Fjölgun
I\ýr og Uelfdar kvígur 26 562 27 451 3 °/o
Griðungar og geldnevti 1 065 1 178 11 —
Veturgamall nautpeningur . . 3 869 3 754 -4- 3-
Kálfar 5 499 5 503 0 —
Nautpeningur alls 36 995 37 886 2 °/o
Nautgripatalan skiftist þannig niður á landshlutana:
1936 1937 Fjölgun
Suðvesturland .................. 10 006 10 208 2 °/o
Vestfirðir...................... 2 948 3 085 5 —
Norðuriand...................... 10 216 10 336 1 —
Austurland ...................... 3 777 4 027 7 —
Suðurland....................... 10 048 10 230 2 —
Nautgripum hefur fjölgað í öllum landshlutum. Aðeins í 5 sýslum
hefur orðið lítilsháttar fækkun, en fjölgun tiltölulega mest í Múlasýsl-
um (9%).
H r o s s voru í fardögum 1937 talin 47 272, en vorið áður 46 045,
svo að þeirn hefur fjölgað á árinu um 1 227 eða um 2.7%. Er hrossatalan
þá aftur orðin nærri því eins há og hún var 1931.
Eftir aldri sldftust hrossin þannig:
Fullorðin liross . Tryppi Folöld 1936 33 455 9 154 3 436 1937 33 69S 10 142 3 437 Fjölgun l°/o 11 — 0 —
Hross alls 46 045 47 272 3 °/o
Á landshlutana skiftast hrossin þannig:
1936 1937 Fjölgun
Suðvesturland .................. 10 106 10 369 3 °/o
Vestfirðir....................... 2 630 2 720 3 —
Norðurland...................... 15 870 16 499 4 —
Austurland.................. 3 367 3 400 1 —
Suðurland....................... 14 072 14 284 2 —