Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1938, Qupperneq 13
Búnaðarskýrslur 1937
11
samkv. lögum nr. 34, frá 1. febr. 1936. 1937 varð jarðeplauppskeran aftur
á móti, vegna óhagstæðs tíðarfars, næstuin fjórðungi (eða 23%) minni
heldur en 1936, en ]ió nærri fjórðungi (23%) meiri en meðaluppskera ö
áranna 1932—36.
Uppskera af rófum og næpum var .miklu minni 1937 heldur en und-
anfarið, næstum 40% minni heldur en 1936 og næstum 25% ininni heldur
en meðaltal áranna 1932—36.
Mótekja og hrísrif hefur undanfarin ár verið svo sem hér
segir samkvæmt húnaðarskýrslunum (talið í 100 kg hestum).
Mótekja Hrisrif
1901 — 05 meðaltal ........ 209 166 hestar 7 875 hestar
1906—10 — 204 362 — 6 905 —
1911—15 — 225 983 — 10 728
1916—20 370 240 — 19 189 —
1921—25 303 481 — 18 413
1926—30 225 723 — 17 198 —
1931— 35 163 735 —* 14 275 —
1932— 36 158 305 — 13 696 —
1936 ...................... 150 375 — 12 934 —
1937 ...................... 143 262 — 13 037 —
Mótekja var árið 1937 minni en næsta ár á undan (5% minni) og
10% fyrir neðan meðaltal næstu undanfarandi ára (1932—36). Hrísrif var
svipað eins og næsta ár á undan (1% meira), en 5% minna en meðaltal
áranna 1932—36.
IV. Jarðabætur.
.4mélioralions fonciéres.
Trúnaðarinenn Búnaðarfélagsins inæla allar jarðabætur á land-
inu, og eru VI.—VIII. tafla hér í skýrslunum (hls. 35—55) teknar eftir
skýrslum þeirra um þær mælingar. í skýrslnm mælingamanna eru yfir-
leitt taldar allar jarðabætur, að svo miklu leyti sem um þær hefur
verið kunnugt eða til þeirra hefur náðst. En liklega má búast við, að
skýrslur um þær jarðabætur, sem ekki njóta styrks samkv. II. kafla
jarðræktarlaganna, séu ónákvæmari heldur en um styrkhæfu jarðabæt-
urnar. Yfirlitsskýrslurnar fyrir alt landið og sýslurnar (tafla VI—VII,
bls. 35—41) eru gerðar jafnnákvæmar og sundurliðaðar eins og skýrsl-
ur trúnaðarmanna Búnaðarfélagsins, en skýrslurnar um jarðabætur i
hverjum hreppi (tafla VIII, bls. 42—55) hafa verið dregnar nokkuð
saman, svo að þær eru ekki eins mikið sundurliðaðar.
Síðustu árin hefur tala búnaðarfélaga, tala jarðalióta-
m a n n a og tala d a g s v e r k a, sem unnin eru af þeim við jarðabætur,
verið sem hér segir: