Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.01.1930, Blaðsíða 20
18
Piskiskýrslur 1928
Tölur þessar benda til þess, að árið 1928 hafi laxveiði verið í
meðallagi, og silungsveiði einnig. Reyndar er hæpið að bera saman veiðina
eftir tölunni einni, því að stærðin og þyngdin geta verið mjög mismunandi.
D. Selveiði.
La chasse aux phoques.
Selveiði hefur verið talin undanfarin ár svo sem hér segir:
Selir, tals Kópar, tals
1897 — 1900 meðatal 627 5412
1901 — 1905 — 748 5 980
1906-1910 — 556 6 059
1911 — 1915 — 721 5 824
1916—1920 — 546 5 030
1921-1925 — 554 4 543
1926 412 4 989
1927 532 5 095
1928 538 5 128
Af fullorðnum selum hefur veiðin árið 1928 verið svipuð eins og
árið á undan og tæpl. í meðallagi, en af kópum hefur veiðin verið meiri
en næstu árin á undan.
E. Dúntekja og fuglatekja.
L’oisellerie.
Samkvæmt hlunnindaskýrslunum hefur dúntekjan árið 1928 verið
4 285 kg og er það meira en f meðallagi samanborið við næstu ár á undan.
A eftirfarandi yfirliti sést, hve mikil dúntekjan hefur verið síðan
fyrir aldamót samkvæmt skýrslum hreppstjóranna, en til samanburðar er
sett þyngd útflutts dúns samkvæmt verzlunarskýrslunum ásamt verðinu,
sem fyrir hann hefur fengist.
Framtalinn Útfluttur dúnn Meöal-
dúnn þyngd verö verö
1897 — 1900 meðaltal. . . 3 345 kg 3 585 kg 75 077 kr. kr. 20.94
1901 — 1905 — 3 299 — 3 032 — 63 618 — — 20.98
1906—1910 — 3 472 — 3 500 — 74 821 — — 21.38
1911-1915 — 4 055 — 3 800 — 113 597 — — 29.89
1916—1920 — 3 679 — 1 464 — 50 590 — — 34.56
1921 — 1925 — 3 715 — 3 059 — 148 071 — — 48.41
1926 3 963 — 3 104 — 133 019 — — 42.85
1927 4 138 — 3 765 — 163 090 — — 43.32
1928 4 285 — 2 895 — 119631 — — 41.32