Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Blaðsíða 9
mánudagur 18. ágúst 2008 9Fréttir FRIÐUN TÓFUNNAR- RASKAR JAFNVÆGI „Jafnvægið sem var hérna var eyði- lagt með því að kippa manninum út, nú er svo komið að þarna hefur nær allt lunda- og æðavarp verið eyði- lagt,“ segir Reimar Vilmundarson skipstjóri og ábúandi í Bolungarvík á Ströndum. Reimar hefur frá unga aldri sótt egg í Hornbjarg, en nú segir hann erfiðara að ná í egg sökum tóf- unnar sem sé búin að koma sér fyr- ir undir bjarginu og hún éti allt sem fyrir er. Hann segir nánast ekkert æðarvarp eftir í Hornbjargi. „Þetta er allt horfið út af ágangi tófunnar og flestallir ferðamenn og þeir sem koma hingað eru sammála um það, allir nema líffræðingarnir.“ Skýtur tófuna „Þarna var 600 fugla æðarvarp en nú eru bara nokkrar kollur eftir,“ seg- ir Reimar og bætir því við að í Reykj- arfirði sé refurinn skotinn vegna þess að friðlandið nái ekki þangað, en þar segir hann að sé mikið fuglalíf. Reim- ar segir að þar sem tófan er friðuð þar sé fátt annað að sjá nema tófuna og allt mófuglalíf sé horfið. Reimar seg- ist sjálfur skjóta alla tófu sem komi á land hans í Bolungarvík, enda sé hann með æðarvarp. Hann segir rétt landeigenda ennþá vera nógu sterk- an til þess að menn geti varið auð- lindir sínar en Hornbjarg sé ríkiseign og þess vegna megi ekkert gera þar. Sunnanmenn vita betur „Það er til spakmæli eftir fróð- an mann að vestan sem sagði að líf- ríkið hér á Ströndum ætti sér þrjá óvini. Númer eitt væru líffræðingarn- ir, númer tvö væri refurinn og núm- er þrjú væri minkurinn,“ segir Reim- ar. Hann segir fólk koma að sunnan í þrjá, fjóra daga til þess að vinna rann- sóknarstörf en svo komi heilu doðr- antarnir af skýrslum sem enginn fótur sé fyrir. Þegar Reimar er spurður um það hvort hann muni beita sér fyrir breytingum á lögum segir hann: „Það þýðir ekkert fyrir okkur ómenntaða að leggja orð í belg. Þeirra skoðunum verður ekkert breytt, þeir sitja á sínum skólabekkjum í Reykjavík og vita bet- ur en þeir sem eru hérna allt árið.“ Verður ekki breytt „Við erum ekkert á leiðinni að breyta þessu neitt á næstunni,“ segir Bjarni Pálsson hjá náttúruauðlindarsviði Umhverfisstofnunnar varðandi málið. Hann segir tófu- og refaveiðar fyrst og fremst vera stundaðar til þess að koma í veg fyrir tjón sem bændur verða fyr- ir, en það sé ekki tilfellið í þessu máli. Þegar hann er spurður hvort litið sé á eyðingu æðarvarpsins sem tjón segist hann ekki vera nógu klár á því hversu stórt æðarvarpið á svæðinu sé. Bjarni segir refinn hafa numið land á undan mönnunum og því sé ekki um að ræða ójafnvægi. Engin rannsókn var gerð á fuglalífinu á svæðinu áður en það var gert að friðlandi og þess vegna eiga líf- fræðingar erfitt með að bera ástandið nú saman við hvernig það var. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Lítið eftir af lunda Lundinn hefur farið illa út úr tófunni sem ræðst á fuglinn við hvert tækifæri. FANGAKLEFAR FULLIR Í HÓLMINUM ur vanalega verið á sama tíma, en núna var hún færð og er einni viku seinna en vanalega og þess vegna held ég að krakkarnir hafi drifið sig hingað. Ég var í nefndinni í fyrra og þetta fór mjög vel fram í fyrra.“ Liðsauki frá Reykjavík Eftir erilsamt föstudagskvöld, barst lögreglunni liðsauki á laugar- dag til þess að styrkja vaktina. Lög- reglumaður sem DV ræddi við í gær, segir ástandið í Stykkishólmi á föstu- dagskvöld, hafa verið það versta sem hann hefur nokkru sinni séð í bænum. Hann segir lögregluna hafa verið ágætlega í stakk búna til þess að takast á við ástandið, en það hafi vissulega komið lögreglunni í opna skjöldu hvernig sumir höguðu sér á bæjarhátíðinni. Vitað er um að nokkur tilvik þar sem fjölskyldufólk, pakkaði saman og yfirgaf svæðið á laugardag, eftir hávaðasama nótt. Fundað verður í vikunni um hvort nauðsynlegt sé að breyta fyrirkomulagi hátíðarinnar á næsta ári. Danskir dagar mikill fjöldi ungmenna á aldrinum 18-24 ára var saman kominn á hátíðinni. Friðun tófunnar á friðlandinu á Hornströndum hefur gert það að verkum að stærstur hluti lunda- og æðarvarps við Hornbjarg er horfinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.