Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Blaðsíða 25
 Á laugardagseftirmiðdaginn opnaði myndlistamaðurinn og alþingismaðurinn Hlynur Halls sýninguna Tillit - Rucksicht - Regard í NÝLÓ á Laugaveginum. Um var að ræða eins konar yfirlitssýningu á meðal annars myndböndum, línuteikningum og sprey-verkum. Fjölmargir mættu á sýningu Hlyns sem er hluti af afmælisdagskrá Ný- listasafnsins sem fagnar 30 ára afmæli sínu á árinu. Margir heiðruðu kappann með nærveru sinni; Eygló Harðardóttir mynd- listarmaður, Christan Schoen forstöðu- maður Kynningarmiðstöðvar íslenskr- ar myndlistar (CIA), Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnisns á Akureyri, Halldór Björn Runólfsson forstöðumaður Listasafn Íslands og Hafþór Yngvi Ragn- arsson forstjóri Listasafns Reykjavíkur. Allir aðal boss-arnir í bransanum. Einnig sáust myndlistarkonurnar Ásta Ólafsdótt- ir, Didda Hjartardóttir Leaman, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Birta Guðjóns- dóttir. Nú Björn brunamálastjóri Karls- son leit við eins og prófessor Goddur, Elín Hansdóttir og Steingrímur Eyfjörð. Boð- ið var upp á Budweiser á flöskum, kannski ekki mjög listrænn drykkur en þó eitthvað hrátt við hann. Kíkti á „performance“ hjá Sigtryggi Berg Sigmarssyni í Gallery Lost Horse við Skólastræti sem haldin var vegna sýningar- loka og virtist byggjast á tilvistarkvöl enda vitnaði Sigtryggur í Ingmar Bergmann sem sagði eitt sinn að hann gæti ekki horft á myndirnar sínar því hann yrði svo þung- lyndur og listamaðurinn hvatti því við- stadda óspart til að kaupa myndirnar sínar. Eiginlega grátbað um það. mánudagur 18. ágúst 2008 25Flugan Veðurbarðir Vestur- bæingar hressir á hVerfismarkaði Það var slegist við vindhviður og rigning- ardropa í útsýnisfluginu yfir Frostaskjóli á laugardaginn en þar var haldinn heimilislegur hverfismarkaður sem Vesturbæingar (og annað málsmetandi fólk) var búið að hlakka lengi til að njóta. Margir frægir voru búnir að boða komu sína en meðan býfluga var stödd þar í verstu vindhviðunum sá hún bara bregða fyrir nokkr- um óþekktum og veðurbörnum nágrönnum. Náði þó að næla mér í sæta silfurskó og glingur. Býflugan Laugavegsgæs Vakti mikla athygli á Laugaveginum fyrir stórvaxið tól nokkurt og uppskar mikla undrun ferðamanna. Lögreglunni var þó ekki skemmt Enda kannski ekki beinlínis þekkt fyrir góðan húmor ... Þeir vildu koma í veg fyrir að tólið sveiflaðist niður Laugaveginn. Þeir félagar Ólafur F. og Jakob F. sá fyrrnefndi lítur til himins á meðan Kobbi glottir með dökk sólgleraugu. Skoppa og Skrýtla sprelluðu á skólavörðu- stígnum og knúsuðu þennan aðdáanda. Opnun Skólavörðustígsins Eggert flotti, feldskeri, og Ólafur F. magnússon sem opn- aði formlega götuna ástsælu. Mundi eða Guðmundur Hall- grímsson, kynnti nýju vorlínuna sína á skemmtistaðnum NASA á föstu- dagskvöldið; The Fisherman´s In- vasion. Eins og við er að búast af Munda, sem fer ávallt ótroðnar slóðir, var tískusýningin mjög óhefðbundin. Býfluga skreyttist sínu framúrstefnu- legasta dressi og flögraði niður á NASA en var nokkuð brugðið í brún þegar hún sá heljarinnar slökkvi- liðsbíll og stóran dælutrukk fyrir utan. Fyrst hélt okkar stelpa að ver- ið væra að kæla æstan múginn nið- ur en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Mundi makalausi hafði kom- ið risastóru fiskabúri fyrir á staðnum - ekki að spyrja að hugMundafluginu. Mynduðust sprungur í glerið og búrið fór að leka. Til allrar lukku voru menn snöggir að bjarga málunum og þurrka gólfin svo þessi óvænti fiskfarsi hafði engin áhrif á sjóvið. Gestir voru gáfu- mannaelítan með dassi af tískufríkum, mynd- og tónlistarfólki. Fönkí blanda. Þeirra á meðal voru til dæmis hjónin fallegu Kría Birgis hjá Sölku útgáfu og Darren Foreman leikari og Helgi Örn Pétursson úr Singapore Sling. Þarna voru líka Svanur Kristbergsson, eig- andi Kaffibarsin, og Jói franski úr Li- borius. Myndlistarmennirnir Birta Guðjónsdóttir, Ásmundur og Snorri Ásmundssynir, Eling Klingenberg og Sigtryggur Sigmarsson úr hljóm- sveitinni Evil Madness. Veglegu blaði var dreift sem var með ansi skondnum myndum af fatalínunni og sérlega vel til fundinn gaurinn sem er aðalfyrir- sætan. Hefði líka verið töff að notast við Georg Lárusson forstjóra Landhelgis- gæslunnar en það er einmitt varðskip Gæslunnar sem prýðir forsíðuna. Og náttúrulega um „innrás“ að ræða. Flík- ur Munda fást nú þegar í Bandaríkj- unum, Evrópu og Asíu og fjallað hefur verið um hann meðal annars í heims- þekktu tímaritunum Elle og V-Magaz- ine. Mundi er að meika það. En ekki NASA ... ekki meðan þeir selja gin og tónik á 2.200 glasið. fegurðarsamkeppni borgarstjóra Á leiðinni heim af NASA, rétt fyrir utan Sjávarkjallarann, rak býfluga vængina mjúk- lega utan í jakkafataklæddan og ómótstæðileg- an Þórólf Árnason, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur og núverandi forstjóra SKÝRR. Karlmennskan og sjarmurinn drýpur af þessum herramanni í hverju spori og var býflugan að því komin að grátbiðja Þórólf um að gerast aftur borgarstjóri. Hann er alla vega lang fallegastur af öllum sem hafa sinnt því embætti að ein- hverju marki. Fegurð og líkamlegt atgervi er svo sem ekkert verri mælikvarði en hvað annað, og umhugsunarvert að einfalda bara borgarstjóra- málin með slíkum hætti. Fegurðarsamkeppni, takk. Ekkert múður, ekkert klúður. flugan fór víða um helgina: listrænn þingmaður opnar sýningu fiskfarsinn í hug- mundafluginu Á NASA mundi hönnuður með afa sínum Eiríki Óskarssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.