Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2008, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2008, Blaðsíða 3
mánudagur 8. september 2008 3Fréttir Útför eins ástælasta og áhrifa- mesta predikara Íslands, Sigurbjörns Einarssonar biskups, var gerð frá Hallgrímskirkju á laugardag. Kirkj- an var þétt setin og mátti þar finna helstu embættismenn þjóðarinnar, þar á meðal forseta Íslands og alla ríkisstjórnina ásamt fulltrúum frá kristnum trúfélögum hérlendis og kirkjum erlendis. Sigurbjörn andaðist þann 28. ágúst síðastliðinn, 97 ára að aldri, og var jarðsettur við hlið eiginkonu sinnar, Magneu Þorkelsdóttur, sem lést árið 2006, í Fossvogskirkjugarði. Þau eignuðust átta börn. Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknar- prestur í Hallgrímskirkju, jarðsöng, fór með ræðu og las upp hinstu skrif Sigurbjörns en hann skrifaði þau á dánarbeði. Orðin voru: „Jesús er á krossinum sínum að skapa páska handa mér og öllum. Dýrð sé þér, Drottinn minn.“ Jón fór fögrum orðum um Sigu- björn í ræðu sinni og sagði hann meðal annars einn mesta braut- ryðjanda í íslensku kirkjustarfi sem og öðru menningarstarfi. Hann var áhugamaður um listir, bókmennt- ir og menningu auk þess sem hann samdi ótal sálma. Sigurbjörn gegndi embætti bisk- ups frá árinu 1959 til ársins 1981, eða í 22 ár. Það voru afkomendur Sigurbjörns sem báru kistu hans úr kirkjunni. Það voru þeir Sigurbjörn Einarsson, Sigurbjörn Þorkelsson, Sigurbjörn Bernharðsson, Guðjón Davíð Karlsson, Garðar Árnason og Kjartan Þórðarson. asdisbjorg@dv.is Útför Sigurbjörns Einarssonar fór fram frá Hallgrímskirkju á laugardag: Sigurbjörn Einarsson jarðsunginn Afkomendur Sigurbjörns Einarssonar biskups bera kistuna úr kirkjunni sigurbjörn einarsson, sigurbjörn Þorkelsson, sigurbjörn bernharðsson, guðjón davíð Karlsson, garðar árnason og Kjartan Þórðarson báru kistu biskups úr kirkju að athöfn lokinni. Fannar Gunnlaugsson sem fangelsaður var fyrir rúmum fimm vikum í Nevadafylki í Bandaríkjunum fyrir að skila umsókn um græna kortið tveimur dögum of seint er laus og kominn til Íslands. Hann missti hvort tveggja vinnuna og heimilið meðan hann sat í bandarísku fangelsi. Honum finnst gott að vera kominn heim til Íslands og ætlar að byggja sig upp áður en hann reynir að komast til Bandaríkjanna aftur að hitta dóttur sína sem hann hefur ekki séð í hálft ár. Búinn að missa allt tekinn um leið á þeim forsendum að hann hefði sent inn umsóknina tveimur dögum of seint. „Þeir gera bara hvað sem þeir vilja og er alveg sama um hvernig fólki líður.“ Eins og stórglæpamaður Samfangar Fannars voru úr ýmsum áttum og flestir höfðu verið fangelsaðir á öðrum forsendum en hann sjálfur. Allflestir voru þarna inni fyrir alvarleg brot. „Þetta var allavega fólk, eiturlyfjaneytendur og menn sem höfðu framið stór- glæpi,“ segir Fannar sem fannst hann ekki eiga heima meðal þess- ara manna. Sjálfum leið honum eins og stórglæpamanni meðan hann dvaldi í fangelsinu. Hann er reiður út í bandarísk yfirvöld fyr- ir hvað þau geta tekið hart á mál- um sem þessum. Honum hefur lið- ið eins og einhver væri að reyna að klekkja á honum. „Mér finnst það fáránlegt að það sé hægt að koma svona fram við fólk og í raun brot á mannréttindalögum.“ Ætlar aftur út Faðir Fannars, Gunnlaugur Haf- steinsson, kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku í von um aðstoð við að koma syni sínum úr fangelsinu. „Það fór allt af stað í málinu þeg- ar þetta kom í fjölmiðlum hérna heima,“ segir Fannar. Þá hafði Gunnlaugur ítrekað haft samband við sendiráð Íslands í Washington en þar var honum sagt að slík mál ættu ekki að taka langan tíma. Flugi Fannars var hins vegar frestað þri- svar áður en mál hans komst í há- mæli hér á Íslandi. Nú er Fannar kominn til Íslands og bíður þess að fá send skjöl frá Bandaríkjunum. Þá ætlar hann að halda áfram að sækja um græna kortið því hann langar út að hitta fjölskyldu og dóttur. Saknar dóttur sinnar „Ég sá hana síðast í mars á þessu ári,“ segir Fannar en hann er farinn að sakna dóttur sinnar mjög mikið. Hún var aðeins um mánaðargömul þegar eiginkona hans fór frá hon- um með barnið. Hann hefur ekki enn heyrt í henni né fengið fréttir af dóttur sinni. „Pabbi minn er að vinna í þessu máli fyrir mig,“ seg- ir Fannar og vonast til að fá frétt- ir. Hann veit þó ekki hversu langur tími kann að líða áður en það ger- ist. Það fer eftir því hvort hann fær græna kortið eða ekki. „Það gæti tekið upp í hálft ár eða meira og ef ég fæ ekki græna kortið get ég ekki séð hana næstu 10 árin. Það er víst þannig ef það er neitun.“ Búinn að missa allt Fannar vann fyrir sér sem smið- ur í Reno í Nevada og leigði íbúð. Eftir að hann var lokaður inni í fangelsi hefur hann misst bæði vinnuna og íbúðina. Eftir langa dvöl við slæma að- stöðu í fangelsi og innilokun er hann þó bjartsýnn. Hann segist reynslunni ríkari og finnur að hann meti lífið öðruvísi og á betri veg. Honum líður vel að vera kominn heim og vill geta horft fram á við og vonar það besta. „Þetta er búið og það þýðir ekki að gráta það meir.“ enginn vildi ná í dauðan kött Íbúi við Nesveg er ósáttur við hversu langan tíma tók að ná í dauðan kött sem ekið var á í götunni. Næturvakt lögreglunnar sagðist skyldu sækja hræið en ekkert gerðist. „Það er ekki hægt að bjóða ná- grönnum upp á þetta,“ segir Jónína Eyvindsdóttir, íbúi við Nesvegi 49, en hún reyndi í tæpan sólarhring að fá einhvern til að sækja kött sem ekið hafði verið á fyrir utan heimili hennar um tíuleytið á laugardags- kvöld. „Þetta var augljóslega heim- ilisköttur með ól og eyrnamerki en því miður ekkert merkispjald. Ég vildi koma honum eitthvert sem hægt væri að bera kennsl á hann og láta eigendur vita,“ segir hún. Jónína hringdi þrisvar í lögregl- una um nóttina í þeirri von að hann yrði sóttur þar sem henni var annt um að nágrannar og börn í hverfinu þyrftu ekki að horfa upp á dauðan köttinn liggja á gangstéttinni þegar þau færu út að morgni sunnudags. „Þegar ég sjálf vaknaði klukkan 10 um morguninn lá kattargreyið enn á sínum stað.“ Þá hringdi hún í síðasta skipti og sagði dagvakt lögreglunnar að þeir sæju ekki um svona mál og bentu henni á hreinsunardeildina. Hún hringdi þangað og fékk sömu svör. Þeir lofuðu að koma en svo gerðist ekkert. Klukkan 5 í gær lá kötturinn enn á gangstéttinni. „Ég er bara að velta því fyrir mér hvað er hægt að bjóða okkur borg- arbúum upp á svona hluti lengi. Telja þeir að það sé manni boðlegt að hafa liggjandi dauð gæludýr úti á götum eins og ekkert sé sjálfsagð- ara?“ segir Jónína og er ósátt við vinnubrögð Reykjavíkurborgar. „Ég finn bara til með þeirri fjölskyldu sem er eflaust núna að leita að kis- anum sínum sem liggur stirðnaður og kaldur úti í rigningunni hérna fyrir allra augum,“ segir Jónína og finnst það ekki hugguleg sjón fyrir gangandi vegfarendur og börn að leik að kattarhræ liggi fyrir manna og dýra fótum. asdisbjorg@dv.isFangelsið í Nevada Fangaklef- inn í útlendingafangelsinu þar sem Fannar dvaldi var átta fermetra herbergi með klósetti. Kattarhræ Hvorki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu né Hreinsunardeild reykjavíkurborgar gerðu sér ferð til að ná í dauðan kött sem lá tæpan sólarhring á gangstétt í fjölskylduhverfi í reykjavík. Ósáttur íbúi Jónína undrast hversu lengi yfirvöld voru að bregðast við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.