Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Page 2
Íslenska krónan er enn og aftur í frjálsu falli í kjölfar þjóðnýtingar ríkisstjórnarinnar á Glitni. Mats- fyrirtæki hafa lækkað lánshæfismat ríkisins og bankanna vegna þjóð- nýtingarinnar og krónan sekkur dýpra og dýpra. Í gær féll krónan um 5,3 prósent. Daginn áður féll hún um tæp fjög- ur prósent. Til marks um verðrýrn- un krónunnar undanfarna mánuði má nefna að danska krónan kost- ar nú rétt tæplega tuttugu krónur en lengi vel kostaði hún rétt rúm- lega tíu krónur. Japanska jenið er að nálgast krónuna en í fyrrasumar þurfti nærri tvö jen til að kaupa eina krónu. Þá kostar evran nú tæplega 150 krónur og stutt er í að sterlings- pundið muni kosta 200 krónur ef fall krónunnar stöðvast ekki. Bjartsýnir ráðamenn Ráðamenn þjóðarinnar hafa ítrekað lýst því yfir á síðustu mán- uðum að fall krónunnar hafi stöðv- ast og þess væri að vænta að hún myndi styrkjast í framtíðinni. Jafn- framt hafa þeir ítrekað sagt að ís- lenska bankakerfið væri sterkt og ekki þyrfti að óttast kollsteypur. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði til að mynda 31. mars að botninum væri náð. „Það er ánægjulegt að nú á fyrsta viðskiptadegi eft- ir ársfund Seðlabankans skuli krónan hafa styrkst nokkuð myndarlega og hlutabréfamarkaður- inn á Íslandi sömuleið- is. Það bendir til þess að botninum í þessum efnum sé náð,“ sagði hann kokhraustur. Hálfu ári síðar hefur gengisvísitalan hækkað úr 155 stigum í 190. Geta staðist veruleg áföll Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra lét hafa eftir sér á dögun- um að hér væri engin kreppa. Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði við DV í byrjun september að hann teldi botninum náð. Hann sagði einnig: „Ég held að við séum að upp- lifa samdráttinn eins og hann verð- ur [...] Það er auðvelt að hrópa á patentlausn- ir í svona ástandi en ég held að við séum að upplifa styrka og stöð- uga efnahags- stjórn,“ sagði ráðherra við- skipta. Dæmi um fög- ur fyrirheit ráða- manna þjóðarinnar eru mýmörg. Í ræðu Geirs á viðskipta- þingi 13. febrú- ar sagði hann orðrétt: „Eiginfjárhlutföll bank- anna eru sterk og hlutfallslega betri en hjá mörgum erlendum bönkum og þeir geta því staðið af sér veruleg áföll. Bankarnir hafa staðist álagspróf sem gera ráð fyrir mikilli lækkun hluta- bréfaverðs, veikingu á gengi krón- unnar og auknum afföllum lána.“ Bankarnir geta ekki farið á hausinn Þá er vert að rifja upp orð Geirs á Alþingi í lok janúar 2007. Þar sagði hann að íslenskt efna- hagskerfi væri níð- sterkt og ástæðan væri sú að það byggi yfir mikl- um sveigj- anleika, staða ríkissjóðs væri sterk og hefði stórlega batnað á síðustu árum og Íslend- ingar byggju við gríðarlega traust og efnað lífeyrissjóðakerfi. Þrátt fyrir allt það sem gengið hef- ur á síðustu mánuði sagði Geir í við- tali við í Silfri Egils, fyrir um tveimur vikum, að hann hefði enga trú á því að íslensku bankarnir gætu farið á hausinn, til þess væru þeir of sterk- ir. Þetta eru aðeins fáein dæmi um falsvonir sem ráðamenn þjóðarinn- ar hafa gefið Ís- lending- um und- anfarið. Fundur með Björ- gólfi Björ- gólfur Thor Björgólfsson, Sigurjón Árna- son og Halldór J. Kristjánsson funduðu fyrir hönd Lands- bankans með Geir H. Haarde í Stjórn- arráðinu í fyrrakvöld. Fáeinum klukkutímum áður hafði Geir svar- að spurningum Sigmars Guðmunds- sonar í Kastljósi um hvort rétt væri að sameining Glitnis og Landsbankans væri í bígerð. „Ég veit það ekki. Ég veit að það er hugmynd sem hefur verið í gangi um nokkra hríð. Það byggðist á því að bankarnir gætu mæst á jafn- réttisgrundvelli og samið sín í milli,“ sagði Geir. Sigmar ítrekaði þá spurn- ingu sína um hvort verið væri að ræða mögulega sameiningu en Geir sagði aftur að hann vissi það ekki. Úr Kastljósi á fund Því næst var Geir spurður hvort hann myndi ekki vita af því ef við- ræður væru í gangi, í ljósi þess að ríkið væri að eignast þrjá fjórðu í bankanum. „Ég býst við að ég myndi vita það,“ var svarið. Loks var hann spurður hvort eigendur Glitnis hefðu rætt við eigendur Landsbankans í dag sagðist Geir ekki vita það. „Við erum ekki núverandi eigendur [...] Við höfum ekki átt slíka fundi,“ sagði hann en bætti því við að hann væri í ágætu sambandi við þessa menn og talaði oft við þá. Eftir viðtalið steig hann upp í bíl, ók niður í Stjórnarráð þar sem hann fundaði með forsvars- mönnum Landsbankans. Upplýsir ekki um fundarefni Eftir óvenju langan ríkisstjórnar- fund í Stjórnarráðinu í gærmorgun, þar sem fjölmiðlar höfðu beðið all- an fyrri part dagsins eftir forsætisráð- herra, kom Gréta Ingþórsdóttir, að- stoðarmaður ráðherra, fram í anddyri og spurði hvaða fjölmiðl- ar væru mættir og hvað þeir vildu. Skömmu síðar kom Geir fram en miðvikudagur 1. október 20082 Fréttir Fall ÍSlENSKU KróNUNNar á EiNU ári - frá september 2007 til september 2008 30. sept. 2008 30. mars 2008 30. sept. 2007 BandaríKjadalUr SterlinGSpUnd evra dönSK Króna Krónan oG helStU Gjaldmiðlar Gjaldmiðill 30. sept. 2007 30. mars 2008 30. sept. 2008 bandaríkjadalur 61,88 77,83 101,44 Sterlingspund 125,66 155,24 182,87 evra 87,8 122,97 145,49 dönsk króna 11,779 16,489 19,499 Heimild: Seðlabanki ÍSlandS dv GraFíK p. SvanSSon rangar spár og falskar vonir Krónan er enn á ný á hraðri niðurleið í kjölfar þjóðnýtingar ríkisstjórnarinnar á Glitni. Gengisþróun krónunnar gengur þvert á yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem hefur í marga mánuði haldið því fram að botninum sé náð. Geir h. haarde forsætisráðherra fullyrti í Kastljósi í fyrrakvöld að hann vissi ekki af fundum um sameiningu Glitnis og Landsbankans. Rétt eftir viðtalið fundaði hann með Björgólfi thor Björgólfssyni. BaldUr GUðmUndSSon blaðamaður skrifar baldur@dv.is Kannaðist ekki við fundahöld „við höfum ekki átt slíka fundi,“ sagði geir H. Haarde forsætisráðherra spurður um sam- einingarfundi landsbankans og glitnis. hvaða kreppa? ingibjörg Sólrún gísladóttir utanríkisráð- herra hafnaði því á dögunum að kalla ástandið kreppu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.