Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Blaðsíða 12
miðvikudagur 1. október 200812 Fréttir Greip byssukúlu með tönnunum Króatískur karlmaður lifði af skot- árás með undraverðum hætti þeg- ar hann greip byssukúluna sem skotið var að honum og eiginkonu hans með fölsku tönnunum sín- um. Eftir að skotið reið af straukst kúlan við kinnbein eiginkonunnar og hafnaði í fölsku tönnunum sem maðurinn skyrpti síðan út úr sér. Rannsóknarmenn segja að dreg- ið hafi úr hraða kúlunnar við að lenda á kinnbeini konunnar og því lifði maðurinn af. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi hálfundrandi en var handsamaður af lögreglunni skömmu síðar. Faldi lík barnanna í Frystinum Renee Bowman, 43 ára, hefur viður- kennt fyrir lögreglunni í smábænum Lusby í Maryland í Bandaríkjunum að líkamsleifar tveggja barna sem fundust í frystikistu á heimili henn- ar séu af tveimur ættleiddum dætr- um hennar. Lögreglan telur Bowman hafa drepið dætur sínar. Lögreglan í Maryland var kölluð að heimili Bowman til að rannsaka ásakanir um vanrækslu á hendur henni þegar þeir fundu lík barnanna í frystikistu í kjallaranum. Við yfir- heyrslur viðurkenndi konan að börn- in hefðu verið á heimili hennar í að minnsta kosti sjö mánuði og málið sem hófst sem rannsókn á vanrækslu barna snerist á augabragði upp í morðrannsókn. Krufning á enn eftir að fara fram áður en lögreglan getur sagt með vissu að líkamsleifarnar í frystinum séu af stúlkunum, sem ættu að vera 9 og 11 ára. Þriðju dóttur Bowman, sem er sjö ára og sætti líkamlegu of- beldi af hendi móður sinnar, hefur verið komið í hendur yfirvalda. Barin með háhæluðum skó Tildrög málsins eru þau að lögregl- an vitjaði Renee Bowman á afskekktu og látlausu heimili hennar í smábæn- um Lusby í Maryland-fylki Banda- ríkjanna á laugardaginn var. Var lögreglan með undir höndum leitar- heimild til að rannsaka misnotkun og vanrækslu á sjö ára stúlku sem hafði strokið að heiman og bar ummerki hrottafengins ofbeldis og vanrækslu. Hún fannst ráfandi um nágrenni heimilis síns einungis íklædd nær- bol sem var gegnsósa af blóði og saur. Bowman var handtekin í kjölfarið þar sem hún viðurkenndi að hafa meðal annars lamið stúlkuna með háhæl- uðum skó. Stúlkan strauk úr læstu herbergi sínu með því að stökkva út um glugga þess og ráfaði um þang- að til nágrannar hennar fundu hana illa leikna í hverfinu sem hún hafði leitað til. Það var nágranni Bowman, maður að nafni Philip Garrett, sem fann stúlkuna og færði hana til ann- ars nágranna þeirra, hringdi í neyð- arlínuna og pantaði handa henni pit- su þar sem hún tjáði honum að hún hefði ekki borðað í nokkra daga. Gar- rett minntist þess við lögreglu að hafa hitt Renee Bowman einu sinni og að hann hafi greint að hún væri ekki með öllum mjalla. Hrottafengnir áverkar Samkvæmt ákærunni voru áverk- ar stúlkunnar umtalsverðir og hrotta- fengnir. Hún var með opin sár og skurði víðs vegar um líkamann, á hálsi hennar voru brunasár eftir reipi eða snæri auk þess sem hún var illa marin á handleggjum og andliti. Hún sagði við lögreglu að móðir henn- ar hefði veitt henni áverkana og hún hafi gripið til þess ráðs í örvæntingu sinni að stökkva út um gluggann til að „losna undan linnulausum bar- smíðum móður sinnar“. Stúlkan er nú í umsjá barnaverndaryfirvalda í Maryland. Flutti með frosin lík Þegar í ljós kom að Bowman átti stærri og óhugnanlegri leyndarmál sem hún faldi á heimilinu gengu rannsóknarmenn á hana. Í ljós kom að líklegast hafi morðin ekki átt sér stað í Lusby. Hún viðurkenndi við yf- irheyrslur að hún hefði flutt líkams- leifarnar með sér þegar hún flutti til bæjarins frá Rockville í febrúar á þessu ári. Verður nú rannsakað hvort morðin hafi átt sér stað í Rockville. Enn er allt á huldu með hvernig dauð- daga stúlknanna bar að en réttarrann- sóknarmenn í Baltimore munu rann- saka frystikistuna og innihald hennar í framhaldinu til að ganga úr skugga um hvort um dætur Bowman sé að ræða. Enn sem komið er hefur hún ekki verið ákærð vegna morðanna, aðeins vegna ofbeldis gegn 7 ára dótt- ur sinni. Ættleiddi börnin þrjú Yfirvöld segja að Renee Bowman hafi verið fósturmóður barnanna þar til hún ættleiddi þau. Hún á kærasta sem lögreglan segir að vinni með rannsóknarmönnum í þágu málsins og sé í öllu afar samvinnufús. Lög- regluyfirvöld vildu þó ekki staðfesta hvort hann væri grunaður vegna málsins. Í ljós hefur komið að hann býr ekki á heimili Bowman þar sem voðaverkin voru framin. Hvorugt þeirra hefur áður komið inn á borð hjá barnaverndaryfirvöldum, en yf- irvöld hafa óskað eftir upplýsingum um þau mál þvert yfir Bandaríkin. Íbúar smábæjarins í sjokki Lusby er rólegur smábær í suð- urhluta Maryland-fylkis í Bandaríkj- unum. Samkvæmt upplýsingum um íbúafjölda í Bandaríkjunum frá árinu 2000 bjuggu aðeins 1.666 manns í Lus- by. Íbúar í bænum eru felmtri slegn- ir vegna fregna af hrottafenginni mis- notkun og hugsanlegra morða Renee Bowman á börnum sínum. Rannsókn málsins mun halda áfram og ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu ógnvænlega máli sem vakið hefur óhug um gervöll Bandaríkin. Sómalskir sjóræningjar sem í síðustu viku rændu úkraínsku fragt- skipi með 33 skriðdreka innanborðs eru byrjaðir að berjast innbyrðis. Til skotbardaga kom þeirra í mill- um og herma fyrstu fregnir að í það minnsta þrír þeirra hafi látið lífið í átökunum. Umrætt sjórán er það stærsta af fjölmörgum sem af er ári undan ströndum Sómalíu. Sjóræningjar tóku úkraínska skipið MV Faina fyr- ir viku og krefjast tæplega 200 millj- óna króna í lausnargjald. Bandaríski sjóherinn fylgist grannt með skip- inu, en nú virðist sem ósamkomu- lag milli glæpamannanna um hvert næsta skref í aðgerðunum eigi að vera hafi leitt til uppþots. Talið er að um 50 sjóræningjar séu um borð en á meðal þess sem úkraínska skipið flytur er á fjórða tug T-72-skriðdreka, sprengjuvörp- ur og skotfæri sem talið er að hafi átt að fara til Súdan í gegnum Ken- íu. Slík sending myndi á hinn bóg- inn brjóta gegn friðarsamkomulagi sem Súdan og Kenía skrifuðu undir árið 2005. Yfirvöld í Keníu segja að hergögnin séu fyrir keníska herinn. Sómalskir sjóræningjar hafa nýtt sér stjórnleysið í heimalandinu und- anfarin tvö ár og farið mikinn í iðju sinni. Það sem af er ári hefur yfir 30 skipum verið rænt og ráðist hefur verið á mun fleiri. Sjórán eru orðin afar arðbær ólögleg starfsemi sem veltir hundruðum milljóna króna. Gagnrýnt hefur verið að alþjóða- samfélagið virðist skella skollaeyr- um við ástandinu í Sómalíu, sem elur af sér glæpi á höfum úti. Talið er að nauðsynlegt sé að koma jafn- vægi á borgarastyrjöldina í land- inu, en lítið hafi verið gert hingað til annað en að borga uppsett lausnar- gjald. En sérfræðingar segja að slíkt fóðri aðeins hringrás þessara glæpa og ofbeldis á höfum úti. mikael@dv.is Sigurður Mikael jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is renee Bowman hefur verið handtekin í smábænum Lusby í Maryland eftir að líkamsleifar tveggja barna fundust í frystikistu á heimili hennar. Talið er að líkin séu af tveimur ætt- leiddum dætrum hennar. Líkin fundust fyrir tilviljun þegar lögreglan rannsakaði hrotta- fengið ofbeldi Bowman gagnvart þriðju ættleiddu dóttur sinni. Áverkar stúlkunnar voru umtalsverðir og hrottafengnir. Hún var með opin sár og skurði víðs vegar um líkamann, á hálsi hennar voru brunasár eftir reipi eða snæri auk þess sem hún var illa marin á handleggjum og andliti. MarYlanD PennSYlVania n eW je rS eY D el aW ar e Virginia norður-karólÍna Suður- karólÍna neW York ConneCTiCuT rólegur smábær Lusby er rólegur smábær í suðurhluta maryland-fylkis. Íbúar hans eru skelfingu lostnir vegna málsins. Sjóræningjar sem rændu úkraínsku fragtskipi snúast gegn hver öðrum: Sómalskir sjóræningjar í skotbardaga Í höndum sjóræningja Úkraínska fragtskipið mv Faina er í höndum sjóræningja hlaðið skriðdrekum og vopnum. MYnD aFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.