Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Blaðsíða 15
miðvikudagur 1. október 2008 15Umræða Frjálshyggjumenn úti um allan heim standa nú fyrir því að þjóðnýta banka og lána þeim almannafé til að forðast gjaldþrot og hrun í fjármála- kerfinu. Þegar á hólminn var kom- ið treystu þeir ekki hinni ósýnilegu hönd markaðarins. Þessir atburðir sýna að það sem frjálshyggjumenn kalla frjálst markaðshagkerfi er ekki frjálst heldur háð stuðningi ríkisins – almennings – og gæti aldrei þrifist án þess. Hagkerfi án seðlabanka, gjald- eyrisvaraforða, fjármálaeftirlits, við- unandi lagaumhverfis og svo fram- vegis er hvergi til. Ríkið styður því við fjármálalífið alveg eins og það styð- ur við aðra atvinnustarfsemi, lífeyr- isþega, velferðarkerfið og svo fram- vegis. Nú er hinn svokallaði frjálsi markaður, skilgetið afkvæmi frjáls- hyggjunnar, tekinn að ráðast að for- eldrum sínum. Þegar allt lék í lyndi rökstuddu frjálshyggjumenn lægri skatta og minni ríkisafskipti með því að ekki megi skerða frelsi einstakl- inga og fyrirtækja til að eiga í við- skiptum sín á milli svo fremi sem það skaðar ekki aðra. Sífellt kemur betur í ljós að þessi rök byggjast á sandi. Í fyrsta lagi eru ákveðin ríkisaf- skipti alltaf forsenda þess að við- skipti geti átt sér stað – ef ekki væri fyrir lagaumhverfið, seðlabankann, opinbera eftirlitsaðila og svo fram- vegis væru viðskipti sannarlega af skornum skammti. Þess vegna er ekki lengur hægt að rökstyðja skatta- lækkanir og aðra bitlinga til stórfyr- irtækja og hátekjufólks með frösum á borð við að ríkið eigi ekki að skipta sér af frjálsum markaði. Sérstaða frjálshyggjumanna er að þeir vilja að ríkisafskiptin komi alltaf fyrirtækjum og eigendum þeirra til góða, en ekki okkur hinum. Í öðru lagi hefur kenningin um að frjáls viðskipti geti ekki valdið öðrum skaða endanlega verið afsönnuð á síð- astliðnum mánuðum. Venjulegt fólk, bændur og skrifstofufólk sem aldrei keypti hlutabréf í bönkunum, vaknar nú allt í einu upp við það að lífskjör þess skerðast stórlega vegna þess að forstjórar erlendra fjárfestingarbanka eins og Lehman Brothers tóku vond- ar ákvarðanir. Afkomu fjölda fólks sem gerði ekkert af sér er nú skyndi- lega stefnt í hættu vegna ákvarðana allt annars fólks í allt öðrum löndum. Frjálshyggjumenn geta því ekki leng- ur haldið því fram að viðskipti á frjáls- um markaði komi öðru fólki ekki við og valdi því ekki skaða. Að lokum ættu ýmsir þeir sem talað hafa hvað mest fyrir „mark- aðslausnum“ á undanförnum árum að hugsa sinn gang í ljósi atburða undanfarinna mánaða. Hvað ef frjálshyggjumenn hefðu fengið sínu fram og fjárfestingar- félög væru nú komin að verulegu leyti inn í heilbrigðisstofnanir, far- in að reka skóla eða sjá heimilum fyrir heitu vatni og rafmagni? Það skiptir kannski almenning ekki svo miklu máli hvort tískuvörubúðir verði gjaldþrota og loki sjoppunni – en hvað ef hið sama gerðist í heil- brigðiskerfinu, skólakerfinu eða orkufyrirtækjum? Hver er maðurinn? „Jón magnús- son.“ Hvað drífur þig áfram? „Pólítískur áhugi hefur drifið mig áfram frá því ég var unglingur. og er óhætt að segja að ekki hafi dregið úr þeim áhuga með árunum.“ Af hverju ertu stoltastur? „börnunum mínum.“ Hvar líður þér best? „Heima.“ Hafði þig lengi dreymt um þetta starf/embætti? „mig dreymdi sérstaklega mikið um það sem ungur maður, en ekki mjög ákveðið í seinni tíð. Þetta kom í raun mjög á óvart.“ Má eiga von á einhvers konar áherslubreytingum innan þingflokksins í kjölfar þess að þú ert tekinn við formennsk- unni? „Ég reikna með því.“ Heldurðu að innanbúðarátök innan Frjálslynda flokksins séu nú liðin tíð? „Ég get engu lofað um það. Það koma vissulega ýmsir að því en ég mun gera mitt til að svo verði.“ Heldurðu að Kristinn H. Gunnarsson sé að fara að skipta um stjórnmálaflokk enn eina ferðina? „Ég get ekki svarað því.“ Hvort styður þú Obama eða McCain? „Ég bloggaði um það áður en kosningarnar hófust að mínir draumaframbjóðendur yrðu þeir obama og mcCain. Ég er þó bjartsýnni á að obama eigi möguleika á að öðlast virðingu bandaríkjamanna en það er nokkuð sem bush hefur gjörsamlega glatað á sínum forsetaferli.“ Hvernig nennirðu að standa í pólitík? Er ekki miklu skemmti- legra að vera lögmaður? „Það hefur allt sína kosti. Ég er búinn að vera lögmaður í áratugi og kann það eflaust miklu betur. Ég sakna þess helst að hafa ekki meiri ráð yfir tíma mínum en þannig er það nú bara að þegar þú gefur kost á þér og ert kosinn hefurðu ákveðnum skyldum að gegna. mér finnst að menn sem eru kosnir til að gegna opinberum embættum ættu að taka því með auðmýkt og rækja sitt starf af heilum hug.“ Lífið er? „Yndislegt og það er um að gera að hafa gaman að því jafnvel þótt það séu ekkert sérstaklega bjartir tímar fram undan. gerum eins gott úr lífinu og mögulegt er.“ Þegar markaðurinn drap frjálshyggjuna GEFur FuGLunuM Sigurður elías Þorsteinsson, gjarnan nefndur Siggi dúfa vega brennandi áhuga á dúfum, gaf sér tíma til að gefa fuglunum við tjörnina um helgina. dúfurnar gerðu sér lítið fyrir og tylltu sér á Sigurð milli þess sem þær gæddu sér á brauðinu. Mynd: GunnAr GunnArssOn Er Davíð að hEfna sín? „Já, ég myndi segja það.“ HiLMAr KristóFEr HjArtArsOn, 19 ára afgreiðSlumaður „Nei, það held ég ekki.“ ÁsGEir óLAFssOn, 30 ára NámSmaður „alveg klárlega.“ LEiFur GuðLAuGssOn, 20 ára afgreiðSlumaður „Já, klárlega.“ dAGur óLAFssOn, 21 árS aðStoðarmaður Dómstóll götunnar jón MAGnússOn er nýkjörinn formaður þingflokks frjálslynda flokksins. Kom á óvart „Nú veit ég ekki, það er erfitt að segja.“ HELGi HéðinssOn, 20 ára HáSkólaNemi kjallari mynDin maður Dagsins Ég sendi höfundarmynd á umbrot og pix - gat ekki vistað það niður sjálfur 08092901_sedlab_52_2.jpg Finnur dELLsén heimspekingur skrifar. „Nú er hinn svokallaði frjálsi markaður, skilgetið afkvæmi frjálshyggjunnar, tek- inn að ráðast að foreldrum sínum.“ Finnur dELLsén heimspekingur skrifar. „Nú er hinn svokall- aði frjálsi markaður, skilgetið afkvæmi frjálshyggjunnar, tekinn að ráðast að foreldrum sínum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.