Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Side 8
InnlendarfréttIr ritstjorn@dv.is miðvikudagur 1. október 20088 fréttir Tekinn með fjög- ur kíló af kókaíni Tuttugu og fjögurra ára Ís- lendingur er í haldi lögreglunnar í Barcelona á Spáni eftir tilraun til að smygla eiturlyfjum inn í landið. Alþjóðadeild ríkislög- reglustjóra staðfesti þetta við DV. Samkvæmt upplýsingum DV var maðurinn með fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum en efnin faldi hann í fölskum botni ferða- tösku. Tollverðir á flugvellinum í Barcelona veittu botninum eft- irtekt og fundu efnin við nánari leit. Lögreglan á Spáni vill ekkert tjá sig um málið en staðfesti þó að Íslendingur væri í haldi. Ólafur kemur í stað Jóhanns Ólafur K. Ólafsson, lög- reglustjóri og sýslumaður Snæfellinga, hefur verið sett- ur lögreglustjóri á Suðurnesj- um frá 1. október til ára- móta. Jafnframt hefur Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, verið settur aðstoðarlögreglustjóri embættisins og Halldóri Halldórssyni, fjármálastjóra lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, verið falið að taka að sér fjármálastjórn þess til sama tíma. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum verður aug- lýst til umsóknar og veitt frá og með næstu áramótum. Sigurður fær ekki að verja Jón Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur þess efnis að Sigurður G. Guðjónsson fái ekki að vera verj- andi Jóns Ólafssonar. Jón hefur sem kunnugt verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik en honum er gefið að sök að hafa stungið um 360 milljónum króna undan skatti. Ástæða þess að Sigurður fékk að ekki verja Jón er sú að taldar voru líkur á því að Sigurður yrði kallaður fyrir sem vitni. Sigurður er fyrrverandi stjórn- armaður Norður- ljósa samskiptafélags hf., Skífunnar hf. og Íslenska útvarpsfé- lagsins hf. en fé- lögin voru í eigu Jóns Ólafssonar. HélT að allT væri dauTT „Miðað við hvernig ástandið er í dag á fjármálamörkuðum er ég ekkert gríðarlega spenntur að fara í fjárfestingar í búfénaði,“ segir Ágúst Rúnarsson, bóndi á Vestra- Fíflholti í Landeyjum. Hann missti hundrað og fjörutíu naut- gripi í eldsvoða í fyrrinótt. Tjón- ið er gríðarlegt fyrir bóndann, bæði vegna fallinna nautgripa og skemmda á fjósinu. Tilkynnt var um eldinn klukk- an 7.10 í gærmorgun. Vegfarandi sem sá reyk frá útihúsinu frá veg- inum hringdi í Neyðarlínuna. Slökkviliðið var komið á vettvang um tíu mínútum síðar og gekk slökkvistarf ágætlega. Tjónið er gríðarlega mikið „Ég var sofandi og vaknaði um sjöleytið og sá reyk frá útihúsinu, ég hringdi í Neyðarlínuna sem var þegar búin að ræsa út bílana eft- ir að vegfarandi hafði séð reyk. Ég hljóp að húsinu sem var alelda. Ég gat ekki ímyndað mér annað en allt væri dautt því eldurinn var úti um allt,“ segir Ágúst. Fljótlega eftir að hann varð eldsins var sá hann þó að einhver dýr voru lifandi og hófust þá björgunaraðgerðir. „Það voru um sextíu nautgrip- ir sem sluppu lifandi úr þessum bruna, það þurfti síðan að aflífa einhverja þrjá kálfa sem voru með reykeitrun,“ segir Ágúst. „Þetta tjón hleypur á tugum milljóna, en ég er ekkert farinn að spá í það neitt núna. Næsta skref hjá mér er að hreinsa þetta til, þegar leyfi fæst fyrir því.“ Aðspurður hvort hann hafi ver- ið tryggður fyrir brunanum seg- ir Ágúst að hann hafi verið með brunaskyldutryggingu fyrir hús- ið og með landbúnaðartryggingu fyrir dýrin en eigi eftir að skoða það betur. Þrjá tíma að slökkva eldinn 500 fermetra fjós brann og er algjörlega ónýtt en 900 fer- metra fjárhús við hliðina á fjós- inu skemmdist lítillega í fyrrinótt. Gunnar Eyjólfsson, varðstjóri Brunavarna Rangárvallasýslu, segir að slökkvistarfið hafi geng- ið vonum framar. „Eldurinn var búinn að læsa sig í þakplötur og milliveggi þegar við komum á staðinn, hluti af liðinu réðst á eld- inn en hinn fór í að bjarga naut- gripum.“ Fimmtán slökkviliðsmenn börðust við eldinn og tók slökkvi- starfið tæpa þrjá tíma að sögn Gunnars. Lögreglumaður sem var á staðnum þegar blaðmann bar að sagði að gripirnir sem brunnu inni væru ekki vanir því að vera úti og fái hræðslukast þannig að þeir Boði logason blaðamaður skrifar bodi@dv.is „Það tók gríðarlega vinnu að koma upp þessum bústofni, það kostaði gríðarlega vinnu og mikla pen- inga.“ verði stjarfir. Hann benti einnig á að svona dýr kafni yfirleitt við svona mikinn reyk þannig að þau hafi ekki kvalist mikið í hitanum sem myndaðist í fjósinu. langt ferli sem brann Ágúst segir að gripirnir sem brunnu inni væru uppistaðan í bústofninum. „Það tók gríðar- lega vinnu að koma upp þess- um bústofni, það kostaði gríðar- lega vinnu og mikla peninga og núna var þetta fyrst farið að rúlla nautgripirnir þjáðust ekki Þegar mikill reykur er í litlu rými kafna nautgripirnir fljótlega. Þrír kálfar fengu reykeitrun dýralæknir aflífaði þrjá kálfa sem lifðu brunann af. Ágúst Rúnarsson, bóndi á Vestra-Fíflholti í landeyjum Ágúst hringdi í neyðarlínuna um klukkan sjö en þá hafði vegfarandi þegar hringt á lögregluna. MYnDiR gUnnaR gUnnaRsson Tvíhliða munstur Eykur grip- öryggi og stuðlar að betri aksturs- eiginleikum við hemlun og í beygjum Bylgjótt mynstur Til að tryggja betra veggrip Þrívíðir gripkubbar Zik-Zak lóðrétt lögun kubbanna tryggir minni hreyfingu á þeim og aukna rásfestu Tennt brún Eykur gripöryggi Stærri snertiflötur - aukið öryggi 30 daga eða 800 km skilaréttur Svo sannfærðir erum við um kosti TOYO harðskeljadekkjanna að við bjóðum 800 km eða 30 daga skilarétt ef þið eruð ekki fullkomlega sátt. Andvirðið gengur þá að fullu til kaupa á öðrum hefðbundnum vetrar- eða nagladekkjum hjá okkur, við umfelgum fyrir þig hratt og örugglega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.