Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Page 17
Meistaradeildin E riðill Álaborg - Man. United 0–3 0-1 Wayne Rooney (22.), 0-2 Dimitar Berbatov (55.), 0-3 Dimitar Berbatov (79.). Villareal - Celtic 1–0 0-1 Marcos Senna (67.). Staðan Lið L U J t M St 1. Man. Utd 2 1 1 0 3:0 4 2. Villareal 2 1 1 0 1:0 4 3. Celtic 2 0 1 1 0:1 1 4. Álaborg 2 0 1 1 0:3 1 F riðill Bayern Munchen - Lyon 1–1 0-1 Martin Demichelis (25, sjálfsmark.), 1-1 Ze Roberto (52.). Fiorentina - Steaua Búkarest 0–0 Staðan Lið L U J t M St 1. Bayern M. 2 1 1 0 2:1 4 2. Lyon 2 0 2 0 3:3 2 3. Fiorentina 2 0 2 0 2:2 2 4. Steaua B. 2 0 1 1 0:1 1 G riðill Arsenal - Porto 4–0 1-0 Robin Van Persie (31.), 2-0 Emmanuel Adebayor (40.), 3-0 Robin Van Persie (48.), 4-0 Emmanuel Adebayor (71, víti.). Fenerbache - Dynamo Kiev 0–0 Staðan Lið L U J t M St 1. Arsenal 2 1 1 0 5:1 4 2. Porto 2 1 0 1 3:5 3 3. Dyn. Kiev 2 0 2 0 1:1 2 4. Fenerbache 2 0 1 1 1:3 1 H riðill Zenit St. Pétursborg - Real Madrid 1–2 0-1 Tomas Hubocan (4, sjálfsmark.), 1-1 Danny (25.), 1-2 Ruud Van Nistelrooy (31.). BATE Borisov - Juventus 2–2 1-0 Sergey Krivets (17.), 2-0 Igor Stasevich (23.), 2-1 Vincenzo Iaquinta (29.), 2-2 Vincenzo Iaquinta (45.). Staðan Lið L U J t M St 1. Real M. 2 2 0 0 4:1 6 2. Juventus 2 1 1 0 3:2 4 3. BATE 2 0 1 1 2:4 1 4. Zenit 2 0 0 2 1:3 0 ÚRSLIT „Við erum nokkur hér fyrir norð- an sem höfum mikinn áhuga á afl- raunum og kraftlyftingum en okk- ur vantaði aðstöðu. Því var ákveðið að stofna félag utan um þetta til að vinna að uppgangi íþróttanna hér á Akureyri,“ segir Sigfús Fossdal, for- maður AFA, sem heimamenn kalla Skyrhöfðingjann. allir velkomnir Um árabil hafa Akureyringar átt afreksmenn í kraftaíþróttum og mun hið nýja félag gera sitt til að viðhalda því með því að bjóða fólki að æfa markvisst fyrir aflraunagrein- ar ásamt því að bjóða upp á aðstöðu til hefðbundinna kraftlyftinga. Að stofnun hins nýja félags komu, auk Sigfúsar, unnusta hans Ingibjörg Óladóttir sem er einnig afreksmað- ur í kraftlyftingum, Jón Þór Ásgríms- son, Eyjólfur Unnarsson og Sólveig Ásgeirsdóttir. Í samtölum við félags- menn voru allir áhugamenn um afl- raunir og kraftlyftingar hvattir til að ganga til liðs við AFA. Allir eru vel- komnir. Liðakeppni í pípunum Hið nýstofnaða félag ætlar að út- búa keppnisgræjur sem nýtast til æf- inga í aflraunagreinum og halda mót í heimabyggð. Á næsta ári er ráðgert að keppa um titlana aflraunameist- ari Akureyrar og aflraunameistari Íslands. Sigfús segir félagið einnig munu innleiða nýjungar í sportið. „Við ætlum að hafa þetta skemmti- legt og reyna nýja hluti í mótshaldi. Ein hugmyndin er sú að efna til liða- keppni í kraftlyftingum sem yrði skemmtileg tilbreytni og myndi án efa vekja mikla stemningu.“ Félagar óbundnir Þegar rætt er um kraftlyftingar fylgir oftar en ekki umræða um lyfja- notkun og samtök í sportinu sem hafa mismunandi afstöðu í þeim málum. Árið 1985 sögðu kraftlyft- ingamenn skilið við ÍSÍ en um þess- ar mundir eru samtök þeirra, Kraft, að vinna markvisst að því að ganga inn aftur, að sögn Líneyjar Rutar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ. Tvenn önnur samtök hafa verið stofnuð hin seinni ár sem hafa það ekki á stefnuskránni að fylgja eft- ir lyfjareglum ÍSÍ. Sigfús er spurð- ur hvar AFA mun staðsetja sig. „Við ætlum að vera hlutlausir hvað sam- böndin varðar. Það eru þrjú sam- bönd í gangi og við ætlum að leyfa okkar keppnismönnum að velja sjálfir. Þeir geta keppt þar sem þeir vilja en keppa þó undir formerkjum AFA á Akureyri. Við munum samt sem áður fylgja eftir þeirri almennu reglu að þeir sem falla á lyfjaprófi munu ekki hafa keppnisrétt hjá okk- ur í tvö ár.“ Gleðin í aFa Sigfús hefur eitt og annað að segja um mismunandi skoðanir sem þrí- fast meðal kraftlyftingafólks á Íslandi en það sé ekki það sem stofnendur Aflraunafélags Akureyrar séu að velta fyrir sér þessa dagana. Það er mikill hugur í félagsmönnum sem ætla sér stóra hluti í uppbyggingu aflrauna- íþrótta næstu misserin. „Við erum að stofna þetta félag til þess fyrst og fremst að hafa gaman af þessu. Við ætlum að koma upp aðstöðu þar sem allir geta æft saman í bróðerni, hvort sem þeir eru að æfa aflraunir eða lyft- ingar og burtséð frá því hvaða kraft- lyftingasambandi þeir vilja tilheyra.“ MiðViKUDAgUR 1. oKTóBER 2008 17Sport Sport Jóhann Skoðar haMborG Blikinn Jóhann Berg guð-mundsson sem sló rækilega í gegn í Landsbankadeildinni í ár heldur nú til Hamborgar að skoða aðstæður hjá þýska úrvals-deildarliðinu Hamburger SV. Breiðablik hefur nú þegar samþykkt kauptilboð Þjóðverjanna í strákinn unga sem lék sinn fyrsta A-landsleik í ár. Líki honum aðstæður á hann einungis eftir að semja um kaup og kjör svo af félagaskiptunum geti orðið. Hamburger SV er efst í þýsku úrvalsdeildinni sem stendur. Nýtt aflrauna- og kraftlyftingafélag var stofnað á Akureyri á sunnudaginn. Félagið, sem ber nafnið Aflraunafélag Akureyrar, AFA, mun ekki taka afstöðu með eða á móti öðrum kraftlyftingasamböndum á Íslandi og verður félögum frjálst að velja hvar þeir keppa. Ís- landsmeistarinn Sigfús Fossdal, formaður AFA, segir tilganginn með félaginu fyrst og fremst að hafa gaman af sportinu. Markastífla Dimitars Berbatov eftir komu hans til Manchester Unit- ed brast í gær þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Manchester United gegn dönsku meisturunum í AAB Álaborg í gær. Wayne Rooney skoraði eitt til að koma United á bragðið og skaust United á toppinn í E-riðli með 3-0 sigri. Á Emirates-vellinum bauð Ars- enal upp á allt sitt besta þegar það rúllaði yfir Porto, 4-0. Berbatov átti að skora sitt fyrsta mark strax í byrjun leiksins en tókst ekki að hitta markið úr upplögðu færi. United eins og búist var við réð gangi leiksins og komst yfir á 22. mínútu. Ryan Giggs, sem leysti Paul Scholes af sem fór meiddur af velli, lagði þá upp færi fyrir Wayne Roon- ey sem skoraði auðveldlega. Berbat- ov fékk svo sitt fyrsta mark á silfurfati þegar varnarmaður Álaborgar of- mat hæfileika sína svo um munaði. Sending hans aftur á markvörð fór beint upp í loftið og þakkaði Berbat- ov pent fyrir það og hamraði boltann í tómt netið. Í Lundúnum var Arsenal í ham, ákveðið að kvitta fyrir hörmungar- tapið gegn Hull í ensku úrvalsdeild- inni um síðustu helgi. Þó Porto hafi fengið sín færi vann Arsenal sann- gjarnan sigur, 4-0, þar sem Robin Van Persie og Emmanuel Adebayor skoruðu sitt markið hvor. Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Dynamo Kiev í fyrstu umferðinni á meðan United gerði markalaust jafntefli við Villarr- eal á heimavelli. Bæði liðin eru komin á toppinn í sínum riðlum. Arsenal stigi á undan Porto en United er ofar Villarreal á markatölu. Spánverjarnir unnu góð- an sigur á Celtic, 1-0, þar sem Marc- os Senna skoraði sigurmarkið. tomas@dv.is Ensku liðin unnu sína leiki auðveldlega í meistaradeildinni í gærkvöldi: Berbatov-stíflan brast í Álaborg HeiMir og davíð Bestir Davíð Þór Viðarsson var valinn besti leikmaður umferða 15 til 22 í Landsbankadeild karla en verðlaunin voru veitt í gær. Þjálfari Íslandsmeist- ara FH, Heimir guðjónsson, var valinn besti þjálfarinn, Kristinn Jakobsson besti dómarinn og stuðningsmenn Keflavíkur fengu stuðningsmanna- verðlaunin. Úrvalslið umferða 15 til 22 var einnig tilkynnt en það skipa: gunnleifur gunnleifsson úr HK; Auðun Helgason úr Fram, Reynir Leósson úr Fram, Tommy Nielsen úr FH; Halldór Hermann Jónsson úr Fram, Paul McShane úr Fram, Davíð Þór Viðarsson úr FH, Hólmar Örn Rúnarsson úr Keflavík, Tryggvi guðmundsson úr FH; Atli Viðar Björnsson úr FH, guðmundur Steinarsson úr Keflavík. Þetta uppgjör var gert þrisvar sinnum yfir tímabilið. Í umferðum 1 til 7 var guðmundur Steinarsson valinn besti leikmaðurinn og Kristján guðmunds- son besti þjálfarinn. Í umferðum 8 til 14 var Jóhann Berg guðmundsson valinn besti leikmaðurinn og Milan Stefán Jankovic besti þjálfarinn. Heimir og Davíð unnu svo í umferðum 15 til 22. Sveinn waaGe blaðamaður skrifar: sveinn@dv.is Þar kom það Berbatov skoraði tvö gegn dönsku meisturunum í gær. Mynd Getty iMaGeS EFLA AFLRAUNIR Á AKUREYRI drumbalyfta Sigfús Fossdal, formaður AFA, keppti og sigraði í mótinu Aflrauna-meistari Íslands í sumar. Lóðin á loft ingibjörg óladóttir, stofnandi AFA, tekur þyngd yfir heimsmeti í réttstöðulyftu á Íslandsmóti iKF í vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.