Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Síða 19
miðvikudagur 1. október 2008 19Sviðsljós Skoppað í gormaSkóm Tvífari Bjarkar með áhyggjur Bill og Tom Kaulitz úr Tokyo Hotel óttast að týna kúlinu: Bill Kaulitz, söngvari þýsku hljómsveitarinnar Tokyo Hotel, segir það hafa reynst þeim erfitt að syngja og gefa viðtöl á ensku. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu á ensku árið 2007 og hafa vinsældir sveitarinnar aukist mikið í Banda- ríkjunum og Bretlandi í kjölfarið. Bill, sem þykir nauðalíkur hinni íslensku Björk Guðmundsdóttur, segir í viðtali við MTV að það hafi verið mikil viðbrigði að koma til Bandaríkjanna frá Evrópu. „Í Evrópu höfðum við alltaf túlk með okkur þegar við vorum í viðtölum,“ segir Bill en hann segir lagasmíðarnar einnig vera vanda- samar. „Við semjum lögin á þýsku en þýðum þau svo á ensku.“ Bill segir það bæði tímafrekt og að text- ar geti misst sjarma sinn í ferlinu. Tvíburabróðir Bill og hljómsveit- arfélagi, Tom Kaulitz, segist einnig óttast að þeir „týni kúlinu“ í þýðing- unum. „Enskan sem við þekkjum er bara skólaenska. Þannig að við þekkjum ekkert slangur eða töff orð.“ Sveitin ætlar þó að halda ótrauð áfram og hyggst gefa meira efni út á ensku. Sveitin vann nýlega til verð- launa á VMA-hátíð MTV sem bestu nýliðarnir. asgeir@dv.is Bill Kaulitz Þykir nauðalíkur björk guðmundsdóttur. Tvíburarnir tom óttast að tíma kúlinu í enskunni. Dave Grohl tæklaði það vel þegar aðdáandi ætlaði að veitast að honum. Forsprakka Foo Fighters og Íslandsvininum Dave Grohl var bjargað af öryggisvörðum tónlistarhátíðarinnar Austin City Limits í Texas á dögunum. Æstur og ölvaður aðdáandi hljómsveitarinnar stökk upp á sviðið og ætlaði að æða í átt að Dave en öryggisvörðum tókst að fella hann í tæka tíð. Foo Fighters voru að spila á stærsta sviðinu á lokadegi hátíðarinnar en Grohl vann vel úr þessum dramatísku aðstæðum og kallaði til áhorfenda þegar búið var að fjarlægja sviðs- boðflennuna: „Þetta er bara fullur mennta- skólalúði. Ég hef sjálfur verið í hans sporum.“ Þess má geta að á dögunum þurfti hljóm- sveitin Oasis að aflýsa nokkrum tónleikum í Norður-Ameríku og Evrópu eftir að æst- ur aðdáandi réðst upp á svið hljómsveit- arinnar í Toronto og slasaði gítarleik- arann Noel Gallagher. Bara fullur menntaskólalúði Æstur aðdáandi veittist að Dave Grohl á sviði á dögunum rokkarinn kunni þó vel að tækla æsta áhorfend- ur í kjölfarið. GESTAHÚS 21 m² 45 mm bjálki GARÐHÚS 4,7-9,7 m² 34 mm bjálki VH ehf · Sími 864-2400 VINSÆLU GESTA- OG GARÐHÚSIN ERU AÐ SELJAST UPP Því fer hver að verða síðastur að eignast hús frá okkur á gamla genginu. Næsta sending gæti hækkað um 20%. 08 -0 14 3 H en na r h át ig n Völundarhús.is hafa til sölu glæsileg ný gesta- og garðhús sem eru enn sterkbyggðari en áður. Nýju húsin eru bjálkahús frá 34 mm að þykkt og koma með tvöfaldri vatnslæsingu. Húsin eru tilvalin geymsla fyrir grillið og garðhúsgögnin. GESTAHÚS 15 m² 45 mm bjálki GESTAHÚS 25 m² 70 mm bjálki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.