Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Blaðsíða 4
þriðjudagur 21. október 20084 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Íslendingurinn Paul Einar Aðal-
steinsson, öðru nafni Ian Strachan,
sem afplánar nú fjögurra ára fang-
elsisdóm í opnu fangelsi þar sem
öryggisgæsla er í lágmarki, segist
vera fórnarlamb meinsæris fyrir
dómstólum.
Hann telur réttarhöldin gegn
sér hafa verið ósanngjörn frá upp-
hafi og sakar vitni málsins um að
ljúga upp á hann. Með því hafi
þau framið meinsæri sem vitn-
in og brotaþolinn David Linley lá-
varður ættu öll að þurfa að svara
fyrir fyrir dómstólum. Þetta kemur
fram í bréfi sem Giovanni di Stefa-
no sendi saksóknara í London og
DV hefur undir höndum. Giovanni
öðlaðist heimsfrægð fyrir nokkrum
árum þegar hann tók að sér að verja
Saddam Hussein, einræðisherra í
Írak, í réttarhöldum.
Breskir og íslenskir fjölmiðlar
hafa sýnt máli Pauls Einars mikla
athygli, en hann hefur ekki viljað
tjá sig við fjölmiðla hingað til. DV
hafði samband við Paul Einar sem
afplánar nú dóm sinn á bak við
lás og slá og lýsir hann yfir mikilli
óánægju með dóminn. Hann tel-
ur mikinn þrýsting hafa verið frá
konungsfjölskyldunni að hann yrði
sakfelldur, sama hvað það kostaði.
Þrýstingur frá
konungsfjölskyldunni
Eins og DV greindi frá
ítarlega á síðasta ári var
Paul Einar sakfelldur fyrir að reyna
að kúga fé út úr náskyldum frænda
Elísabetar Bretadrottningar. Paul
Einar var sakfelldur fyrir að krefjast
50 þúsund punda, eða tæplega 10
milljóna króna, frá hinum konung-
borna frænda, annars myndi hann
birta myndband sem átti að sýna
manninn í kynlífsathöfnum og
fíkniefnaneyslu í samkvæmi sem
þeir voru báðir í á síðasta ári.
Paul Einar sendi DV gögn frá
fangelsinu þar sem ásakanir lög-
fræðings hans gegn breskum dóm-
stólum eru útlistaðar. Þar kemur
meðal annars fram að Paul Einari
hafi verið haldið í gæsluvarðhaldi
svo mánuðum skiptir og það sé
nánast fordæmalaust að sakborn-
ingar í fjárkúgunarmálum sitji jafn-
lengi í fangelsi áður en dómur fell-
ur. Honum hafi verið haldið vegna
þrýstings frá konungsfjölskyld-
unni.
Útsendari krúnunnar
í kviðdómnum
Paul Einar er afar ósáttur við að
helstu vitni málsins séu öll nán-
ir vinir Davids Linley lávarðs. Lög-
fræðingur hans krefst þess að lá-
varðurinn og vitnin verði sjálf
ákærð fyrir meinsæri. Þá kemur
einnig fram í béfi Pauls Einars til DV
að hann hafi heimildir fyrir því að í
kviðdómnum sem sakfelldi hann
hafi útsendari hliðhollur bresku
konungsfjölskyldunni átt sæti. Hans
hlutverk hafi verið að sjá til að Paul
Einar fengi dóm sem væri konungs-
fjölskyldunni þóknanlegur. Hann
segir einnig að átt hafi verið við
sönnun-
argögnin
í málinu
áður en
þau voru
kynnt í
dómsal.
Símar
hans og
lögfræð-
inga hans
hafi einnig
verið hler-
aðir.
Áreittur kynferðislega
Í málsgögnum lögfræðings
Pauls Einars segir meðal annars
að vitni í málinu hafi í desember
árið 2006 gefið honum ólyfjan
og áreitt hann kynferðislega.
Snemma árs 2007 ákvað
Paul Einar hins vegar
að hefna sín á vitninu
með því að taka upp
kynlífsathafnir hans
í samkvæmi og selja
breskum fjölmiðlum.
Á myndbandinu mun
hins vegar Linley lá-
varður einnig hafa sést
í kynlífsathöfnum.
Paul Einar hafði sam-
band við bresk blöð sem
vildu ekki kaupa mynd-
bandið af honum. Hann
segist aldrei hafa reynt að
kúga fé út úr lávarðinum,
heldur hafi annað vitni í
málinu lagt það til að lá-
varðurinn keypti mynd-
bandið af honum.
Vill snúa aftur til
Íslands
Paul Einar segir í tölvu-
pósti til DV að hann ætli
sér í framtíðinni að koma
heim til Íslands og taka upp
íslenska nafnið sitt. Hann seg-
ist fylgjast með
fréttum frá Ís-
landi, en er
áhyggjufullur
yfir fjármála-
kreppunni og
segir meðal
annars: „Hrun
Landsbank-
ans var algjör-
lega hræði-
legt.“ Hann
mun á næstu
vikum geta
sótt um dags-
leyfi frá fang-
elsinu.
Valgeir örn ragnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Paul einar ian aðalsteinsson sem afplánar fjögurra ára fangelsisdóm í Bretlandi
fyrir að reyna að kúga fé út úr breskum lávarði segist vera fórnarlamb meinsæris.
Útsendari bresku konungsfjölskyldunnar hafi átt sæti í kviðdómnum og tryggt að
hann yrði sakfelldur. Paul Einar segir við DV að hann vilji snúa til Íslands að lokinni
afplánun og taka alfarið upp íslenska nafnið sitt.
KRÚNUKÚGARINN VILL
KOMA TIL ÍSLANDS
„Hrun landsbankans var
algjörlega hræðilegt.“
þriðjudagur 30. október 20076
Fréttir DV
Íslenskur útgerðarsonur
kúgar konungsfjölskyldu
Paul Einar Ian Aðalsteinsson, þrí-
tugur Íslendingur, hefur verið kærð-
ur fyrir fjárkúgun gagnvart meðlimi
bresku konungsfjölskyldunnar.
Hann á að hafa farið fram á andvirði
ríflega 6 milljóna króna fyrir að af-
henda myndband þar sem fram
kemur kynlífsiðkun og eiturlyfja-
neysla einhvers fjölskyldumeðlims
konungsfjölskyldunnar. Hann situr
nú í gæsluvarðhaldi ásamt skosk-
um félaga sínum, Sean McGuigan,
en þeir voru báðir handteknir með
myndbandið í fórum sínum. Þeir
eiga að koma fyrir rétt 20. desem-
ber.
Breytti nafni sínu
Ian er kominn af sægreifum fyrri
tíma, af hinni svokölluðu Fylkisút-
gerðarætt sem hóf togaraútgerð á
Íslandi í lok síðari heimsstyrjaldar.
Langafi hans var skipstjórinn Að-
alsteinn Pálsson, skipstjóri Fylkis 1
sem hleypt var af stokkunum 1947
og aðaleigandi Fylkis h/f. Sonur
hans, Páll Aðalsteinsson, gerðist út-
gerðarkóngur í Grimsby á Englandi
þar sem hann stofnaði afkastamikla
útgerð í lok 4. áratugar síðustu aldar
og lést í umferðarslysi árið 1970.
Á Englandi eignaðist Páll son,
Aðalstein Einar Aðalsteinsson, með
konu sinni Svönu Aðalsteinsson.
Aðalsteinn Einar giftist síðar skoskri
konu, Elisabeth Strachan, og eignað-
ist með henni tvo syni, annar er Paul
Einar. Eftir lögskilnað foreldra sinna
tók hann upp eftirnafn móður sinn-
ar og kallar sig Ian Strachan í dag.
Saklaus af öllum sakargiftum
Tvímenningunum er ætlað að
hafa hringt í ónefndan karlmann
í konungsfjölskyldunni og boðað
hann til fundar á Hilton-hótelinu
í Lundúnum. Lögregla var fengin
til að mæta til fundarins þar sem
þeir voru handteknir með mynd-
bandið. Sjálfur hefur Ian viður-
kennt vinskap við meðlimi
TrauSTi hafSTeinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Paul einar ian
aðalsteinsson
ian
Strachan
Lögfræðingurinn Giovanni de Stefano,
fædd-
ist 1955 í Compobasso á Ítalíu, en flutti u
ngur
að aldri til Englands. De Stefano hefur h
öfuð-
stöðvar á Ítalíu en vinnur iðulega í Bret
landi.
Hann er enginn venjulegur meðaljón
innan
starfsstéttar sinnar. Meðal vina hans og
skjól-
stæðinga var hinn alræmdi einræðis
herra
Íraks, Saddam Hussein heitinn, og á s
ínum
tíma var hann ráðgjafi Slobodans Milo
sevic
og heiðurshöfuðsmaður í serbneska
hern-
um. Á heimasíðu de Stefanos kemur fra
m að
hann sérhæfir sig í gjaldþrotamálum,
borg-
aralegum réttindum, viðskiptalögum
og
refsirétti. Í frétt í breska blaðinu The Gu
ardi-
an er sagt að staðreyndin sé sú að han
n sér-
hæfi sig í skúrkum, því verri, því betra.
Með-
al viðskiptavina hans má finna ótal alræ
mda
glæpamenn síðustu áratuga og má þar
nefna
Arkan, sem var alræmdur stríðsglæpam
aður
á meðan á Balkanstríðinu stóð, en hafð
i fyrir
þann tíma getið sér orð sem glæpamað
ur.
Ver ekki Mjallhvíti
Í viðtali við The Guardian sagðist ha
nn
ekki geta þrætt fyrir að hafa séð um
máls-
vörn margra vafasamra manna. „Jæj
a, við
verjum ekki Mjallhvíti. Mjallhvít hefu
r ekki
brotið neitt af sér, nema hún sé í félag
sskap
perranna sjö. Þá myndi hún þarfnast að
stoð-
ar okkar,“ sagði hann. Giov-
anni di Stefano fékk viður-
nefnið Málsvari djöfulsins
eftir að hafa varið marga af
alræmdustu glæpamönnum
Bretlands og einnig vegna
þess að hann lýsti því yfir
að hann myndi sjá um vörn
Adolfs Hitler og djöfulsins
ef svo bæri undir. Giovanni
di Stefano hélt því fram að
hann hefði hitt Osama bin
Laden árið 1998 í Bagdad
og sagði að hann hefði
handtak eins og prest-
ur og frábæran talanda.
De Stefano mun sjá
um vörn Ians Strachan
vegna tilraunar hans
til að kúga fé af meðlimi
bresku konungsfjölskyld-
unnar
Saddams hussein
Málsvari djöfulsins
Íslenskur Skoti Paul
einar ian er sonur íslensks
manns og skoskrar konu.
elísabet drottning Hennar
hátign getur huggað sig við að
nú tengist hneykslið ekki
hennar nánustu fjölskyldu.
DV Fréttir
Fallegar innréttingar og fullkomin staðset
ning Iðusala,
í Lækjargötunni, gerir þessa tvo sali sem
um ræðir að
einum vinsælustu veislusölum borgarinna
r. Salirnir rúma
250 manns í sæti eða 400 manns í standa
ndi boði.
Lídó er glæsilegur nýr veislusalur sem by
ggir á klassísk-
um grunni Versala, upplagður fyrir stærri
hópa til að
koma saman og fagna. Aðstaða er fyrir 3
00 manns í
borðhald og yfir 500 manns í standandi b
oði.
Veisluþjónustan okkar er rómuð fyrir fjö
lbreyttar og
spennandi veitingar, útbúnar af snjöllustu
fagmönnum.
Við sjáum til þess að veislan verði eins o
g þú vilt hafa
hana: Ykkar ánægja er okkar markmið.
Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu m
atseðla á
www.veislukompaniid.is eða hringdu í sím
a 517 5020
og veislan er í höfn!
Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 50
20 www.veislukompaniid.is
konungsfjölskyldunnar og að hafa
hitt prinsana Harry og Vilhjálm tví-
vegis. Breskir fjölmiðlar hafa hins
vegar útilokað að um prinsana sé
að ræða í þessu máli.
„Þetta á allt saman eftir að fara
vel, vittu til. Svo sannarlega óskaði
skjólstæðingur minn ekki eftir fjár-
munum í þessu máli. Hann er sak-
laus af öllum sakargiftum og það
á eftir að koma í ljós á næstunni,“
segir Giovanni di Stefano, lögmað-
ur Ians, er blaðamaður DV hafði
samband við hann til að fá upp-
lýsingar um stöðu málsins. Hann
staðfestir að á umræddu mynd-
bandi megi sjá munnmök með-
lims konungsfjölskyldunnar og að-
stoðarmanns hans. Jafnframt segir
Stefano að skjólstæðingi sínum hafi
verið boðið fé að fyrra bragði fyr-
ir að láta myndbandið hverfa. Það
hafi verið gert af fyrirtæki tengdu
hinum tigna.
Kom á óvart
Ian lauk háskólagráðu í við-
skiptum frá Aberdeen þar sem
hann bjó hjá foreldrum sínum og
yngri bróður, Scott. Við skilnaðinn
fluttu mæðginin til Bandaríkjanna
í nokkur ár, síðan til Lundúna þar
sem Ian hefur komið sér vel fyrir.
Hann er vel þekktur í skemmt-
analífi borgarinnar og vinir hans
eru meðal þotuliðsins í borginni.
Jónas Aðalsteinsson, hæsta-
réttarlögmaður og afabróðir Ians,
hefur hitt Ian tvívegis hér á landi
er hann kom til að heimsækja ætt-
ingja sína fyrir tæpum 7 árum.
Hann lýsir honum sem hugguleg-
um ungum manni. „Það hefur ekk-
ert samband verið milli hans fjöl-
skyldu og minnar. Það er hins vegar
auðvitað hörmulegt ef aumingja
drengurinn er flæktur inn í þetta,“
segir Jónas.
„Ég hugsa að afi hans og nafni,
sem drottning sæmdi æðstu heið-
ursmerkjum Bretlands fyrir fram-
göngu í stríðinu, hefði ekki orðið
ánægður með þessar fréttir.“
Fyrsta
Fjárkúgunin
síðan 1891
Þessi tilraun Ians Strachan og
Seans Mcguigan er ekki sú fyrsta
þar sem reynt er að kúga fé út
úr meðlimi bresku konungs-
fjölskyldunnar. En það er ekki
daglegur viðburður því meira
en hundrað ár eru síðan það var
reynt síðast svo vitað sé. Árið
1891 ræddi greifinn af Clarence,
Albert Victor, sonur prinsins af
Wales sem seinna varð Edward
sjötti konungur Englands, við
lögfræðilega ráðgjafa sína mögu-
leikann á að greiða tveimur
vændiskonum svo þær skiluðu
honum bréfum sem hann hafði
skrifað þeim. Verðið sem greitt
var fyrir eitt af þeim bréfum var
þá tvö hundruð pund, sem sam-
svarar tólf þúsund pundum í
dag, eða um einni og hálfri millj-
ón íslenskra króna. Það mál varð
ekki opinbert fyrr en árið 2002
þegar bréfin voru seld á uppboði
hjá Bonhams. Það er afar sjald-
gæft að konungsfjölskyldan sé
viðriðin málarekstur fyrir dómi
og þegar slíkt gerist verður við-
komandi málarekstur sögulegur.
„Ég hugsa að afi hans
og nafni, sem drottn-
ing sæmdi æðstu heið-
ursmerkjum Bretlands
fyrir framgöngu í
stríðinu,
hefði ekki
orðið
ánægð-
ur með
þessar
frétt-
ir.“
„Hún er einstök og við eigum að
byggja undir hana með markviss-
um hætti með því að styrkja stöðu
bankanna hér heima, til dæmis með
lágum sköttum og góðu regluverki.“
Þetta sagði Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra í viðtali við Mág-
usartíðindi, tímarit viðskiptafræði-
nema, í byrjun mars á þessu ári.
Þessu svaraði hann þegar hann var
spurður álits á hinni miklu útrás ís-
lenskra fjármálafyrirtækja og ann-
arra stórfyrirtækja.
Björgvin lýsti í viðtalinu yfir mik-
illi ánægju með hina margumtöl-
uðu útrás Íslendinga. „Útrásin hefur
skilað okkur gríðarlegum ávinningi
og í raun gjörbreytt stöðu okkar í
heiminum, ekki síst með því að nú
býðst ungu íslensku fólki með góða
menntun spennandi og vel launuð
störf hjá þessum fyrirtækjum víða
um lönd,“ sagði viðskiptaráðherra
fyrir hálfu ári.
Í viðtalinu var hann einnig
spurður að því hvernig ríkisstjórn-
inni hefði gengið, til dæmis í sam-
bandi við verðbólgumarkmið. „Vel
má segja, auðvitað næðir um núna
á mörgum sviðum en margt bendir
til þess að að því loknu skapist jafn-
vægi, verðbólga verði afar lág og
vextir fari lækkandi,“ sagði Björgvin.
Undir lok viðtalsins var hann
spurður að því hvernig honum fynd-
ist samstarf ríkisstjórnarflokkanna
hafa gengið. Hann sagði að sam-
starfið hefði gengið vel. „Þetta sam-
starf er fyrst og fremst tækifæri til
þess að ná fram stórum þjóðarsátt-
armála ef svo má segja. Efnahagsleg-
um stöðugleika og framförum í vel-
ferðar- og menntamálum.“
baldur@dv.is
Björgvin g. sigurðsson viðskiptaráðherra mærði útrásina:
Gríðarlegur ávinningur útrásar
„Útrásin hefur skilað okkur gríðarlegum
ávinningi“ Sagði björgvin g. Sigurðsson
viðskiptaráðherra í vor.
Flýr Eyjuna
vegna hótana
„En fúkyrðaflaumurinn og
hótanirnar í minn garð vegna
skrifa minna hér á Eyjunni,
eru hins vegar með þeim hætti
að ég sé mér engan hag í að
halda þessu áfram,“ segir Árni
Snævarr, fyrrverandi bloggari, á
bloggsíðu sinni. Árni er hættur
að blogga vegna fúkyrðaflaums
og hótana í hans garð. Hann
tilkynnti lesendum sínum þetta
í gærmorgun við misjöfn við-
brögð. Margir hvöttu Árna í at-
hugasemdakerfi síðunnar til að
halda áfram að blogga á meðan
aðrir voru sáttir. „Mér finnst þú
leiðinlegur, með vondar skoðan-
ir og ég fagna þessari ákvörðun.
Þeir sem gagnrýna harkalega
verða að vera sjálfir viðbúnir
gagnrýni,“ sagði einn nafnlaus á
Eyjunni að skilnaði.
Bensínverð
lækkar
Verð á bensíni hefur
lækkað enn og aftur á bens-
ínstöðvum landsins. Liðna
helgi lækkaði bensínið
um tæpar átta krónur. N1
lækkaði bensínið úr 152, 20
krónum í 157, 40 krónur. Hjá
Orkunni lækkaði bensínið úr
163 krónum í 155,10 krónur.
Ástæðan er fyrst og fremst sú
að hrun hefur orðið á olíu-
verði í heiminum og nægir
því hrun á krónunni ekki til
að vega upp á móti því.
Úr áflogum í
málhreinsun
Lögreglumenn á Akra-
nesi aðskildu tvo slagsmála-
hunda aðfararnótt laugar-
dags og ræddu síðan við þá
á eftir. Annar þeirra var ekki
viðræðuhæfur sökum ölvun-
ar og reyndu lögreglumenn
því að koma honum til síns
heima, en án árangurs, þar
sem hann harðneitaði að
gefa upp nafn og heimilis-
fang. Maðurinn var því fang-
elsaður en daginn eftir kann-
aðist hann ekki við áflogin.
Var honum í raun stórlega
misboðið vegna afskipta lög-
reglu. Hann neitaði síðan að
undirrita framburðarskýrslu,
þó ekki vegna þess að hann
væri ósáttur við innihald
hennar heldur vegna þess
að að hans mati var greinar-
merkjasetning og notkun at-
viksorða röng í skýrslunni.
Kaldhæðnar
skóflustungur
„Það er ekki nóg að taka
skóflustungu. Það verður að
hugsa um heildarmyndina,“
segir Elísabet Jökulsdóttir sem
vígði glænýtt Skóflustunguhorn
við Alþingi í gær. Því er ætlað
alþingismönnum og verðandi
ráðherrum. „Þetta er vísun í smá
hæðni um það hvernig skóflu-
stungur hafa verið teknar víðs-
vegar um landið án þess að búið
sé að taka nokkrar ákvarðanir.
Til dæmis í Reykjanesbæ,“ sagði
í yfirlýsingu þar sem stóriðju-
stefnan var gagnrýnd.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
þriðjudagur 30. október 2007 dagblaðið vísir 176. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
>> „Síðustu þrír landsliðsþjálfarar hafa verið afhausaðir af fréttamönnum og það var gott sem konan mín sagði við mig þegar ég bar þetta upp við hana. Spurði hvort ég væri að koma mér í þá stöðu að ég þyrði ekki út úr húsi eftir tvö ár. En ég vona að það verði ekki,“ segir Ólafur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
ráðist
á aron
pálma
fréttir
>> Aron Pálmi varð fyrir líkamsárás
þegar hann ætlaði að aðstoða
blóðugan mann í miðbænum um
helgina. Blóðugi maðurinn og félagar
hans gerðu aðsúg að Aroni og frænda
hans og létu höggin dynja á þeim.
vona að ég þori út úr húsi
>> hAmingJuklúBBurinn og mAfíAn
komA við Sögu í klúBBABlAði dv.
>> fleiri bækur koma út fyrir þessi jól
en nokkru sinni fyrr. dv rýnir í hvaða
rithöfundar senda frá sér verk fyrir þessi
jól og skoðar hvaða bækur eru líklegar
til að vekja mesta athygli. metsöluhöf-
undar og nýliðar takast á um athygli
lesenda og krónurnar í buddum þeirra
sem gefa bók í jólagjöf.
bókaflóðið
er að skella á
hinn íslenskættaði paul einar ian aðalsteinsson í haldi lögreglu:
afkomandi
sægreif kúgar
kó g lk
Þrít gur sonur Íslendingsins aðalsteins einars Pálssonar og kosku konunnar elisabeth strachan er sakaður um fjárkúgun vegna kynlífs og dópneyslu meðlims bresku konungs-fjölskyldunnar. Hörmulegt ef satt reynist, segir afabróðir hans. allt um málið og ættir Pauls einars. sjá bls. 6 og 7.
a lt um málið
dv sport
KarlaKlúbburinn Mafían
klúbbarUmsjón: Baldur Guðmundsson
Hvernig klúbbur er þetta? „Við erum eiginlega gamlir félagar úr Bor-gó. Við vorum hræddir um að missa samband eftir skólann svo við stofnuðum bara klúbb. Hann heitir Mafíuklúbburinn. Nokkrir voru að gefa út skólablað sem hét Mafían svo við héld-um bara nafninu , lá bara beint við. Svo höfum við bara sankað að okkur fleiri félögum.“
Um hvað snýst leikurinn?
„Það er ýmislegt sem við gerum. Sem dæmi má nefna Glasafundi en þar hittumst við kven-mannslausir, borðum góðan mat og fáum okkur drykk. Einnig er það grillfestival, ljós-myndakeppni, jólahlaðborð, fótbolti og vín-smökkunarkvöld sem við nefnum Auðhumla. Þá tökum við fyrir eitt land, kaupum vín, nasl
um líka farið saman í hópefli og keppt á móti öðrum klúbbum. Höfum meðal annars keppt í M16 við klúbbinn Blauta dverga. Að sjálfsögðu sigraði Mafían.“
Hvað eru margir meðlimir? „Við erum erum 10 og einn svokallaður ný-liði.“
Er þá inntökupróf í klúbbinn?„Já, svona nokkurn veginn. Við erum með svolítið skemmtilegt form á þessu. Við höldum bara partí þar sem nýliðanum er boðið. Hann þarf svo að safna 51% undiskrifta hjá klúbb-meðlimum til þess að fá inngöngu. Hægt er að setja alls konar skilyrði fyrir undirskriftinni, til
date-inu hans yrði komið til að hlæja. Nýlið-inn framkvæmdi þá ósk með glæsibrag og mig minnir að hann hafi á endanum stolið af hon-um date-inu.“
Hvenær var hann stofnaður ?„Við segjum að hann hafi verið stofnaður 13. febrúar 2006 en þá opnuðum við heima-síðuna.“
Hvað hittist þið oft?
„Við hittumst mánaðarlega, en svo hitt-umst við oftar þegar er vínsmökkun, svo spil-um við allir fótbolta saman líka þannig að það er reglulega.“
gera, hvort við erum að fara borða saman. Svo á heimasíðunni okkar www.mafian.com eru virkar umræður á milli okkar. Ljósmynda-keppnin, smásögur og jafnvel æfingapró-gramm þannig það er í raun alltaf eitthvað í gangi hjá okkur“
Er þetta dýrt?
„Nei, við reynum að eyða sem minnstu.“
Er þetta nördaklúbbur?
„Að vissu leyti, ábyggilega, eru ekki allir smá nördar?“
Framhald á
30. október 2007
MIÐVIKudagur 31. oKtóber 20074
Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Tveimur árum
á eftir áætlun
„Ríkisstjórnin hefur mjög
slæma samvisku út af þessu
máli,“ segir Kolbrún Halldórs-
dóttir, þingmaður vinstri-
grænna. Kolbrún furðar sig á
þeim töfum sem orðið hafa
á setningu reglugerðar um
verndun Mývatns og Laxár
í Suður-Þingeyjarsýslu. Lög
um verndun þessa voru sett
árið 2004 og í þeim lögum
var kveðið á um að verndar-
áætlun yrði gerð um verndun
Mývatns og Laxár fyrir 1. jan-
úar 2006. Nú, tæpum tveimur
árum síðar, hefur hún enn
ekki verið gerð. „Það hefur
verið undarlega mikil þögn,
ekki síst í ljósi þess að Lands-
virkjun hefur farið mikinn á
svæðinu við Gjástykki. Þarna
hefur ekki verið farið að lög-
um.“
Á tlun tilbúin
um áramót
Í svari Þórunnar Svein-
bjarnardóttur umhverfisráð-
herra við fyrirspurn Kol-
brúnar segir að vinna við
landverndaráætlun hafi byrj-
að árið 2005 þar sem gerður
var samningur við Náttúru-
stofu Norðausturlands um
að vinna drög að áætluninni.
Gert er ráð fyrir að lokadrög
að áætluninni verði tilbúin
um áramótin. Ástæður þess
að verkinu hefur seinkað um
tvö ár eru sagðar vera vegna
þess að verkið er umfangs-
mikið og tengist vinnu við
friðlýsingar í Skútustaða-
hreppi sem hafi tafið vinn-
una.
Afmælishátíð
skáta
Í ár eru 100 ár frá því skáta-
starf hófst í heiminum. Af því
tilefni blása íslenskir skátar til
afmælishátíðar í Fífunni í Kópa-
vogi á laugardag milli klukkan
tvö og sex síðdegis. Allir fá af-
mælistertu og kaffi en auk þess
verður meðal annars boðið upp
á hoppikastala, þrautabraut-
ir, andlitsmálningu og grillað-
ar pylsur. Hátíðinni lýkur með
veglegri flugeldasýningu klukkan
sex. Háir sem lágir eru hjartan-
lega velkomnir.
AfneitAr syninum
„Þetta mál kemur mér ekkert við.
Ég hef ekki séð hann um langt
skeið,“ sagði Aðalsteinn Einar Að-
alsteinsson, fiskverkandi í Fraser-
burgh á Skotlandi. Hann er faðir
Ians Strachan, þrítugs Íslendings,
sem situr í gæsluvarðhaldi vegna
grunsemda um fjárkúgun gagn-
vart meðlimi ensku konungsfjöl-
skyldunnar. Orð sín lét Aðalsteinn
falla þegar blaðamaður Daily Mail í
Bretlandi leitaði hann uppi.
Ian var handtekinn við annan
mann á Hilton-hótelinu í Lúndún-
um eftir að hafa sett sig í samband
við einkafyrirtæki konungsborins
fjölskyldumeðlims og lýst því yfir að
hafa í fórum sínum myndband sem
sannaði munnmök við aðstoðar-
mann og eiturlyfjaneyslu viðkom-
andi. Myndbandið var tekið upp á
farsíma og á að sýna aðstoðarmann
hins tigna státa af munnmökum við
hann og neyslu eiturlyfja með hon-
um. Komið hefur fram að rúmlega
6 milljónir króna átti að greiða fyr-
ir afhendingu myndbandsins. Lög-
maður Ians, Giovanni de Stefano,
hafnar fjárkúgun skjólstæðings síns
og segir fyrirtæki hins tigna hafa
boðið fram fé að fyrra bragði.
Uppljóstraði í beinni
Þekktur breskur rithöfundur,
Nicholas Davies, sem skrifað hefur
nokkrar bækur um ensku konungs-
fjölskylduna, uppljóstraði um
hvaða konungborna karlmann
ræðir. Samkvæmt frétt Daily Mail
gerði hann það í beinni útsendingu
fréttastofu bandarísku sjónvarps-
stöðvarinnar Fox. Er spyrill leitaði
viðbragða Davies við meintum fjár-
kúgunum svaraði hann að bragði.
„Þetta er algjör vitleysa. David
Linley markgreifi getur ekki verið
þátttakandi í þessu. Drengirnir
reyndu að beita bellibrögðum sem
sprungu í höndunum á þeim,“
sagði Davies. Ummæli hans hafa
vakið vangaveltur um hvort
sjónvarpsstöðinni verði stefnt fyrir
að aflétta nafnleynd málsaðila.
David Linley markgreifi er 45
ára sonur Margrétar prinsessu,
systur Elísabetar drottningar, og
Snowdons lávarðar. Hann hefur
náð langt í viðskiptum og er með-
al annars stjórnarformaður Christ-
ies-uppboðshússins. Þar að auki
er hann frægur hönnuður og með-
al viðskiptavina hans eru margir
frægir einstaklingar í Bandaríkjun-
um. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Linley lendir í opinberum deilum.
Árið 1990 var hann sakaður um að
hafa verið með ólæti á öldurhúsi og
vann mál gegn dagblaði sem fjall-
aði um málið. Fram að því hafði
konungsfjölskyldan enska forðast
málaferli við fjölmiðla.
Í bankaviðskiptum á Íslandi
Ian er afkomandi íslensks sæ-
greifa, Páls Aðalsteinssonar, í
Grimsby á Englandi og sjálfur hef-
ur hann státað af því að hafa
hlotið myndarlegan arf frá
afa sínum. Breskir fjöl-
miðlar velta því hins veg-
ar fyrir sér hvers vegna
faðir hans, Aðalsteinn
Einar, sé þá ekki bet-
ur stæður í dag en raun
ber vitni. Þá er velt upp
spurningum um tengsl
Ians við lögfræðinginn og
efasemdir eru uppi
um hvort hann
sé borg-
unar-
maður
fyrir lög-
fræði-
kostn-
aðinum.
Hermt
er að hann hafi iðulega sagt sig af-
komanda ríkrar fjölskyldu. Hann
klæðir sig ríkmannlega, ekur um á
glæsikerru, greiðir nærri 350 þús-
und krónur í húsaleigu á mánuði
og stundar gljálífið. Ian hefur sjálfur
sagst þekkja til konungs-fjölskyld-
unnar, hafa hitt prinsana Harry og
Vilhjálm tvívegis og verið gestur í
jólaboðum tiginna.
Hér á landi fékk hann íslenska
kennitölu og stofnaði til banka-
viðskipta fyrir tveimur árum. Hið
sama á við um ítalska lögfræðing-
inn hans, de Stefano, sem stofnaði
einnig til bankaviðskipta hér
á landi um svipað leyti
og hefur viðurkennt að
eiga jafnframt íbúð-
arhúsnæði í Vest-
mannaeyjum.
Ian Strachan Paul Aðalsteinsson
David Linley
Elísabetar Englandsdrottn-
ingar
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
þriðjudagur 30. október 2007 dagblaðið vísir 176. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
fréttir
>> fleiri bækur koma út fyrir þessi jól
en nokkru sinni fyrr. dv rýnir í hvaða
rithöfundar senda frá sér verk fyrir þessi
jól og skoðar hvaða bækur eru líklegar
til að vekja mesta athygli. metsöluhöf-
undar og nýliðar takast á um athygli
lesenda og krónurnar í buddum þeirra
sem gefa bók í jólagjöf.
bókaflóðið
er að skella á
hinn íslenskættaði paul einar ian aðalsteinsson í haldi lögreglu:
afkomandi
sægreifa kúgar
kóngafólk
Þrítugur sonur Íslendingsins aðalsteins einars Pálssonar og
skosku konunnar elisabeth strachan er sakaður um fjárkúgun
vegna kynlífs og dópneyslu meðlims bresku konungs-
fjölskyldunnar. Hörmulegt ef satt reynist, segir afabróðir hans. allt
um málið og ættir Pauls einars. sjá bls. 6 og 7.
allt um málið
klúbbarUmsjón: Baldur Guðmundsson
Í gær.
TrAUSTI hAfSTEInSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
giovanni de Stefano Ítalski
lögfræðingurinn fékk líka íslenska
kennitölu og stofnaði til bankavið-
skipta hér á landi. Hann segist eiga
íbúðarhúsnæði í Vestmannaeyjum.
Með íslenska kennitölu Paul aðalsteinsson, nú Ian
Strachan, stofnaði bankareikninga og fékk íslenska
kennitölu síðla árs 2005. Það gerði hann þrátt fyrir að
hafa aldrei búið eða starfað hér.
Systursonur drottningar breskur rithöfund-
ur uppljóstraði í beinni útsendingu um hvaða
fjölskyldumeðlimur lenti í meintri fjárkúgun.
um er að ræða systurson elísabetar drottningar.
„Þetta er fremur einfalt mál,“ segir Siguður Kári
Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Við
sem stöndum að þessu frumvarpi viljum berjast
gegn ríkiseinokun og ríkiseinkasölu. Það er meg-
inmarkmiðið með þessu frumvarpi. Við teljum
það líka vera algjöra tímaskekkju að ríkið standi í
smásöluverslun, hvað þá að ríkið sitji eitt að því að
selja vörur sem einkaaðilum er fyllilega treystandi
til þess að selja.
Við viljum aukinheldur auka samkeppni með
þessar vörur. Það gerist um leið og einkaaðilum er
hleypt inn á þennan markað. Við treystum bæði
einkaaðilum fyrir því að selja áfengi í verslunum
og við treystum ekki síður sjálfum neytendunum
fyrir vörunni,“ segir Sigurður.
Því hefur verið haldið fram af talsverðri hörku
að með því að selja léttvín og bjór í verslunum
aukist aðgengi fólks að áfengi og með því skapist
heilsufarsvandi. Meðal annars sagði Björn Valur
Gíslason, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinn-
ar-græns framboðs á Alþingi í gær að með því að
leggja fram þetta frumvarp hefði heilbrigðisráð-
herrann sýnt af sér slíkan dómgreindarbrest að
hann væri vart hæfur til að gegna embætti sínu.
Sigurður Kári bendir á að stórtækasti aðilinn í því
að auka aðgengi fólks að áfengi sé einmitt sjálft rík-
isvaldið.
„Ríkið hefur sjálft opnað 22 nýjar einokunar-
verslanir með áfengi frá árinu 1997. Vinstri-græn-
ir vilja reyndar sjálfir auka aðgengi fólks að áfengi,
en aðeins með ríkisverslun. Við hreinlega lítum á
það sem tímaskekkju.
Það kann að vera að neysla á áfengi aukist með
þessu. Það er þó engan veginn víst. Við skulum hins
vegar vona að neyslumynstur Íslendinga á áfengi
eigi eftir að breytast til batnaðar frá því sem nú er.
Við höfum alltaf verið boðin og búin að styðja
og byggja undir forvarnarstarf og að þeir sem
eru hjálpar þurfi fái hjálp. Það má þó ekki verða
til þess að venjulegt fólk fái ekki um frjálst höfuð
strokið í sinni verslun.“
sigtryggur@dv.is
Frumvarp um sölu á víni í verslunum hefur verið
gagnrýnt harðlega. Sigurður Kári Kristjánsson
segir frumvarpið fyrst og fremst beinast gegn
ríkiseinokun. Neytendum og seljendum sé
treystandi fyrir vörunni eins og áður.
Bætifláki
Ríkiseinokun Á Áfengi eR Tímaskekkja
„Réttarhöldin hafa gengið mjög
vel og ég reikna með því að skjól-
stæðingur minn verði sýknaður
og látinn laus í þessari viku. Ég er
mjög bjartsýnn og býst við því að
föstudagskvöldið bjóði upp á góða
máltíð og flösku af kampavíni,“
segir Giovanni de Stefano, ítalskur
lögfræðingur hins íslenskættaða
Pauls Einars Ians Aðalsteinssonar,
öðru nafni Ian Strachan.
Réttarhöld yfir Paul hófust 15.
apríl síðastliðinn og lýkur þeim á
föstudag er dómur verður kveðinn
upp.
Paul var handtekinn í félagi
við annan mann, Skotann Sean
McGuigan, á Hilton-hóteli í Lund-
únum með myndband í fórum sér.
Myndbandið átti að sýna fram á
kynmök og eiturlyfjaneyslu systur-
sonar Elísabetar Englandsdrottn-
ingar. Félagarnir hafa viðurkennt
að hafa haft samband við einka-
fyrirtæki greifans en fullyrða að á
þeim bænum hafi að fyrra bragði
verið boðið fé gegn afhendingu
myndbandsins. Réttað er yfir hin-
um meintu fjárkúgurum og verður
dómur kveðinn upp föstudaginn 2.
maí.
Íslenskur útgerðarsonur
Paul á í föðurlegg ættir að rekja
til Íslands en afi hans var þekkt-
ur útgerðarkóngur og var sæmd-
ur æðstu heiðursmerkjum af Eng-
landsdrottningu. Sömu drottningu
og nú hefur hefur fært barnabarn-
ið fyrir rétt vegna fjárkúgunar.
Paul er af hinni svokölluðu
Fylkisútgerðarætt sem hóf tog-
araútgerð á Íslandi í lok síðari
heimsstyrjaldar. Langafi hans var
skipstjórinn Aðalsteinn Pálsson,
skipstjóri Fylkis 1 sem hleypt var
af stokkunum 1947 og aðaleigandi
Fylkis h/f. Sonur hans, Páll Aðal-
steinsson, gerðist útgerðarkóngur í
Grimsby á Englandi þar sem hann
stofnaði afkastamikla útgerð í lok
4. áratugar síðustu aldar og lést í
umferðarslysi árið 1970.
Á Englandi eignaðist Páll son,
Aðalstein Einar Aðalsteinsson,
með konu sinni Svönu Aðalsteins-
son. Aðalsteinn Einar giftist síðar
skoskri konu, Elisabeth Strachan,
og eignaðist með henni tvo syni,
annar þeirra er Paul Einar. Eftir
lögskilnað foreldra sinna tók hann
upp eftirnafn móður sinnar og
kallar sig Ian Strachan í dag.
Ian lauk háskólagráðu í við-
skiptum frá Aberdeen þar sem
hann bjó hjá foreldrum sínum og
yngri bróður, Scott. Við skilnaðinn
fluttu mæðginin til Bandaríkjanna
í nokkur ár, síðan til Lundúna þar
sem Ian hefur komið sér vel fyrir.
Hann er vel þekktur í skemmtana-
lífi borgarinnar og vinir hans eru
meðal þotuliðsins í borginni.
Verðmæt frásögn
Jónas Aðalsteinsson, hæstarétt-
arlögmaður og afabróðir Ians, hefur
hitt Ian tvívegis hér á landi er hann
kom til að heimsækja ættingja sína
fyrir tæpum 7 árum. Hann lýsti hon-
um sem huggulegum ungum manni
í samtali við DV er frændi hans var
handtekinn. „Það hefur ekkert sam-
band verið milli hans fjölskyldu og
minnar. Það er hins vegar auðvitað
hörmulegt ef aumingja drengurinn
er flæktur inn í þetta. Ég hugsa að afi
hans og nafni, sem drottning sæmdi
æðstu heiðursmerkjum Bretlands
fyrir framgöngu í stríðinu, hefði ekki
orðið ánægður með þessar frétt-
ir“ sagði Jónas. Tvímenningunum
er ætlað að hafa hringt í ónefndan
karlmann í konungsfjölskyldunni
og boðað hann til fundar á Hilt-
on-hóteli í Lundúnum. Lögregla
var fengin til að mæta til fundarins
þar sem þeir voru handteknir með
myndbandið. Paul var kærður fyrir
fjárkúgun gagnvart meðlimi bresku
konungsfjölskyldunnar, David Lin-
ley markgreifa. Útgerðarsyninum
er gefið að sök að hafa farið fram á
andvirði ríflega 7 milljóna króna fyr-
ir að afhenda myndband þar sem
fram kemur kynlífsiðkun og eitur-
lyfjaneysla markgreifans. Hann hef-
ur setið í gæsluvarðhaldi frá hand-
tökunni en síðustu 2 vikur hafa
réttarhöldin farið fram. Það var fyrst
í upphafi þessarar viku sem Ian var
kallaður í vitnastólinn.
Samkynhneigt rándýr
Fyrir rétti hélt Ian fram sakleysi
sínu og útilokaði alfarið að um til-
raun til fjárkúgunar væri að ræða,
þvert á móti. Hann segir tilgang
sinn hafa verið að koma upp um
hegðun hins tigna og vara undir-
menn hans, þar með talda vinkonu
Ians sem starfaði hjá fyrirtæki hins
tigna, við afbrigðilegri kynhegðun
markgreifans sem hann lýsir sem
samkynhneigðu rándýri. Í rétt-
arhöldunum sagði Ian frá því að
vinskapur sinn við greifann sjálf-
an hafi hafist árið 2006 og smám
saman hafi komið í ljós kynhegðun
hans með þeim hætti að markgreif-
inn hafi boðið honum eiturlyf og
kynmök. Útgerðarsonurinn fullyrti
jafnframt að tveimur vinum hans
hafi verið boðið hið sama af greif-
anum. Fyrir vikið segist Ian hafa
ákveðið að taka upp slíkt tilboð frá
greifanum og koma upp um hegð-
un hans en ekki komast yfir fé. Ian
segist í fyrstu hafa íhugað að birta
myndbandið á YouTube en síðar
hafi hann átt samtal við blaðamann
sem hafi boðið greiðslu, sem
nemur rúmum 7 milljónum
króna, fyrir myndbandið.
Hann segist hafa sagt
vinkonu sinni úr
starfsliði markgreif-
ans frá áhuga fjöl-
miðla á myndbandinu
og í kjölfarið hafi fyrir-
tæki greifans boðið
rúmar 8 milljónir fyr-
ir afhendingu mynd-
bandsins. Fyrir rétti
var Ian spurður að
því hvers vegna hann
hafi sjálfur ekki farið
fram á fé af fyrirtæki
markgreifans, vitandi
um verðmæti mynd-
bandsins, og svaraði
hann að bragði: „Það
gerði ég ekki því það
hefði verið fjárkúg-
un.“
Ekki fallega gert
Aðspurður seg-
ir de Stefano vörn
þeirra byggjast alfar-
ið á þeirri staðreynd
að fyrirtæki mark-
greifans hafi boð-
ið fram greiðslu
að fyrra bragði. Ít-
alski lögfræðing-
urinn segir Paul
hafa það fínt og
engan bilbug sé á
honum að finna.
„Auðvitað höfum
við fært sönnur fyrir
því að fyrirtæki hins
tigna hafi borið fram
fé að fyrra bragði.
Annars hefði ég aldrei
fullyrt slíkt í fjölmiðlum
og með þeim gögnum
lýkur málinu fljótlega.
Hann verður í fínu standi
eftir þessi ósköp. Hann er
Íslendingur og því harður
nagli,“ segir de Stefano.
„Þó að við myndum að sjálf-
sögðu gleðjast yfir sýknun
á föstudag er málið ekk-
ert fagnaðarefni því
það eru engir
sigurvegarar. Það
er skelfileg staða
að vera sakaður
um fjárkúgun gegn
bresku konungs-
fjölskyldunni, það
er ekki mjög fallega
gert að saka nokk-
urn mann um slíkt og
skjólstæðingur minn er
ekki sekur um neitt
slíkt athæfi.“
Fimmtudagur 1. maí 20088
Helgarblað DV
Bauð eiturlyf
og kynmök
Paul Einar Ian
Aðalsteinsson
TrAuSTI hAfSTEInSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Ég er mjög bjartsýnn og býst við
því að föstudagskvöldið bjóði upp á
góða máltíð og flösku af kampavíni.“
Samkynhneigt rándýr? að sögn ians
er david Linley samkynhneigt rándýr
sem nauðsynlegt hafi verið að vara
samstarfsfólk hans við.
Segist saklaus Fyrir rétti
fullyrti ian að fyrirtæki
markgreifans hefði boðið fram
fé gegn afhendingu mynd-
bandsins eftir að fjölmiðlar
höfðu boðið fram greiðslu.
31. október 2007 1. maí 2008
Paul einar ian aðalsteins-
son Segir að meinsæri hafi
verið framið í dómsal.