Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Blaðsíða 13
þriðjudagur 21. október 2008 13Fréttir
Bresk stjórnvöld hyggjast auka enn á eftirlit með borgurum:
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ver-
ið mikið í fréttum, bæði innan lands
og utan. Ástæður þess má fyrst og
fremst rekja til þess ástands sem ríkir í
efnahagsmálum heimsbyggðarinnar,
með örfáum utantekningum.
Nú hriktir í stoðum Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins vegna máls sem varðar
framkvæmdastjóra sjóðsins, Dom-
inique Strauss-Kahn. Hann sætir nú
rannsókn vegna meintrar misnotk-
unar stöðu sinnar og er honum gefið
að sök að hafa átt í kynferðislegu sam-
bandi við konu sem gegndi háttsettu
embætti hjá sjóðnum.
Rannsóknin gæti ekki komið á
verri tíma því stofnunin þyrfti að geta
beitt sér af fullum þunga til að takast
á við efnahagskreppuna og leita leiða
til að aðstoða þjóðir heims að stand-
ast hana.
Runnið undan rifjum Banda-
ríkjamanna
Franskir stjórnmálamenn og emb-
ættismenn brugðust reiðir við orðr-
óminum um Strauss-Kahn, en hann
birtist fyrst í bandaríska blaðinu Wall
Street Journal. Frakkar sökuðu banda-
rísk stjórnvöld um skítlegt eðli fyrir að
hafa beint augum fréttamanna að inn-
anhússrannsókn Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins á málefnum Strauss-Kahns.
Samkvæmt Wall Street Journal
stóð Strauss-Kahn í sambandi við Pir-
oska Nagy, háttsettan embættismann
í Afríkudeild sjóðsins sem ólst upp
í Ungverjalandi. Sambandinu mun
hafa lokið þegar eiginmaður Nagy,
Mario Blejer hagfræðingur og fyrr-
verandi forseti seðlabanka Argentínu,
hnaut um rafrænan póst sem varpaði
ljósi á það.
Nagy yfirgaf Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn og einn þáttur rannsóknarinn-
ar snéri að því hvort hún hefði feng-
ið hærri lokagreiðslu en manneskja í
hennar starfi átti rétt til.
Talsmaður sjóðsins Masood Ah-
med sagði að allar ásakanir þyrfti að
rannsaka, ekki síst þær sem vörðuðu
háttsetta stjórnendur. En rannsóknin
hefur sætt gagnrýni innan Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins vegna þess að vitn-
eskja um hana hafði ekki náð eyrum
allra stjórnarmanna þegar Wall Street
Journal hóf fyrirspurnir sínar.
Undarleg tímasetning
Það gætir víða reiði í Evrópu vegna
málsins. Einn franskur hagfræðingur
og ráðgjafi ríkisstjórnar Frakklands
sagði að tímasetning umfjöllunar Wall
Street Journal væri athygli verð.
„Það er mjög undarlegt að hún
komi á sama tíma og fólk er að tala um
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þá forystu
sem hann tekur í að skapa nýja skipan
efnahagsmála á heimsvísu, sem mun
ekki endilega koma auðugum, hægri-
sinnuðum Bandaríkjamönnum til
góða,“ sagði hagfræðingurinn í viðtali
við breska blaðið Observer.
Strauss-Kahn er fyrrverandi fjár-
málaráðherra Frakklands, háttsettur í
franska sósíalistaflokknum og þekktur
fyrir hófsamar vinstriskoðanir. Í yfirlýs-
ingu sem hann sendi frá sér fyrir helgi
sagði hann að atvikið sem átti sér stað
í einkalífi hans hefði gerst í janúar og
hann hefði aldrei misnotað stöðu sína
sem framkvæmdastjóri sjóðsins.
Þetta er í annað skipti undanfar-
in ár sem stór alþjóðleg fjármálastofn-
un lendir í hringiðu hneykslis. Í júní
á síðasta ári sagði Paul Wolfowitz af
sér sem forseti Alþjóðabankans í kjöl-
far hneykslis vegna stöðuveitingar og
launhækkunar sem hann samþykkti til
handa starfsmanni bankans. Um var að
ræða förunaut Wolfowitz til langs tíma.
Með ráðum gert
Þungavigtarmenn í frönskum stjórn-
málum slógu skjaldborg um Domin-
ique Strauss-Kahn og á meðal þeirra
var hægriflokkur Nicolas Sarkozy, for-
seta Frakklands. Dominique Strauss-
Kahn getur meðal annars þakkað Sar-
kozy stöðu sína sem framkvæmdastjóra
sjóðsins.
Fjölmargir sósíalistar lýstu yfir
stuðningi við Strauss-Kahn, og er hann
af mörgum þeirra álitinn mögulegur
forsetaframbjóðandi, sé horft til fram-
tíðar.
Fjöldi fréttaskýrenda í Frakklandi
setti spurningarmerki við tímasetningu
þessa fárviðris sem skollið hefur á Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum. Sumir leiddu
líkur að því að upplýsingum um rann-
sóknina, sem framkvæmd er að undir-
lagi tuttugu og fjögurra manna stjórn-
ar sjóðsins með aðstoð frá Rússum og
Bandaríkjamönnum, hafi verið lekið
af af ásetningi til að „slá hann út af lag-
inu“.
Frakkar út af sporinu
Þetta hliðarspor Dominique Strauss-
Kahn hefur ekki aðeins stefnt í hættu
hans eigin ferli heldur einnig angrað
forseta Frakklands, Sarkozy, sem ætl-
aði Frökkum stóran hlut í því að koma á
nýrri efnahagsskipan í heiminum.
Þegar Sarkozy sótti George W. Bush
Bandaríkjaforseta heim um helgina
kynnti hann, fyrir hönd Evrópusam-
bandsins, sýn sína á efnahagsskipan
framtíðarinnar, en sú mynd gengur í
bága við óskir Bandaríkjamanna.
Sarkozy brást reiður við því að mál-
efni Strauss-Kahns væru til umfjöllunar
í bandarísku dagblaði, því þó Sarkozy
og einhverjir innanbúðarmenn í París
hefðu vitneskju um þau hafði ekki ver-
ið ástæða til að ætla að þeim yrði slegið
upp í fjölmiðlum.
Sarkozy var Strauss-Kahn sárreið-
ur fyrir að hafa varpað fyrir róða eig-
in ferli og möguleikanum til að hjálpa
Frakklandi á alþjóðavettvangi, með því
að flækja sér í óæskilegt samband utan
hjónabands.
Móðursýki púrítana
Franskir fjölmiðlar eru þekktir fyr-
ir að láta einkalíf ráðamanna sig litlu
varða, sem er í hróplegri andstöðu við
þá bandarísku. Bandamenn Strauss-
Kahns og nokkrir fréttaskýrendur hafa
vísað þessu máli hans á bug og segja
að um sé að ræða móðursýki sem
rekja megi til púrítanskra bandarískra
stofnana.
Claude Askolovitch, ritstjóri
franska dagblaðsins Le Journal du Di-
manche, sagði: „Ástarævintýrið kann
að vera fáránlegt í samanburði við ör-
lög jarðar, en það snertir hjarta menn-
ingar bandarísku ríkisstjórnarinnar og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.“
Auk ástarævintýrisins hafa einn-
ig vaknað upp spurningar um hvort
Strauss-Kahn hafi beitt áhrifum sín-
um þegar Nagy yfirgaf stofnunina og
haft fingurna í að hún fékk gott starf
í Þróunarbanka Evrópu í Lundún-
um. Strauss-Kahn hefur neitað hvoru
tveggja.
Hvað sem því líður er óhætt að
segja að ástarævintýrið hefur dreg-
ið dilk á eftir sér og hvað sem öll-
um stuðning heima fyrir líður er ljóst
að Strauss-Kahn gekk í bága við þær
ströngu hegðunarreglur sem á að hafa
í heiðri í alþjóðlegum stofnunum.
Bresk stjórnvöld hyggjast auka
enn frekar á eftirlit af sinni hálfu með
borgurum sínum. Hvergi í heiminum
er hlutfall eftirlitsmyndavéla miðað
við fjölda borgara hærra en þar, og í
bígerð er að hverjum sem kaupir far-
síma þar í landi verði gert að skrá per-
sónuupplýsingar um sig í þar til gerð-
an gagnagrunn.
Kaupendur farsíma munu þurfa að
framvísa vegabréfi eða viðurkenndum
skilríkjum öðrum þegar kaupun fara
fram. Baráttumenn fyrir persónurétt-
indum óttast að ef þessi áform ganga
eftir sé þar um að ræða síðustu aðgerð
stjórnvalda til að koma á laggirnar eft-
irlitssamfélagi.
Gagnagrunnur yfir eigendur allra
sjötíu og fimm milljóna farsímanna
í Bretlandi yrði hluti af mun stærri
gagngrunni sem notaður er í barátt-
unni við hryðjuverk og glæpi.
Breska dagblaðið Times hefur eft-
ir innanbúðarmanni í breska þinginu
að embættismenn hafi þegar komið
að máli við stjórnendur símafélags-
ins Vodafone, sem og annarra síma-
félaga, og viðrað hugmyndir um að fá
gefið upp nafn og heimilisfang allra
sem kaupa farsíma.
Með gagnagrunninum er ætlunin
að fylgjast með eigendum um fjöru-
tíu milljóna frelsis-farsíma. Þeir eru
keyptir af þeim sem ekki vilja gefa upp
persónuupplýsingar og eru vinsælir á
meðal glæpa- og hryðjuverkamanna
vegna þeirrar nafnleyndar sem þeir
njóta þannig gagnvart yfirvöldum. En
að sjálfsögðu kýs fjöldi löghlýðinna
borgara þessa farsíma fram yfir þá
skráðu.
Óskráðir farsímar í Bretlandi eru
meira en helmingur allra farsíma í
landinu og lögreglunni og leyniþjón-
ustunni er takmarkað gagn af upplýs-
ingum um skráða síma, ekki síst í ljósi
þess að ósennilegt verður að teljast að
þeir sem hyggja á hryðjuverk noti þá
þegar annar kostur er fyrir hendi.
Ekki ríkir sátt meðal þingmanna
vegna áformanna og sumir telja þau
blátt áfram brjóti í bága við lög lands-
ins.
Vegabréf til að kaupa síma
Kleinur, flatkökur
speltflatkökur
skonsur, vínarbrauð
laufabrauð
snúðar
Sólkjarnarúgbrauð
Maltbrauð
Normalbrauð
Speltrúgbrauð
Orkukubbur
Ömmubakstur ehf sími 554-1588
Breskt vegabréf Verður jafnvel nauð-
synlegt að framvísa slíku við farsíma-
kaup.
Framhjáhald
veikir stöðu
Frakka
Nicolas Sarkozy Frakk-
landsforseti er ekki eins
glaðbeittur nú, enda telur
hann að Strauss-kahn hafi
kastað á glæ góðu tækifæri
til að hjálpa Frakklandi á
alþjóðavettvangi.