Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Page 4
mánudagur 3. nóvember 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Það var árvökul afgreiðslustúlka sem áttaði sig á þessu,“ segir söng- konan Ragnheiður Gröndal sem lenti í löggudólgnum Má Ívari Henryssyni sem var dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fang- elsi fyrir brot þar sem ákærur voru í nítján liðum og spanna allt frá því að stela grænum tetöflum upp í að sparka í sköflunginn á lögreglu- þjóni. Söngkonan síkáta varð fyrir barðinu á Má Ívari í janúar síðast- liðnum þegar veski hennar hvarf ásamt greiðslukorti. Þá reyndi hann að svíkja út vörur fyrir tut- tugu þúsund krónur. Honum tókst það ekki vegna þess að Ragnheið- ur má teljast landsþekkt og athug- ul afgreiðslukona áttaði sig á yfir- vofandi svikum. Vissi hver mamma var „Þetta var bara rosaleg heppni,“ segir Ragnheiður sem brást skjótt við þjófnaðinum og kærði til lög- reglunnar. Hún lét loka kortinu um leið og hún áttaði sig á hvernig í pottinn væri búið. Már fór á bens- ínstöð í Hafn- arfirði þar sem hann var í slag- togi með tveim- ur konum. Hann og önnur konan týndu til vörur, að- allega sígarettur og samlokur fyrir tut- tugu þúsund krónur auk bensíns. Afgreiðslu- konunni þótti þetta undar- legt en þegar Már rétti henni kortið kannaðist hún við söngkonuna geðþekku, en í héraðsdómi sagðist hún þekkja til móður hennar. Ólíkleg skýring „Ég var mjög heppin,“ seg- ir Ragnheiður sem tapaði engu á kortaþjófinum Má Ívari en hann fór í burtu í fússi af bensínstöðinni þegar upp um hann komst. Áður en hann fór heimtaði afgreiðslu- stúlkan eitthvað í pant vegna bens- íns sem hann hafði tekið og úr varð að ein kvennanna skildi eftir farsímann sinn. Einn gestanna á bensínstöðinni náði einnig núm- eri bílsins sem hann ók á. Sjálfur sagði Már fyrir rétti að honum hefði bara verið rétt kortið og hann ekki vitað að það væri ekki í eigu stúlkunnar sem rétti honum það. Héraðsdómi Reykjavíkur þótti sú skýring sérlega ólíkleg. Frækinn hjólreiðaflótti Auk þess að svíkja söngkonuna er Már Ívar einnig dæmdur fyrir að hafa bitið lögregluþjón auk þess að sparka í sköflunginn á öðrum og hóta þeim þriðja. Það var eftir að lögreglan hafði afskipti af hon- um dauðadrukknum á reið- hjóli. Már Ívar gat vart stað- ið í fæturna samkvæmt frásögn lögreglunnar og var mjög árásarhneigð- ur. Þegar lögreglan spurði hann um skilríki reyndi hann að flýja hjólandi. Lögreglan hljóp á eftir hinum drukkna hjólreiða- manni en að henn- ar sögn átti hann mjög erfitt með að halda jafnvægi á flóttanum. Að lok- um tókst lög- reglu- þjóni að grípa í Má Ívar þannig hann missti jafn- vægið og datt af hjólinu. Í kjölfarið var ákveðið að handtaka hann og færa í fangageymslu. Stal ilmvatni og skemmdi rafmagnskassa Már Ívar var dæmdur í þriggja ára fangelsi en frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt síðan í byrjun ágúst. Að auki þarf hann að greiða skaðabætur til Hagkaupa, þar sem hann stal Armani-ilmvatni og grænum te- töflum, og einnig þarf hann að greiða Orkuveitu Reykjavíkur fyr- ir skemmdir á rafmagnskassa sem hann sparkaði í. Viðskiptablaðið heldur velli „Já, við höldum velli, eins og staðan er í dag,“ segir Harald- ur Flosi Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Viðskiptablaðs- ins. Mikið umrót hefur verið á fjölmiðlamarkaði og hagræð- ingar víða undanfarna daga. Þar er skemmst að minnast þess að starfsmönnum 365 var tilkynnt um uppsagnir og launalækkanir fyrir helgi. „Við höfum ekki sagt neinum upp og höfum bara ver- ið að byggja blaðið upp,“ segir Haraldur Flosi hóflega bjart- sýnn. 1 Neitað um kynlíf, pissaði á hundinn 2 Nýr endir og nýtt upphaf 3 Ásdís Rán glæsileg í Búlgaríu (myndband) 4 Brjóstsykursjól í kreppunni 5 Drengur og rjúpnaskytta slösuðust illa 6 Vann 33 milljónir í Lottó 7 Límdur við klósettið mest lesið á dv.is LöggudóLgur sVíkur söngdíVu Löggudólgurinn Már Ívar Henrysson var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjölmörg brot en hann stal greiðslukorti söngkonunnar Ragnheiðar Gröndal og reyndi að nota það til að kaupa samloku og sígarettur. Að auki sparkaði hann í sköflunginn á lög- regluþjóni eftir að hafa reynt að flýja undan réttvísinni sauðdrukkinn á reiðhjóli. „Þetta var bara rosaleg heppni.“ VaLuR GRettiSSoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is Már Ívar Henrysson gaf puttann í héraðs- dómi þegar mál hans var þingfest en hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að níðast á lögregluþjónum og stela grænum tetöflum. Samþykkt var á stjórnarfundi 365 hf. í gær að selja alla fjölmiðla út úr fyrirtækinu til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Með í kaupunum fylg- ir 36,5% hlutur í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. 365 hf. hefur verið eigandi að þremur rekstrarfélögum, 365 miðlum, Senu og EFG. Undir 365 miðla heyrir rekstur Stöðvar 2, Bylgj- unnar, Fréttablaðsins og fleiri miðla. Stjórn 365 samþykkti tilboðið með öllum greiddum atkvæðum nema einu. Árni Hauksson greiddi atkvæði gegn tillögunum og sagði sig úr stjórn 365 í kjölfarið. Árni, fráfarandi stjórn- armaður í 365, vildi ekkert tjá sig um söluna þegar eftir því var leitað. Hann vildi heldur ekki tjá sig um ástæður þess að hann greiddi atkvæði gegn sölunni. Eftir því sem DV kemst næst mun hann ekki hafa verið alls kostar sáttur við söluna á fjölmiðlunum til stærsta hluthafans í 365. Ari Edwald, forstjóri 365, mun áfram gegna starfi forstjóra 365 miðla og forstjóra 365 hf. „Við sjáum þetta í rauninni sem nokkurs konar útfærslu á hlutafjáraukningu. Markmið er fyrst og fremst að styrkja fjárhag félagsins með því að fá inn þennan nýja pen- ing,“ segir Ari. Aðspurður um ástæður þess að Árni sagði sig úr stjórn félags- ins segir Ari það vera eðlilegt. „Hann var hluthafi í félaginu en hefur verið að minnka sinn hlut og seldi sig end- anlega úr félaginu í ágúst þegar það var afskráð. Það er rökrétt framhald af því að hann sé ekki lengur í stjórn,“ segir Ari. Hann segir söluandvirðið vera 1500 milljónir króna, skuldayf- irtakan sé að minnsta kosti 4,4 millj- arðar en 3,5 til 4 milljarðar af skuldum séu eftir hjá 365 hf. jonbjarki@dv.is Árni Hauksson sagður ósáttur við sölu stærsta hlutans úr 365: Jón Ásgeir keypti fjölmiðlana Árétting Í upptalningardálki með umfjöllun um ítrekaðar ósannar fullyrðingar Geirs H. Haarde forsætisráðherra í helgarblaði DV var fyrir mis- tök sett í yfirskrift að ellefu ósannindi væru talin upp í dálknum. Þarna voru hins vegar aðeins talin upp sjö til- felli þess að ráðherrann segði þjóðinni ósatt, en fjögur upp- talin atriði til viðbótar áttu við um atriði sem hann neit- aði að ræða eða raunverulega stöðu mála sem braut í bága við fyrri fullyrðingar hans. Ragnheiður Gröndal Söngfuglinn ragnheiður lenti í löggudólgi sem reyndi að kaupa sígarettur og samlokur með því að nota greiðslukort hennar. Bátar brunnu í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgar- svæðinu var um kvöldmatar- leytið í gær kallað að Bátasmiðju Guðmundar við Hvaleyrar- braut í Hafnarfirði. Þar logaði eldur í báti auk þess sem eldur var byrjaður að læðast í annan nærstæðan bát. Bátarnir voru í smíðum. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en um tölu- vert bál var að ræða. Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, mætti á vettvang í gærkvöld. Hann sagði að grunur léki á að kveikt hefði verið í bátunum en til nokkurra ungmenna sást á svæðinu skömmu áður. Kaupir 365 miðla Félag Jóns ásgeirs Jóhannes- sonar, rauðsól ehf., hefur keypt 365 miðla út úr 365 hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.