Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Qupperneq 6
mánudagur 3. nóvember 20086 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Tilboð á
barnamyndatökum
Góð mynd er falleg jólagjöf!
Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár.
MYND
Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði
S: 565 4207 www.ljosmynd.is
„Ég var á leiðinni út úr húsi, nýbúin
að klæða mig í kápuna og var á leið-
inni í verkefni þegar ég var kölluð á
fund,“ segir Lára Ómarsdóttir sem
var heima hjá sér í faðmi fjölskyld-
unnar þegar blaðamaður DV hafði
upp á henni um helgina.
Lára var einn af þeim 26 starfs-
mönnum Morgunblaðsins sem var
sagt upp fyrirvaralaust á föstudag-
inn en samkvæmt heimildum DV
voru þeir allir beðnir um að hætta
samstundis. Í þessum hópi voru
nokkrir af reyndustu starfsmönnum
blaðsins. Á ritstjórninni er andrúms-
loftið kvíðaþrungið, enda horfðu
gamalreyndir starfsmenn Morgun-
blaðsins á vini og samstarfsmenn til
fjölda ára pakka saman föggum sín-
um og yfirgefa vinnustaðinn.
Fréttaskýringar í vaskinn
„Ætli ég taki mér ekki bara vetr-
arfrí,“ segir Lára, sem ekki mun
vinna uppsagnarfrestinn. Hún, eins
og aðrir sem sagt var upp fyrir helgi,
pakkaði saman föggum sínum á rit-
stjórninni fyrir helgina.
„Þess var óskað að ég myndi
hætta samstundis. Ég var með
þrjár fréttaskýringar í undirbúningi
sem ég hafði byrjað á deginum fyr-
ir uppsögnina. Fréttaskýringar sem
verða ekki neinar fréttaskýringar
úr þessu,“ segir Lára, augljóslega
óánægð vegna þeirrar vinnu sem
unnin hefur verið til einskis.
Á annað þúsund uppsagnir
Uppsagnirnar á Morgunblað-
inu fyrir mánaðamót voru fjarri því
einsdæmi. Þegar tveir dagar voru
eftir af síðasta mánuði reiknaðist
DV til að 1.200 manns hefði verið
sagt upp í hópuppsögnum og öðr-
um uppsögnum sem greint hafði
verið frá opinberlega. Síðustu tveir
dagarnir voru dökkir og nokkur
dæmi þess að fyrirtæki segðu upp
tugum starfsmanna, bæðu fólk um
að taka á sig launalækkun eða lækk-
að starfshlutfall. Alls voru uppsagnir
því vel á annað þúsund og því fleiri
en greint hafði verið frá fyrstu níu
mánuði ársins samanlagt.
Heimavinnandi húsmóðir
Lára segir fjölskyldulífið ganga
sinn vanagang en að börnin henn-
ar séu ánægð með breytinguna. „Ég
held að krakkarnir verði ánægð-
ir með að ég verði eitthvað heima,“
segir Lára og hlær en hún á fjögur
börn með eiginmanni sínum Sig-
urði Hauki Olavssyni.
Það er því deginum ljósara að ef
ekkert breytist til hins betra í efna-
hagsmálum hér á landi mun Lára
verða heimavinnandi húsmóðir
næstu vikurnar. Hún er ekki bjartsýn
á að hoppa inn í aðra vinnu miðað
við núverandi ástand.
„Ég sé ekki fram á að ég fái vinnu
eftir helgi. Ég slæ nú samt ekkert
hendinni á móti því ef einhver býður
mér vinnu,“ segir Lára sem lét gott af
sér leiða í síðustu viku og aðstoðaði
starfsbróður sinn frá Japan.
„Já, ég fór í viðtal hjá japönskum
blaðamanni. Hann var hingað kom-
inn til að fjalla um ástandið á Íslandi
og vildi heyra hvernig fólkið í land-
inu hefði það.“
Umdeild setning
Lára hefur gengið í gegnum
margt á þessu ári en rússíbanareið
hennar hófst í apríl þegar hún lýsti
mótmælum vörubílstjóra á Suður-
landsvegi. Kveikt var á hljóðnema
hennar þegar hún heyrðist segja við
samstarfsmann sinn hvort ekki væri
hægt að fá einhvern til að kasta eggj-
um í lögregluna „læv“.
Ummælin vöktu gríðarleg við-
brögð en Lára sagði orð sín hafa fall-
ið í hálfkæringi. „Enginn sem þekkir
mig lætur sér detta í hug að mér hafi
verið alvara,“ sagði hún í yfirlýsingu
sem hún sendi frá sér þegar mesta
fárviðrið gekk yfir. Niðurstaðan var
þó sú að hún lét af störfum. Lára var
þó ekki lengi að landa öðru starfi
því aðeins nokkrum dögum eftir að
hafa sagt upp á Stöð 2 var hún kom-
in með vinnu hjá Iceland Express.
Þar gegndi hún starfi upplýsinga-
fulltrúa. Blaðamennskan kallaði og
í september hætti Lára hjá Iceland
Express og gekk til liðs við 24 stund-
ir. Þar starfaði hún í tæpan mánuð
eða þar til 24 stundir var lagt niður.
Lára missti þó ekki vinnuna held-
ur fékk starf innan Morgunblaðsins
þar sem henni var síðan sagt upp á
föstudaginn, eftir aðeins tvær vikur
í starfi.
En þrátt fyrir allt sem á undan
er gengið er engan bilbug á Láru að
finna.
„Maður krossleggur bara fingur
og vonar að ástandið batni einhvern
tímann.“
AtvinnulAus á
erfiðum tímum
Láru Ómarsdóttur var sagt upp störfum á Morgunblaðinu á föstudaginn. Hún og rúm-
lega tuttugu kollegar hennar þurftu að pakka saman og fara heim fyrir helgi. Nærveru
reyndra blaðamanna Morgunblaðsins var ekki frekar þörf. Uppsagnir á Morgunblað-
inu komu fyrirvaralaust og þar með horfa starfsmenn á vini og samstarfsmenn til
margra ára verða kreppunni að bráð. Fjöldauppsagnir eru daglegt brauð.
„ég held að krakkarnir verði ánægðir með að
ég verði eitthvað heima.“
AtLi MÁr GyLFAson
blaðamaður skrifar: atli@dv.is
Margir missa vinnuna Hópuppsagn-
ir í október voru fleiri en þær höfðu
verið fyrstu níu mánuði ársins samtals.
meðal þeirra sem misstu vinnuna voru
margir starfsmenn fríblaðsins 24
stunda sem lagt var niður.
Mynd HeiðA
„Þetta er langstærsti samning-
ur sem við höfum gert og skiptir
okkur mjög miklu máli,“ segir Her-
mann Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Vaka. Fyrirtækið gerði nýlega
samning við fyrirtækið Marine Har-
vest að verðmæti tvö hundruð millj-
ónir króna. Vaki er íslenskt fyrirtæki
sem hefur síðustu tvo áratugina leitt
þróun hátæknibúnaðar fyrir fisk-
eldi í heiminum. „Þetta tryggir okk-
ur tekjur næstu fjögur árin og hugs-
anlega til lengri tíma, það eru miklir
möguleikar innan þessa fyrirtækis
sem við vorum að gera samninginn
við. Heildarvelta Vaka á þessu ári er
nálægt sjö hundruð milljónum og
þessi samningur er töluvert hár mið-
að við þá veltu og áttatíu prósent af
okkar tekjum verða eftir í íslensku
hagkerfi,“ segir Hermann.
Ólafur Ragnar Grímsson for-
seti segir að það sé gott að sjá fyrir-
tæki gera samninga við erlend fyr-
irtæki á þessum síðustu og verstu
tímum. „Þetta er fyrst og fremst við-
urkenning á því að rannsóknir og
hugvit geta skapað hér öflug sókn-
arfæri. Mér finnst þessi samningur
vera vitnisburður um að þrátt fyrir
erfiðleikana eru hér fjölmargir aðilar
sem hafa skemmtileg og spennandi
sóknarfæri,“ segir Ólafur og bendir á
að bankarnir hafi verið ansi frekir á
kunnáttufólk. „Bankarnir hóuðu til
sín tæknifólki, stærðfræðingum, hug-
búnaðarfólki og hönnuðum, hundr-
uðum saman, og afleiðingin var sú að
fjölmörg fyrirtæki sem höfðu mikla
sóknarmöguleika gátu ekki nýtt sér
þessa möguleika vegna þess að þau
fengu ekki fólk til þess.“
Að sögn talsmanna Vaka er erfitt að
stunda fiskeldi hér við Íslandsstrend-
ur þar sem hitastigið er alltof lágt fyrir
fiskinn og dýpið ekki nægilega mikið
við strendurnar og firðina. Í Noregi er
sagan önnur þar sem hitastig er hæfi-
legt og dýpið í fjörðunum er nægilega
mikið fyrir eldið enda eru Norðmenn
gríðarlega stórir í þessum geira.
bodi@dv.is
Vaki gerði 200 milljóna króna samning við fiskeldisfyrirtæki í Noregi:
Bankarnir tóku fólk frá öðrum
stærsti samningurinn í sögu fyrirtækisins
Hermann Kristjánsson og benedikt Hálfdánar-
son ræða hér við ólaf ragnar forseta.
Mynd Kristinn
Reglusamar
rjúpnaskyttur
Ef frá eru talin þrjú óhöpp
á laugardaginn ber lögreglu-
mönnum víðs vegar um
landið saman um að rjúpna-
veiðitímabilið hafi farið vel
af stað. Engar tilkynning-
ar höfðu borist um veiðar á
ólöglegum svæðum og þeir
sem lögreglan höfðu afskipti
af höfðu öll tilskilin leyfi til
veiðanna. Gærdagurinn var
yfir höfuð rólegur á landinu
að sögn lögreglunnar um allt
land. Einn veiðimaður sat
fastur á bíl sínum í grennd
við Patreksfjörð en lögreglan
kom honum til aðstoðar.
Drengurinn
mikið slasaður
Björgunarsveitir Slysavarna-
félagsins Landsbjargar sóttu á
laugardag tvo slasaða einstakl-
inga, einn í Hnappsdal og annan
í Svínadal í Reyðarfirði.
Í Svínadal féll drengur, sem
var á veiðum með fullorðnum
manni, fram af klettabrún í grjót
og slasaðist töluvert. Talið er að
fallið hafi verið um 8 til 10 metr-
ar. Björgunarsveitin Ársól fór á
staðinn og sótti drenginn, sem
var með takmarkaða meðvitund,
og kom honum í sjúkrabíl. Þær
upplýsingar fengust í gærkvöldi
að hann væri enn á gjörgæslu-
deild og væri mikið slasaður.
Bílvelta á
sandgerðisvegi
Um klukkan tíu í gærmorg-
un fékk lögreglan á Suðurnesj-
um tilkynningu um bílveltu
á Sandgerðisvegi. Þá var hins
vegar nokkuð liðið frá því bíll-
inn valt því það gerðist, að sögn
lögreglunnar, á milli klukkan sex
og sjö. Tveir voru í bílnum en
annar þeirra hafði verið fluttur
á sjúkrahús með höfuðáverka.
Einmitt þess vegna fékk lögregl-
an tilkynninguna. Hún segist
ekki útiloka að um ölvunarakst-
ur hafi verið að ræða en bifreið-
in er talin ónýt.