Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Qupperneq 8
Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins, segir það ekki kost fyrir Framsóknarflokkinn einan að ganga til samstarfs við Sjálfstæð- isflokkinn eins og nú háttar til og kveðst til í að ganga til þingkosninga á næstu vikum. „Vegna ástandsins taldi ég að ríkisstjórnin yrði að sitja og við yrðum að gera upp pólitík- ina síðar. En stjórnarflokkarnir hafa reynst vanhæfir til verka. Þeir berja hvor annan með gaddasvipu. Þetta er að breytast í harmleik og algert ráðaleysi.“ Steingrímur vill kosningar Steingrímur J. Sigfússon, for- maður vinstri-grænna, vill kosning- ar á útmánuðum, hugsanlega í mars eða apríl á næsta ári, til þess að gera upp málin. „Stjórnin er að þrotum komin. Þetta er í rauninni dæmt til að mistakast. Það er hluti af lausn vandans að kjósa. Við förum ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Gleymdu því,“ segir Steingrímur. Áherslur Guðna Ágústssonar og Steingríms J. Sigfússonar varð- andi næstu leiki á sviði stjórnmála- baráttunnar eru mismunandi þótt báðir hallist afdráttarlaust að nauð- syn þess að efna til þingkosninga sem fyrst. Steingrímur útilokar ekki samstjórn eða þjóðstjórn ef upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar slitnar á næstunni. Guðni nefnir utanþings- stjórn eða embættismannastjórn. Hvorugur þeirra, Guðni eða Stein- grímur, er ginnkeyptur fyrir því að lýsa fyrirfram yfir stuðningi eða hlutleysi við minnihlutastjórn Sam- fylkingarinnar fram að kosningum á vormánuðum. Þjóðin þarf að gang- ast undir skilyrði Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins næstu misserin. Auk þess blasir við vandi í ríkisfjármálum, at- vinnu- og velferðarmálum og hlut- aðeigandi flokkar yrðu að koma sér saman um stefnumið í þeim efnum fram að kosningum. Svo er að sjá sem formenn Framsóknarflokksins og VG kjósi fremur að bíða og sjá hverju fram vindur á stjórnarheim- ilinu. Kosningar um Evrópupólitík Nýjar kannanir á fylgi flokk- anna sýna 10 til 15 prósentustiga fylgistap Sjálfstæðisflokksins sem bendir til þess að kjósendur telji flokkinn bera sérstaka ábyrgð á hruni bankanna og kreppunni sem nú er skollin á. Samfylkingin sýn- ist á hinn bóginn njóta þess að hafa haldið fast við þá stefnu sína að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu og skipta út krónunni fyrir evru. Könnun Gallups, sem birt er í Morgunblaðinu um helgina, sýn- ir að 80 prósent kjósenda vilja taka upp evru. Við þessu hefur forysta VG brugðist með því að ræða þann kost að taka upp myntsamstarf við Noreg þótt svo að kjósendur flokks- ins veðji allt eins á evru. Á sama tíma er að sjá sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins séu nú sem óð- ast að söðla um og láta af andstöðu við aðildarumsókn að ESB og upp- töku evru. Framsóknarfokkurinn er klofinn í afstöðu til málsins og bíður uppgjörs á miðstjórnarfundi síðar í mánuðinum og landsfundi snemma á næsta ári. Þægileg vígstaða Samfylkingar Samfylkingin virðist í þægilegri stöðu með 37 prósenta fylgi í nýrri könnun og vaxandi fylgi við Evrópu- stefnu sína. Heimildarmaður DV úr flokksforystunni telur jafnvel að það sé hentugt fyrir flokkinn að hafa Davíð Oddsson enn um hríð í Seðla- bankanum. Með því móti beinist óánægjan einkum að Sjálfstæðis- flokknum sem enn haldi hlífiskildi yfir honum í Seðlabankanum. Sjálf- stæðisflokkurinn sé því sem eitrað peð fyrir þann flokk sem vilji taka upp samstarf við hann nú, hugsan- lega í aðdraganda kosninga. Hinn kostur Samfylkingarinn- ar er að reiða til höggs og fara fram af fullum þunga gegn Davíð Odds- syni og bankastjórn Seðlabankans og stilla samstarfsflokknum upp við vegg. Þótt forsætisráðherrann hafi þingrofsvaldið er ekki þar með sagt að það vald ráði úrslitum. Telji ann- ar hvor stjórnarflokkanna sér best borgið með því að slíta stjórnar- samstarfinu er augljóst að efnt verð- ur til þingkosninga innan tíðar. Í nýrri Gallupkönnun Morgunblaðs- ins um helgina reyndust 60 prósent aðspurðra vera hlynnt því að flýta þingkosningum. mánudagur 3. nóvember 20088 Fréttir Áföll SjÁlfStæðiSflokkSinS 1978 - vinstriflokkarnir sópa til sín fylgi - sjálfstæðismenn missa völdin í borginni í fyrsta sinn og detta úr ríkisstjórn. 1980 - gunnar Thoroddsen myndar stjórn með Framsóknarflokki og alþýðubandalagi - varaformaður flokksins myndar vinstristjórn þvert á vilja flokks og formanns. 1987 - borgaraflokkurinn tekur til sín fylgi - albert guðmundsson stofnar nýjan flokk, fylgi Sjálfstæðisflokks í sögulegu lágmarki og ekki hægt að mynda tveggja flokka stjórn. 1994 - reykjavíkurlistinn nær völdum í reykjavík - sjálfstæðismenn valdalausir í borginni í 12 ár og hafa enn ekki náð meirihlutafylgi þar. 1999 - Frjálslyndi flokkurinn kemur til sögunnar - Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra flokksins, og guðjón arnar Kristjánsson, fyrrverandi varaþingmaður, stofna flokk. 2003 - Fylgi flokksins hrynur - Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins 33,7 prósent atkvæða í kosningum, niðurstaðan er sú að forsætisráðuneyt- ið er gefið eftir í stjórnarmyndunarvið- ræðum. 2007 - reI-málið - sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins snúa baki við leiðtoga sínum með þeim afleiðingum að flokkurinn dettur (tímabundið) úr meirihlutasamstarfi. Samstarf stjórnarflokkanna virðist í andarslitrunum og trúnaður milli forystumanna þverr. Á sama tíma telja stórnarandstöðuflokkarnir ekki kost að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og krefjast kosninga. Fjarar undan stjórnarsamstarFinu Jóhann hauKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Þeir berja hvor annan með gaddasvipu. Þetta er að breytast í harmleik og algert ráðaleysi.“ Steingrímur J. Sigfússon og Guðni Ágústsson Formenn Framsóknarflokks og vg vilja kosningar sem fyrst og útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokk í aðdraganda kosninga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir h. haarde geir tapar vegna tryggðar sinnar við davíð Oddsson í Seðlabankanum. vígstaða Samfylkingar virðist góð með nærri 37 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.