Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Side 9
Dýrast í Grafarvogi
Þegar um hefðbundin 14" fólks-
bíladekk á stálfelgum er að ræða er
ódýrast að skipta um hjá Borgar-
dekk, 5.490 krónur. Þar á eftir kemur
Pitstop við Rauðhellu í Hafnarfirði,
þjónustan kostar 5.643 krónur. Betra
grip býður 5.925, Max 1 5.832 og Bíla-
búð Benna 5.998 krónur. Allar upp-
hæðirnar miðast við staðgreiðslu-
verð en hjá Bílabúð Benna var tekið
fram að yfirleitt væri slíkur afsláttur
veittur. Hjá Bílaáttunni kostar við-
vikið 6.200 krónur, Dekkjahöllinni
6.340 en dýrast reyndist að umfelga
hjá Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs,
6.368 krónur.
75 prósenta munur í 17"
Þegar spurt var um 17" dekk á
álfelgum vandaðist málið. Þegar
um þá stærð ræðir er gerður grein-
armunur á fólksbíla- og jepplinga-
dekkjum. Hjá Betra grip og Pitstop
kostar umfelgun á 17" álfelgum fyr-
ir fólksbíla það sama og fyrir aðra
fólksbíla, svo dæmi séu tekin. Til að
flækja málið enn meira getur skil-
greiningin á jepplingi verið breyti-
leg. Í könnuninni var sem sagt spurt
um 17 tommu dekk á álfelgum fyr-
ir jeppling, en afar sjaldgæft er að
jepplingar séu á stálfelgum nú til
dags.
Ódýrast er að láta umfelga og
jafnvægisstilla og skipta um 17"
jepplingadekk hjá Pitstop. Það kost-
ar 6.291 krónu. Fast á hæla þeim
fylgir Borgardekk en þar kostar
6.490 krónur að skipta um dekk, um-
felga og jafnvægisstilla dekk á öllum
tegundum jepplinga. Hjá Bílaátt-
unni kostar slíkt viðvik 7.500 krón-
ur en 7.970 hjá Bílabúð Benna. Þessi
þjónusta er dýrust hjá Hjólbarða-
verkstæði Grafarvogs, 10.980 krón-
ur. Verðmunur á hæsta og lægsta
verði í þessum flokki er því um 75
prósent.
Svipað verð í jeppaflokki
Þegar kemur að 33" dekkjum er
ódýrast að skipta hjá Borgardekk,
9.490. Bílabúð Benna býður 9.997
krónur fyrir verkið og Pitstop 10.163.
Dýrast er hjá Max 1 á Bíldshöfða.
Þar kostar þjónustan 11.160 krónur
og því munar í þessum flokki aðeins
um 18 prósentum á hæsta og lægsta
verði. Það verður að teljast lítið mið-
að við hversu miklu munar á verði á
dekkjaskiptum í flokki jepplinga.
Hér á síðunni má sjá töflu yfir
verð á umfelgun, dekkjaskiptum og
jafnvægisstillingu fyrir þrjár stærð-
ir felgna 14, 17 og 33 tommu felgur.
Um er að ræða staðgreiðsluverð.
mánudagur 3. nóvember 2008 9Neytendur
Ekki reyndist verulegur munur á kostnaði við skiptingu á dekkjum, umfelgun og jafn-
vægisstillingu í verðkönnun sem DV framkvæmdi fyrir helgi. Á því er sú undantekning
að í flokki jepplinga munar 75 prósentum á hæsta verðinu og lægsta. Borgardekk reynd-
ist bjóða upp á ódýrustu þjónustuna í tveimur af þremur flokkum sem kannaðir voru.
Borgardekk
ódýrastVið mælum með......því að fólk skiptist á fatnaði. vegna hruns krónunnar er ekkert grín að kaupa sér föt í dag. ef þú átt vini eða fjölskyldumeðlimi sem eru í
svipuðum holdum og þú sjálf/-ur
getur verið snjallt að skiptast á
fáeinum flíkum. Það getur lífgað
umtalsvert upp á annars fábrotið
úrval í fataskápnum. Þó flíkin sé í
sjálfu sér ekki ný er hún ný fyrir þér.
Þegar þú ert svo farin/-n að sakna
þess sem þú lánaðir hinum, þá
skiptið þið einfaldlega aftur.
Horfðu á
Skjá einn
nú fer hver að verða síðastur að horfa
á þá fjölmörgu skemmtilegu
sjónvarpsþætti sem Skjá einn býður
upp á. ef marka má fréttir af
uppsögnum allra starfsmanna gæti
Skjár einn heyrt sögunni til innan
þriggja mánaða. Það má því með
sanni segja að nú séu síðustu forvöð
að njóta ókeypis sjónvarpsefnis.
njóttu þess að horfa en gættu þess
að detta inn í þáttaraðir sem hætt
verður að sýna fljótlega eftir áramót.
Borgardekk reyndist bjóða upp á
ódýrustu umfelgunina á fólksbíla-
og jeppadekkjum í könnum sem DV
framkvæmdi fyrir helgi. DV hafði
samband við átta fyrirtæki og spurði
hvað kostaði að skipta um dekk, með
umfelgun og jafnvægisstillingu. Borg-
ardekk í Borgartúni reyndist vera
lægst í tveimur af þeim þremur stærð-
um sem spurt var um. Pitstop reyndist
hins vegar ódýrast í flokki jepplinga.
Óverulegur verðmunur
Verðmunur á þessari þjónustu
reyndist ekki verulegur. Þannig mun-
ar aðeins 16 prósentum á hæsta og
lægsta verði á skiptingu, umfelgun og
jafnvægisstillingu á 14 tommu stálf-
elgum.
DV hringdi í átta fyrirtæki á höf-
uðborgarsvæðinu og spurði hvað
dekkjaskipting, umfelgun og jafnvæg-
isstilling dekkja kostar á 14" stálfelg-
um, 17" álfelgum og 33" stálfelgum.
Athygli vekur að fyrirtækin nota mjög
mismunandi aðferðir við verðflokkun.
Hjá sumum fyrirtækjum skiptir miklu
máli hvort um álfelgur eða stálfelgur
er að ræða. Yfirleitt er dýrara að skipta
um dekk ef bíllinn er á álfelgum en þó
bjóða sum dekkjaverkstæðin eitt verð
fyrir fólksbíla, eitt fyrir jepplinga og
eitt fast verð fyrir jeppa. Þá gildir einu
úr hvaða málmi felgurnar eru eða um
hvaða stærð er að ræða.
Vert er að taka fram að fyrirtækin
bjóða mörg hver tíu prósenta stað-
greiðsluafslátt en verðin sem eru í
töflunni eru staðgreiðsluverð. Þá
bjóða flestir einhverja aðra afslætti, til
dæmis til eldri borgara eða meðlima í
félagasamtökum.
VERÐ Á umfElgun
Fólksbíll á Jepplingur á Jeppi á 33"
Hjólbarðaverkstæði 14" stálfelgum 17" álfelgum stálfelgum
Max 1 Bíldshöfða 5.832 8.743 11.160
Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs* 6.368 10.252 10.980
Dekkjahöllin Skeifunni** 6.340 8.654 11.322
Bílaáttan Smiðjuvegi* ** 6.200 7.500 10.400
Betra grip Lágmúla 5.925 8.031 10.362
Pitstop Rauðhellu 5.643 6.291 10.163
Borgardekk Borgartúni* 5.490 6.490 9.490
Bílabúð Benna 5.998 7.970 9.997
*Afsláttur fyrir ellilífeyrisþega ** Afsláttur fyrir meðlimi FÍB
n viðskiptavini bónuss
brá heldur betur í brún í
vikunni þegar hann
opnaði hreinan
mozzarella-ost frá
mjólkursamsölunni.
Ostinn ætlaði hann
að setja á pitsu sem
hann var að baka
heima hjá sér en osturinn
átti, samkvæmt umbúðunum,
að renna út í byrjun næsta árs.
Þegar pokinn var opnaður var
ostur-
inn myglaður.
n Lofið fær starfsfólk n1 í ártúnsbrekk-
unni. Þar er oftast ungt fólk og efnilegt
að afgreiða. viðmótið er til fyrirmyndar,
manni er innilega þakkað fyrir
viðskiptin og starfsfólkið óskar
viðskiptavinunum góðrar
ferðar með bros á vör að
viðskiptum loknum. Þar er
alveg sama hvort afgreiðslufólk-
ið er íslenskt eða af
erlendu bergi brotið.
Þau eiga hrós skilið.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Miklar annir eru nú hjá dekkja-
verkstæðum Töluverður munur getur
verið á verðlagningu á dekkjaskiptum.
MyND KRiStiNN
Yfirleitt er dýrara að skipta um
dekk ef bíllinn er á álfelgum en
þó bjóða sum dekkjaverkstæðin
eitt verð fyrir fólksbíla, eitt fyrir
jepplinga og eitt fyrir jeppa.
Dísil
el
d
sn
ey
t
i
gULLINBrÚ verð á lÍtrA 154,9 kr. verð á lÍtrA 176,6 kr.
skeIfUNNI verð á lÍtrA 153,2 kr. verð á lÍtrA 174,9 kr.
skógarhLíð verð á lÍtrA 154,9 kr. verð á lÍtrA 176,6 kr.
bensín
kæNUNNI verð á lÍtrA 149,1 kr. verð á lÍtrA 170,8 kr.
fjarðarkaUpUm verð á lÍtrA 149,2 kr. verð á lÍtrA 170,9 kr.
feLLsmÚLa verð á lÍtrA 153,2 kr. verð á lÍtrA 174,9 kr.
skógarseLI verð á lÍtrA 153,2 kr. verð á lÍtrA 174,9 kr.
umSjón: baLdur guðmundSSOn, baldur@dv.is / neytendur@dv.is