Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Blaðsíða 12
mánudagur 3. nóvember 200812 Fréttir Súkkulaðisaur Ástralskur veitingastaður hefur verið sakaður um að bjóða upp á frosinn saur í súkkulaðiís. Tals- menn veitingastaðarins sem er á einu þekktasta hótelinu í Sydney, Coogee Bay Hotel, neita ásökun- unum og hefur það hleypt enn verra blóði í fjölskylduna sem fékk ísinn. Whyte-fjölskyldan, sem keypti umræddan ís, sagði að það hefði strax verið ljóst að ísinn var ekki eins og hann átti að vera. „Þegar ég bar skeiðina upp að vör- um mínum fann ég samstundis skítalyktina. Ég seldi upp í serví- ettuna mína,“ sagði Jessica Whyte um atvikið. Að hennar sögn er hún orðin dauðhrædd við að borða úti eftir upplifunina. Samkvæmt upplýsingum sem lek- ið hafa í fjölmiðla vegna máls Jós- efs Fritzl var dóttir hans, Elísabet, ekki sú eina sem hann hélt fang- inni í prísund. „Ég fangelsaði móð- ur mína líka,“ viðurkennir Fritzl. Jósef Fritzl lokaði sjúka móð- ur sína inni í háaloftsherbergi þar sem búið var að múra upp í glugga. Þar ku hann hafa haldið henni þar til hún gaf upp öndina, en á neðri hæðunum vann hann að undir- búningi kjallaradýflissunnar sem síðar varð að fangelsi dóttur hans, Elísabetar. Jósef Fritzl, sem er sjötíu og þriggja ára, bíður nú réttarhalda fyrir að hafa nauðgað Elísabetu og haldið henni fanginni í þar til gerðri prísund í kjallara heimil- is þeirra í austurríska smábænum Amstetten. Í kjallaranum eignaðist Elísabet sjö börn með föður sínum á þeim tuttugu og fjórum árum sem hún dvaldi þar. Öll börnin komust á legg utan eitt sveinbarn, Michael, sem dó skömmu eftir fæðingu og brenndi Fritzl lík hans í brennsluofni í kjallaranum. Byrgt fyrir alla skímu Samkvæmt réttarskjölum sem lekið hafa í fjölmiðla læsti Fritzl móður sína inni uppi á háalofti heimilis hennar skömmu áður en hann lokaði dóttur sína niðri í kjallara. Hann múraði upp í alla glugga til að koma í veg fyrir að nokkur dagskíma kæmist inn. Fritzl sagði það vera hefnd fyrir þær misþyrmingar sam hann sætti af hennar hálfu þegar hann var að vaxa úr grasi. Móðir hans dó árið 1980. „Hún veitti mér aldrei nokkra ástúð. Hún lamdi mig og sparkaði í mig þar til ég lá blóðugur á gólf- inu. Mér stóð mikil ógn af henni,“ sagði Fritzl í samtali við réttargeð- lækni. „Hún hellti yfir mig svívirð- ingum og sagði mig vera Djöful- inn, glæpamann, einskis nýtan,“ sagði Jósef Fritzl. Tilvitnanirnar eru fengnar úr skýrslu réttargeðlæknis sem rann- sakaði Jósef Fritzl í sex ítarlegum viðtölum. Í skýrslunni úrskurðar geðlæknirinn Fritzl heilan á geði og að hægt sé að rétta yfir honum þrátt fyrir að hann þjáist af einhvers konar „persónuleikatruflun“. Samkvæmt skýrslunni vann móðir Jósefs Fritzl sem þjónustu- kona á meðan hún ól hann upp ein síns liðs eftir að hafa gengið í gegnum afar bitran skilnað. Að sögn Jósefs beitti hún hann of- beldi og einangraði hann frá öðr- um börnum. Þrátt fyrir það bjó Fritzl áfram á heimili móður sinnar, í húsinu í Amstetten, þar sem hann bjó með eiginkonu sinni og eignaðist með henni börn. Þegar móðir hans lést hafði hann þegar hafist handa við gerð kjallarbyrgis með það fyrir augum að þar yrði framtíðarheim- ili Elísabetar. Það varð að raun- veruleika árið 1984. Varð afhuga eiginkonu sinni Þrjú þeirra barna sem hann eignaðist með Elísabetu ólust upp á efri hæðum hússins, áttu eðlilegt líf og gengu í skóla. Þau þrjú sem bjuggu í kjallaranum ásamt móður sinni sáu aldrei dagsins ljós fyrr en lögreglan frelsaði þau úr prísundinni 26. apríl. Í fyrrnefndri skýrslu kemur fram að Fritzl var óánægður með eiginkonu sína. „Hún [Rose- marie] varð feit og mér líkaði það ekki,“ sagði Fritzl. Því beindi hann sjónum sínum að dóttur sinni, sem hann nauðgaði ítrek- að um áratugabil. Jósef Fritzl er þeirrar skoð- unar að hann hafi verið börnum sínum og Elísabetar góður fað- ir. „Synir mínir og dætur, sem ég eignaðist með Rosemarie, veittu mér litla ástúð. En börnin okkar Elísabetar, sem ólust upp á efri hæðunum voru mér góð. Slíkt hið sama má segja um börnin í kjallaranum,“ er haft eftir Fritzl. Frásögn hans er af mörg- um litin hornauga og að margra mati tilraun af hans hálfu til að nota meint ofbeldi sem hann sætti í eigin æsku til að réttlæta aðgerðir hans síðar meir. Réttar- geðlæknirinn, Adelheid Kastner, sem útbjó skýrsluna komst að þeirri niðurstöðu að Jósef Fritzl væri kaldlyndur og útsmoginn maður. Þann 22. júlí 2005 var Jean Charles de Menezes skotinn sjö sinnum í höf- uðið af liðsmönnum hryðjuverka- deildar bresku lögreglunnar. Menezes var ranglega álitinn hryðjuvekamað- ur og lögreglan taldi að hann hygði á sjálfsvígsárás. Atvikið átti sér stað í neðanjarðarlest í Lundúnum og við rannsókn málsins báru lögreglumenn að þeir hefðu veitt Menezes viðvörun: „Vopnuð lögregla,“ en hann hefði ekki hirt um viðvörun- ina. Við vitnaleiðslur fyrir helgi sögðu farþegar sem sátu nálægt Menezes að engar viðvaranir hefðu verið gefn- ar í undanfara þess að Menezes var skotinn til bana. Umræddir farþegar hafa ekki fyrr gefið upplýsingar um at- burðarásina þennan örlagaríka dag á Stockwell-stöðinni í Lundúnum. Rachel Vilson, sem var með Ralph Livok, kærasta sínum, sagði að í fyrstu hefði hún haldið að mennirnir „væru í leik“, en þegar hún leit niður sá hún að hendur hennar voru ataðar blóðslett- um. Ralph Livok sagði að þau hefðu enga hugmynd haft um hvort menn- irnir í lestinni voru lögreglumenn eða hryðjuverkamenn. „Fyrsta hugsun mín var að um væri að ræða leik og þetta væru strákar að leika sér – í mjög ósmekklegum leik í neðanjarðarlestinni, því þeir voru all- ir í gallabuxum og stuttermabolum, en með skotvopn,“ sagði Livok. Wesley Merill, farþegi sem einnig varð vitni að atvikinu, hafði svipaða sögu að segja. Hann mundi að einhverjir lögreglu- mannanna voru með lögregluhúfur á höfði, en minnist þess ekki að nokkur þeirra hefði yrt á Menezes. Vitnisburður Rachel Vilson og Ralphs Livok sem og annarra farþega er í mótsögn við fullyrðingar lögreglu- mannanna sem í hlut áttu. Jean Charles de Menezes var tek- inn í misgripum fyrir Hussain Osman, hryðjuverkamann sem staðið hafði fyrir misheppnaðri sjálfsvígsárás dag- inn áður. Vitni segja lögreglu aldrei hafa varað de Menezes við áður en hún hóf skothríð: Skotinn í höfuðið án viðvörunar Hussain Osman (t.v) og Jean Charles de Menezes (t.h.) de menezes var tekinn í misgripum fyrir Osman. KOlBeinn þOrsteinssOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Samkvæmt réttarskjölum sem lekið hafa í fjöl- miðla læsti Fritzl móður sína inni uppi á háa- lofti heimilis hennar skömmu áður en hann lokaði dóttur sína niðri í kjallara. Hann múr- aði upp í alla glugga til að koma í veg fyrir að nokkur dagskíma kæmist inn. læSti móður Sína inni Það er ljóst að enn er langt í að öll kurl komi til grafar í máli Austur- ríkismannsins Jósefs Fritzl. Hann hélt, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, dóttur sinni elísabetu fanginni í kjallaraholu heimilis síns um aldarfjórðungsskeið. Jósef eign- aðist sjö börn með dóttur sinni, þar af komust sex á legg. Veikindi elstu dóttur Elísabetar urðu til þess að upp komst um málið. Sífellt leka meiri upplýsingar vegna rannsókn- ar málsins í fjölmiðla. Jósef Fritzl Segist hafa læst sjúka móður sína inni í háaloftsherbergi þar sem engrar sólarglætu gætti. Í sólbaði naut þess að eiga tvær fjölskyldur og telur sig hafa verið góðan föður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.