Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Page 13
mánudagur 3. nóvember 2008 13Fréttir erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Banvænt klám Í breska slúðurblaðinu The Sun er sagt frá 23 ára Breta, Chris Nicholls, sem fannst látinn í rúmi sínu. Chris fæddist með hjarta- galla og var skorinn upp fyrir fimmtán mánuðum. Í apríl fékk hann hjártaáfall og var skorinn upp á ný. Clare, móðir Chris, hefur nú upplýst að hann var að horfa á klámmynd þegar dauða hans bar að. Ekki er útilokað að hún leggi fram kröfur á hendur Royal Brompton Hospital, þar sem Chris var skorinn upp í vor. Clare segist engar ráðleggingar hafa fengið eftir aðgerðina, þegar hún spurði hvernig hún ætti að gæta hans þegar heim væri komið. Elsta hebreskan Leirkersbrot sem fannst í júní geymir mögulega elstu útgáfu hebreskrar skriftar sem fundist hefur. Þetta er skoðun fornleifa- fræðings í Ísrael. Brotið fannst við uppgröft um 20 kílómetrum suðvestur af Jerúsalem. Sérfræð- ingar við Hebreska háskólann segja greiningu sýna að skrift- in sé 3.000 ára gömul, eða um 1.000 árum eldri en Dauðahafs- handritin. Aðrir vísindamenn hvetja til varkárni því nánari rannsóknar sé þörf. Charles Taylor eldri er fyrir rétti í Haag og nýlega var sonur hans sakfelldur vestra: Sonur fyrrverandi forseta Líberíu hefur verið sakfelldur fyrir pynting- ar af bandarískum dómstóli í máli sem er hið fyrsta sinnar tegundar á bandarískri grundu. Charles Taylor yngri, sem einn- ig er þekktur sem Chuckie, stendur frammi fyrir lífstíðardómi eftir að hafa verið fundinn sekur um pynt- ingar og ákæruatriði sem snéru að skotvopnum og samsæri. Taylor yngri er fyrsti maðurinn sem sótt- ur er til saka, samkvæmt lögum frá 1994, fyrir pyntingar og óhæfuverk framin á erlendri grundu. Charles yngri var yfirmaður and- hryðjuverkadeildar, Demon Forces sem hafði það hlutverk að þagga niður í andstæðingum föður hans, og var hann sakaður um að hafa tekið þátt í pyntingum og átt aðild að drápum, en faðir hans var ekki þekktur fyrir mikla linkind í valda- tíð sinni. Á árunum frá 1999 til 2002 varð Taylor yngri, ásamt sveitum sínum, valdur að mikilli þjáningu fólks sem grunað var um að vera í andspyrnu gegn föður hans eða styðja þá sem það voru. Í mestu uppáhaldi hjá liðsmönn- um Taylors yngra voru pyntingar þar sem bráðið plast var látið dropa á fórnarlömbin, þau stungin með byssustingjum, þeim gefið raflost eða pyntuð með heitu járni. Einnig voru fórnarlömbin þakin hermaur- um. Charles taylor yngri er banda- rískur ríkisborgari, fæddur árið 1977 í Boston. Móðir hans var vin- kona föður hans og stundaði nám í Boston á þeim tíma. Síðar flutti hún til Miami í Florida. Þegar Charles Taylor eldri, fað- ir Chuckies, rændi völdum í Líber- íu árið1997 flutti hann til landsins og var gerður að yfirmanni Dem- on Forces, rétt rúmlega tvítugur að aldri. Glæpirnir sem Chuckie var sakfelldur fyrir voru sérstaklega hrottafengnir þegar sveitir hans börðu á bak aftur uppreisn sem hófst árið 1999. Líbería stendur nú í ströngu við að jafna sig eftir áralangt stríð og fyrir Sannleiks- og sáttanefnd rifja fórnarlömb upp þá viðurstyggilega glæpi sem klufu þjóðina í tvennt. Í öðrum réttarhöldum, sem fara fram í Haag, er réttað yfir Charles Taylor eldri. Hann er meðal ann- ars ákærður fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni með því að hafa horft framhjá morðum, nauðgun- um og aflimun þúsunda manns á meðan blóðug borgarastyrjöld geisaði í Sierra Leone um tíu ára skeið. Ákæruatriðin á hendur Taylor eldri eru ellefu talsins og hefur hann neitað sök í þeim öllum. Kolbeinn þorsTeinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Ógnvaldur líberíu andstæðingum Charles Taylor og sonar hans var engin miskunn sýnd. FélEgir FEðgar Fyrir rétti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.