Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Qupperneq 14
Stjórnarsamstarfinu er óformlega
lokið. Bláir stjórnarsáttmálar síð-
ustu ríkisstjórna ýta sökinni eðli-
lega heim. Innihald þeirra, taumlaus
einkavæðing, hávaxtastefna og aftur-
endi í ESB. Sumir kalla þetta dav-
íðsku en gleymum ekki að hreinum
meirihluta hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn aldrei náð og margir segðu það
ógjörning úr þessu. En á rjúkandi
rúst rís nýr grunnur.
Eitt það fyrsta sem fólk bendir á til
uppbyggingar er ESB, ríkjabandalag
Evrópuríkja. Eftir óstjórnina er eðlilegt
að æ fleiri íhugi þennan kost. Þannig
hefur Sjálfstæðisflokknum tekist með
ótrúlegum hraða að snúa fólki til fylg-
is við þetta andmál sitt hingað til. „Í
ljósi nýrra aðstæðna“ sem eins mætti
kalla „vegna eigin óstjórnar“ er nú
uppi endurskoðun innan raða sjálf-
stæðismanna varðandi inngöngu í
ESB. Sé mið tekið af skoðanakönnun-
um er óvíst að breytt afstaða hafi mik-
ið gildi.
Seðlabankinn hefur reynt á um-
liðnum árum að laða til sín gjaldeyri
með hávaxta innlánsbréfum. Rúllan
gekk meðan krónan var sterk en við
ríkjandi aðstæður táknar innleysing
þessara bréfa gjaldþrot fyrir kennitöl-
una Ísland. Margir vöruðu við þessum
yfirvofandi viðsnúningi, jafnvel fólk á
þingi, en megnaði ekkert. Bersýnilega
þarf að bæta skilvirkni hins háa.
Einkavæðingin var vegferð Íslend-
inga til framtíðar og flestir tóku þátt.
Að láta undir höfuð leggjast að fylgja
henni úr hlaði með lagaramma var
óstjórn og bresta svo á með neyðar-
lögum í andarslitrunum staðfesting-
in. Einkavæðingarnefnd brást í þessu
ferli öllu mjög skyldu sinni og ósenni-
legt að annað hafi staðið til.
Með einkavæðingunni fylgdu
áður óþekkt lífskjör, allt strax, hér og
nú. Ennfremur hafði skranið sem flutt
var til landsins sín áhrif á viðskipta-
hallann og gjaldmiðilinn sömuleið-
is. Ævintýraleg lánakjör bankanna
létu draumana rætast en þeim fylgdu
ósýnilegir hlekkir sem styttist nú víða
í. Lán er ólán nema smokkur fylgi.
Staða lands og þjóðar er óljós. Al-
þýðuhetjur troppa upp á Austurvelli
og niðurhrópa. Ráðamenn líta á þetta
sem fámennar róstur enda engum
þeirra dottið til hugar að viðurkenna
alvarleg hagstjórnarmistök né finna
sér nýjan starfsvettvang. Ég held þó að
margir Íslendingar þrái heitt ný andlit
og nýja hugsun í íslenskri pólitík. Eða
að minnsta kosti einhverja hugsun.
mánudagur 3. nóvember 200814 Umræða
Lán er ólán nema smokkur fylgi
kjallari
reynir traustason ritstjóri skrifar Forsætisráðherrann er í starfi sem er honum ofviða.
Krossgötur
leiðari
Íslenskir kjósendur hafa loksins áttað sig á því að Sjálfstæðis-flokkurinn hefur brugðist þjóðinni. Kannanir á meðal kjós-enda sýna svo ekki verður um villst að flokkurinn er á beinni
leið í pólitískan dauða. Undir stjórn Geirs H. Haarde hefur tekist
að skerða fylgið um allt að helming. Enginn þarf að velkjast í vafa
um að þetta eru makleg örlög flokks sem logið hefur til um getu
sína til að stjórna efnahagsmálum. Geir er að gjalda fyrir það
öðrum þræði að vera ákvarðanafælinn. Yfirgnæfandi meirihluti
þjóðarinnar hefur fengið nóg af Davíð Oddssyni seðlabanka-
stjóra og þjóðhættulegum yfirlýsingum og aðgerðum hans. Sam-
fylkingin öll vill láta Davíð fara. Ráðherrar hennar létu bóka á
ríkisstjórnarfundi að Davíð Oddsson nyti ekki trausts flokks-
ins. Samt þumbast forsætisráðherrann við að reka manninn úr
Seðlabankanum með skömm og kveðst bera til hans fullt traust.
Annar löstur Geirs er sá að honum er fyrirmunað að segja satt.
DV rakti dæmi um öll þau tilvik þar sem hann hefur logið til að
losna við óþægindi. Forsætisráðherrann er í starfi sem er hon-
um ofviða. Þótt Samfylking mælist með yfirburðafylgi mun nei-
kvæð athygli kjósenda brátt beinast að þeim flokki. Rétt eins og
Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á bankastjórn Seðlabankans
er Samfylking ábyrg fyrir því að flokkurinn situr í ríkisstjórn í
óþökk þjóðarinnar. Það styttist í að kjósendur lýsi flokkana sam-
ábyrga. Forysta Samfylkingar stendur nú á þeim krossgötum að
velja á milli þjóðarvilja og vinavæns spillingarflokks sem hef-
ur verið alltof lengi við völd og valdið þjóðinni mestum skaða á
lýðveldistímanum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður að taka
ákvörðun áður en klukkan glymur henni líka.
Sandkorn
n Geir H. Haarde hafði ýmislegt
að segja á leynifundi sínum með
völdum fjölmiðlum í síðustu viku
þó sumt vildi hann alls ekki að
yrði haft eftir honum á prenti eða
í ljósvakamiðlum. Ein setning í
umfjöllun Fréttablaðsins hefur
vakið athygli
manna sem
þykjast vita
fyrir víst að
þar sé vitnað
í forsætis-
ráðherra.
„Viðhorf
háttsettra í
stjórnarráð-
inu er, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins, að nú reyni feðg-
arnir að „klína ábyrgðinni“ yfir á
aðra.“ Samkvæmt heimildum DV
er það einmitt sjálfur forsætis-
ráðherra sem lét þessi orð falla á
leynifundinum á þriðju hæðinni í
Ráðherrabústaðnum en mun alls
ekki hafa viljað að þau yrðu höfð
eftir honum sjálfum.
n Helgin sem nú er að baki
einkenndist af uppvakningum
fallinna útrásarvíkinga. Hannes�
Smáras�on, fyrsti matadorinn
sem féll, var í hátíðarviðtali á
Markaðnum á Stöð 2. Hannes var
í hlutverki vitringsins sem falið
var að greina orsakir hrunsins og
mátti skilja að hann væri tilbúinn
í hjálparsveit lýðveldisins. Sjálfur
talaði Hannes lítið um eigið hrun
og þá tugmilljarða sem hluthaf-
ar í FL Group þurftu að taka á sig
vegna fádæma óráðsíu og bruðls.
n Sjónvarpsmaður Íslands, Egill
Helgas�on, lét ekki sitt eftir liggja
og fékk annan uppvakning í
Silfrið. Þangað mætti Gunnar
Smári Egils�s�on og var kynntur
sem blaðamaður. Hann greindi
ástandið af mikilli skarpskyggni
og var ekki hress með framgöngu
útrásarvíkinganna. Sjálfur var
hann lengi ein aðalgrúppían í
þeim hópi. Fortíð hans er mörk-
uð af stofnun fríblaða og blóðugu
tapi og gjaldþrotum. En nú er
hann kominn í ráðgjafahópinn
og segist aldrei hafa átt einka-
þotu.
n Agnes� Bragadóttir skrifaði mik-
inn pistil í sunnudagsmoggann
um leynifund aðstoðarmanna
nokkurra ráðherra og útvarps-
stjórans Páls� Magnús�s�onar og
ritstjóranna
Þors�teins�
Páls�s�on-
ar og Ólafs�
Stephen-
s�en sem DV
ljóstraði upp
um á dögun-
um. Furðar
Agnes sig
mjög á fundinum og sérstaklega
útskýringum Róberts� Mars�hall,
aðstoðarmanns Kris�tjáns� L.
Möller, á fundinum. Finnst henni
ekkert sem Róbert sagði um
fundinn réttlæta hann enda ein-
beiti starfsmenn ritstjórna sér að
því að flytja fréttir og endurspegla
það sem er að gerast en ekki að
hanna atburðarás. En pistilinn er
vart hægt að lesa öðruvísi en sem
skot á Ólaf Stephens�en, ritstjóra
Morgunblaðsins, og forvera hans,
Styrmi Gunnars�s�on og Matthías�
Johannes�s�en, sem voru þekktir
fyrir leynifundi.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Húðflúrið lítur
út fyrir að vera
s�tærra en það
raunverulega er.“
n Óli Geir Jónsson, skemmtanapinni og fyrrverandi
herra Ísland, um húðflúr sem hann var að fá sér.
Greinilega margslungið húðflúr. - DV
„Á tímum góðæris�ins� var
ég kölluð litla „helvítis�
kommas�telpan“ fyrir að
voga mér að tala gegn
einkavæðingu.“
n Kolfinna Baldvinsdóttir um
hversu hratt viðhorfin hafa breyst
í þjóðfélaginu. - DV
„Það er þarna
lífeðlis�fræðingur s�em
heldur því fram að ás�t s�é
bara röð af taugas�kilaboð-
um, eins� óróman-
tís�kt og það
geris�t.“
n Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Bachmann um eina af
persónunum í nýjasta leikriti hennar,
Dansaðu við mig, sem sýnt er í Iðnó. - DV
„Hann hefur gam-
an af því að
plotta og s�kiptir
um bandamenn
án þes�s� að blikna.“
n Einn heimildarmanna DV um að Bjarni
Ármannsson minni oft frekar á pólitíkus en
bankamann. - DV
„Ruglið á Geir er
s�líkt, að hann
s�egir tæpas�t
s�att orð inn á
milli lína.“
n Jónas Kristjánsson hlífir forsætisráðherra ekki frekar
en fyrri daginn. - jonas.is
„Ætlar fjármálaráðherra
að leyfa þetta?“
n Friðjón R. Friðjónsson furðar sig á kaupum Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar á fjölmiðlum 365.
- fridjon.eyjan.is
„Þegar ég s�á Little Britain,
þá gat ég meira að s�egja
s�ams�amað mig við
„Eina hommann í
þorpinu“
gæjann.“
n Jónsi úr Sigur Rós um hvernig var
að alast samkynhneigður
upp í Mosfellssveit
sem núna heitir
Mosfellsbær.
- visir.is
bókStaflega
LÝÐUR ÁRNASON
heilbrigðisstarfsmaður skrifar
„Margir vöruðu við
þessum yfirvofandi
viðsnúningi, jafn-
vel fólk á þingi, en
megnaði ekkert.“