Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Page 16
mánudagur 3. nóvember 200816 Sport Sport Grétar laGði upp mark bolton lyfti sér af botninum í ensku úrvalsdeildinni með sigri á manchester City í gær-kvöldi, 2-0. Landsliðsmaðurinn grétar rafn Steinsson lagði upp fyrra mark bolton fyrir ricardo gardner sem tókst næstum því að klúðra metra frá marki. richard dunne tryggði svo sigurinn með auðveldu marki í vit-laust net. bolton er áfram í fallsæti en hefur sama stiga-fjölda og þrjú önnur lið. manchester City tapaði sínum öðr-um leik í röð og hefur aðeins innbyrt fjögur stig af síðustu átján mögulegum. ÚRSLIT Iceland express kk Njarðvík - Tindastóll 75–84 Stjarnan - Skallagrímur 82–45 Grindavík - Þór A. 108–87 Staðan lið l u J t m St 1. grindavík 5 5 0 0 555:434 10 2. Kr 4 4 0 0 386:303 8 3. Tindastóll 5 4 0 1 405:393 8 4. Þór a. 5 2 0 3 422:450 4 5. Snæfell 4 2 0 2 317:281 4 6. FSu 4 2 0 2 362:319 4 7. Keflavík 4 2 0 2 345:339 4 8. breiðab. 4 2 0 2 328:355 4 9. njarðvík 5 2 0 3 397:430 4 10. Stjarnan 5 2 0 3 428:407 4 11. Ír 4 0 0 4 298:342 0 12. Skallag. 5 0 0 4 288:478 0 handboltI eM 2010 Noregur - Ísland 31–31 Mörk Íslands: Logi Geirsson 13, Arnór Atlason 6, Þórir Ólafsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Einar Hólmgeirsson 1, Vignir Svavarsson 1, Ragnar Óskarsson 1. Varin Skot: Björgvin Páll Gústavsson 11, Hreiðar Levy Guðmundsson 3. Belgía - Eistland 24–29 Staðan lið l u J t m St 1. Ísland 2 1 1 0 71:52 3 2. noregur 2 1 1 0 64:56 3 3. eistland 2 1 0 1 54:57 2 4. maked. 0 0 0 0 0:0 0 5. belgía 2 0 0 2 45:69 0 enska úrvalsdeIldIn Everton - Fulham 1–0 1-0 Louis Saha (87.) Chelsea - Sunderland 5–0 1-0 Alex (27.), 2-0 Nicolas Anelka (30.), 3-0 Nicolas Anelka (44.), 4-0 Frank Lampard (51.), 5-0 Nicolas Anelka (53.). Man. United - Hull 4–3 1-0 Cristiano Ronaldo (3.), 1-1 Daniel Cousin (23.), 2-1 Michael Carrick (29.), 3-1 Cristiano Ronaldo (44.), 4-1 Nemanja Vidic (57.), 4-2 Bernard Mendy (69.), 4-3 Geovanni (82, víti.). Middlesbrough - West Ham 1–1 0-1 Hayden Mullins (21.), 1-1 Hossahm Mido (83.). Portsmouth - Wigan 1–2 0-1 Amr Zaki (44, víti.), 1-1 Nico Kranjcar (82.), 1-2 Emile Heskey (90.). Stoke City - Arsenal 2–1 1-0 Ricardo Fuller (11.), 2-0 Salomon Olofinjana (73.), 2-1 Gael Clichy (90.). WBA - Blackburn 2–2 0-1 Benni McCarthy (13, víti.), 1-1 Roman Bednar (55.), 2-1 Ishmael Miller (62.), 2-2 Keith Andrews (89.). Tottenham - Liverpool 2–1 0-1 Dirk Kuyt (.3.), 0-2 Jaime Carragher (69, sjálfs- mark.), 1-2 Roman Pavlyuchenko (90.). Bolton - Man. City 2–0 1-0 Ricardo Gardner (76.), 0-2 Dunne (88, sm.). Staðan lið l u J t m St 1. Chelsea 11 8 2 1 27:4 26 2. Liverpool 11 8 2 1 16:8 26 3. man. utd 10 6 3 1 19:8 21 4. arsenal 11 6 2 3 23:12 20 5. aston 10 6 2 2 19:12 20 6. Hull 11 6 2 3 17:18 20 7. everton 11 4 3 4 15:19 15 8. m.boro. 11 4 2 5 11:16 14 9. Portsmth 11 4 2 5 11:17 14 10. man. C 11 4 1 6 23:18 13 11. West H 11 4 1 6 15:19 13 12. Stoke 11 4 1 6 13:19 13 13. blackb. 11 3 4 4 13:20 13 14. Sunderl. 11 3 3 5 9:16 12 15. Fulham 10 3 2 5 8:9 11 16. Wigan 11 3 2 6 13:16 11 17. Wba 11 3 2 6 10:18 11 18. bolton 11 3 2 6 10:13 11 19. Tottenh. 11 2 3 6 13:17 9 20. newcas. 10 2 3 5 12:18 9 ForMúla 1 Heimsmeistarakeppni ökuþóra: 1. Lewis Hamilton, McLaren 98 2. Felipe Massa, Ferrari 97 3. Kimi Raikkonen, Ferrari 75 4. Robert Kubica, BMW 75 5. Fernando Alonso, Renault 61 Heimsmeistarakeppni bílasmiða: 1. Ferrari 172 2. McLaren 151 3. BMW 135 Allt ætlaði um koll að keyra á loka- sekúndu leiks Íslands og Noregs í undakeppni Evrópumótsins í hand- knattleik á sunnudaginn sem endaði með jafntefli, 31-31. Erlend Mame- lund, leikmaður Noregs, fékk knött- inn í þann mund sem leiktíminn rann út og freistaði þess að koma skoti á markið. Þá stukku Vignir Svavarsson og hetjan Þórir Ólafsson á Mamelund og brutu allhressilega á honum til að tryggja jafnteflið. „Þeir [Vignir og Svavar] stukku á mig með olnbogana á undan sér og ég þurfti að passa mig. En þetta gera öll lið. Það gera allir allt til þess að tryggja sér stig,“ sagði Mamelund við norska blaðið Verdens Gang eftir leikinn. Allt varð svo vitlaust inni á vellinum og hlupu varamenn beggja liða inn á til að blanda sér í baráttuna. „Svona bellibrögðum er beitt oft á tíðum. Við hefðum gert nákvæmlega það sama,“ sagði línutröllið Frank Loke við VG. Þjálfari Norðmanna, hinn sænski Robert Hedin, var ánægður með stig- ið. „Við börðumst allan tímann og verðum að vera sáttir með stigið. Það er þó svolítið súrt þar sem mér finnst að við hefðum átt að vinna leikinn,“ sagði Hedin. Hann var mjög ósátt- ur við ruðninginn sem dæmdur var á Thomas Drange þegar fjórtán sek- úndur voru eftir en upp úr honum skoraði Þórir Ólafsson jöfnunarmark- ið. „Aukakastið var ekki einu sinni tek- ið á réttum stað. Jafntefli er samt ljó- sárum betra en tap á heimavelli. Þetta gæti reynst mjög mikilvægt stig á end- anum,“ sagði Hedin og undir það tók Erlend Mamelund. „Tap hefði verið hræðilegt,“ sagði skyttan við VG. tomas@dv.is Landsliðsmenn og þjálfari Noregs eftir leikinn gegn Íslandi: „hefðum gert nákvæmlega það sama“ tvö störf Hinn sænski robert Hedin stýrir noregi og melsungen í Þýskalandi. mynd Getty Ísland er komið með þrjú stig eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppni Evrópumótsins í handbolta. Leikið er eftir nýju fyrirkomulagi, því sama og tíðkast í knattspyrnunni með riðlakeppni. Ísland rúllaði yfir Belga í síðustu viku og bætti öðru stigi í sarpinn í háspennuleik gegn Noregi í Drammen sem endaði með jafntefli, 31-31. Það mátti vart tæpara standa því Þórir Ólafsson skoraði jöfnunar- markið þegar aðeins sex sekúndur voru eftir af leiknum. Gáfust ekki upp Strákarnir okkar byrjuðu ekki nægilega vel og leiddu Norðmenn mest með sex mörkum, 15-9. Lítið gekk að stöðva sóknir Norðmanna þar sem línumaðurinn Bjarne Myr- hol fór hamförum. Ekki þó aðallega í markaskorun heldur fiskaði hann okkar menn út af trekk í trekk og hafði Ísland verið út af í sex af fyrstu fjórtán mínútum leiksins. Áræðn- ir Íslendingar minnkuðu muninn í eitt mark en þurftu að sætta sig við þriggja marka mun í hálfleik, 16-13. logi stórkostlegur Logi Geirson þurfti að stíga upp í fjarveru margra lykilmanna liðs- ins og svaraði hann kallinu með stæl með þrettán mörkum. Með Loga í fararbroddi saxaði Ísland á forskot Norðmanna jafnt og þétt og komst svo yfir í fyrsta skiptið 22-21. Varnar- leikurinn var þá kominn í mun betra lag og sóknin gekk mun smurðar en þar stóð Arnór Atlason vaktina með miklum sóma. Ísland fékk tækifæri til að bæta við forystuna en missti Norðmenn aftur fram úr sér. Heimamenn voru þremur mörkum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir en íslenska liðið sýndi mikinn karkater, skoraði fimm mörk gegn tveimur á lokamínútun- um, og tryggði sér jafntefli, 31–31, með marki Þóris Ólafssonar sex sek- úndum fyrir leikslok. Of mikið að heimta sigur Uppi varð fótur og fit á lokasek- úndunni þegar Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson stukku á Erlend Mamelund, leikmann Noregs, sem gerði sig líklegan til að taka síðasta skotið á markið. Mamelund brást illa við, sló til Vignis og fengu þeir félagar báðir rautt spjald. Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari veit að möguleikinn á sigri var fyrir hendi en er sáttur með stigið. „Við vorum komnir í mjög ákjós- anlega stöðu en það hefði verið til of mikils mælst að heimta sigur þarna. Þetta leit ekki vel út hjá okkur í fyrri hálfleik þar sem við náðum ekki hraðaupphlaupunum okkar. En við breyttum vörninni í seinni hálfleik. Vorum aftar á öðrum vængnum, lögðum meiri kraft í hraðaupphlaup- in og þannig komumst við aftur inn í leikinn. Það var mjög mikilvægt að tapa ekki og þetta var gríðarlega mik- ilvægt stig,“ sagði Guðmundur við DV um leikinn. Ótrúlegur karakter „Maður hefur upplifað að lið gef- ist upp 15-9 undir en svo var nú al- deilis ekki hjá okkur,“ sagði Guð- mundur um svartasta blettinn á leiknum. „Hópurinn sýndi ótrúlegan karkater, að vinna sig aftur inn í leik- inn. Úr sex mörkum undir í tveim- ur mörkum yfir, þetta er átta marka sveifla á sterkum útivelli gegn sterku liði,“ sagði hann. Marga menn vantaði í íslenska lið- ið og var Guðmundur mjög ánægður með þá sem komu inn. „Hjá okkur vantaði fimm menn úr silfurliðinu og ekki skánaði það þegar Guðjón Valur fór út af meiddur. Það segir sína sögu að ná þessum úrslitum þegar við erum í þessum erfiðleikum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Íslenska landsliðið í handknattleik gerði jafntefli við Noreg, 31–31, í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins. Útlitið var ekki bjart í fyrri hálfleik þar sem Noregur leiddi mest með sex marka mun. Marga silfurstráka vantaði og var þjálfarinn, Guð- mundur Guðmundsson, hæstánægður með úrslitin. tÓmaS ÞÓr ÞÓrðarSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is GríðarleGa meiddist guðjón valur skoraði grimmt gegn belgum en fór út af meiddur gegn noregi. mikilvæGt stiG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.