Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Page 17
Wenger svekktur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir lið sitt ekki hafa ráðið við getu Stoke-manna í loftinu í leik þeirra í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Stoke vann leikinn 2-1 og komu bæði mörk Stoke upp úr löngum innköstum. „Við vorum búnir að vinna í þessu en að verjast svona mörkum er ekki okkar helsti styrkleiki. Okkur var refsað en þegar allt kemur til alls átti Stoke sigurinn skilið,“ segir Wenger sem gefur lítið fyrir leikstíl Stoke. „Venjulegir Englendingar sem elska hinn hefðbundna enska fótbolta þar sem menn berjast endalaust hafa eflaust verið ánægðir því þeir fengu það sem þeir vilja.“ Robin Van Persie fékk rautt spjald fyrir að brjóta á markverði Stoke og verður hann í banni gegn Manchest- er United um næstu helgi. „Þetta hefði átt að vera gult spjald. Persie átt ekki að gera þetta og það veit hann en rautt spjald var harður dómur,“ segir Wenger. Ótrúlegur uppbÓtartími Þær mínútur sem liðu í viðbótartíma í leik Derby og Nottingham Forest í ensku Championship-deildinni í gær voru hreint ótrúlegar. Staðan var 1-1 þegar Derby skoraði þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Dómari leiksins tók af þeim markið en dæmdi vítaspyrnu á Forest og fékk því Derby annað tækifæri til að innsigla sigurinn. Markvörður Forest varði í horn, aftur úr horninu í annað horn sem Derby skoraði svo úr. Það mark var einnig dæmt af og þurftu Derby-menn að sætta sig við jafntefli þrátt fyrir að skora tvö lögleg mörg í uppbótartíma og brenna af víti. MáNUDAgUR 3. NóVEMbER 2008 17Sport Badmintonkreppa badmintonsamband Íslands hef- ur þurft að grípa til aðgerða vegna efnahagsástandsins í landinu. Allar ferðir landsliðanna að undanskildu A-lands- liðinu hafa verið settar í biðstöðu og þá hefur samningi við landsliðsþjálfarann árna Þór Hallgrímsson verið rift eftir að ekki náðist samkomulag á milli hans og sambandsins. Þá verður bSÍ að slá af sitt stærsta mót, SPRON Internation- al. bSÍ biðlaði til badmintonsambands Evrópu um að fella niður verðlaunaféð sem er í dollurum en því var hafnað. Kostnaðurinn við mótið er bSÍ því ofviða. Fimm í röð Frakkinn Sebastian Loeb varð í gær heimsmeistari í ralli fimmta árið í röð. Næstsíð- asta keppnin fór fram í Japan í gær og bar Finninn Mirko Hirvonen sigur úr býtum og annar var landi hans Jari-Matti Latvala. Loeb varð í þriðja sæti og tryggði sér með því heimsmeistaratitilinn fimmta árið í röð sem er met. Loeb hefur tíu stiga forystu í stigakeppninni á Hirvonen en hann hefur unnið tíu af fjórtán keppnum ársins og því ómögulegt fyrir Finnann að hafa titilinn af Loeb. Skallagrímur þurfti að sæta enn einu stórtapinu í Iceland Express- deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Stjarnan rúllaði þá yfir Borgnesinga með þrjátíu og sjö stiga mun, 82-45, í Ásgarði. Fannar Helgason var at- kvæðamestur hjá heimamönnum með 15 stig en Kjartan Kjartansson skoraði 11. Þetta var annar sigurleik- ur Stjörnunnar í deildinni en Skalla- grímur er enn án stiga. Grindavík komst aftur að hlið KR á toppi Iceland Express-deildinnar í gærkvöldi með sigri á Þór í Röstinni, 108-87. Jafnt var í hálfleik, 54-54, en Grindavík skoraði 32 stig gegn 11 í þriðja leikhluta og lagði þar grunn- inn að sigrinum. Páll Axel Vilbergs- son átti enn einn stórleikinn og skor- aði 37 stig. Hjá gestunum var Cedric Isom atkvæðamestur með 21 stig. Þá gerði Tindastóll góða ferð í Ljónagryfjuna í Njarðvík og lagði þar heimamenn, 84-75. Benjamin Luber skoraði 26 stig fyrir gestina en Magnús Þór Gunnarsson 21 stig fyrir Njarðvík sem tapaði því sínum þriðja leik á árinu. Tindastóll hefur unnið alla nema einn og er einn í þriðja sæti deildarinnar. tomas@dv.is Iceland Express-deildin í körfubolta: stórsigur stjörnunnar Landsliðsmenn og þjálfari Noregs eftir leikinn gegn Íslandi: „Hefðum gert nákvæmlega það sama“ Plastmódel í miklu úrvali Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is Dramatíkin var allsráðandi í loka- keppni Formúlu 1 í Brasilíu í gær. Lewis Hamilton hjá McLaren var með sjö stiga forskot á heimamann- inn Filippe Massa hjá Ferrari fyrir kappaksturinn. Massa þurfti því sigur og Hamilt- on að lenda í sjötta sæti eða neðar til þess að Brasilíumaðurinn næði titlunum af honum. massa á ráspól Massa var staðráðinn í að gera at- lögu að titlinum og náði ráspólnum á laugardeginum. En Hamilton var ekki langt á eftir og byrjaði fjórði. Jarno Trulli hjá Toyota og liðsmaður Massa, Kimi Räikkönen, voru á milli þeirra í öðru og þriðja sæti. Blaut byrjun Búið var að spá rigningu í gær á brautinni og rétt áður en kapp- aksturinn hófst strax í upphafi kom hellidemba og þurfti að fresta star- tinu um 10 mínútur og spennustigið orðið svimandi hátt. Ræsing gekk þó vel fyrir allflesta og fremstu bílarnir komust klakklaust í gegnum fyrstu beygjurnar. David Coulthard, í sinni síðustu keppni, lauk ferlinum frek- ar snubbótt með árekstri í öðrum hring við Nelson Piquet sem tryggði væntanlega starfslok sín þar með hjá Renault. Hamilton á dólinu Þegar leið á keppnina var Massa búinn að tryggja sér gott forskot, Alonso orðinn annar, Räikkönen þriðji og fyrir aftan þá dólaði Ham- ilton sér í fimmta sæti og keyrði af öryggi og skynsemi. Svona hélst staðan nokkurn veginn þar til veð- urguðirnir mættu aftur með rign- ingu meðferðis þegar sjö hringir voru eftir. massa meistari í tvo hringi Liðin skiptu flest yfir á milli-regnd- ekkin og þegar út á brautina var kom- ið aftur var Þjóðverjinn ungi Sebasti- an Vettel hjá Toro Rosso kominn í skottið á Hamilton og annar Þjóð- verji, Timo Glock hjá Toyota, fyrir framan þá. Vettel fór fram úr Hamilt- on á næstsíðasta hring og skyndilega var Massa orðinn heimsmeistari ef staðan héldist óbreytt. Heimamenn trylltust og spennan orðið yfir hættu- mörkum. Allt leit út fyrir að þetta yrðu úrslitin þar sem Vettel ætlaði ekki að láta Hamilton ná sér. 15 sekúndur hurfu En á síðustu metrunum flugu þeir báðir fram úr Timo Glock sem allir höfðu talið með öruggt forst- kot enda var hann heilum 15 sek- úndum á undan þeim fyrir síðasta hringinn. Hreinlega ótrúleg atburða- rás og í raun óskiljanlegt hvern- ig svona mikið forskot getur gufað upp á einum hring. Lewis Hamilt- on endaði því fimmti og þar með yngsti heimsmeistari sögunnar með minnsta hugsanlega mun og með kærri kveðju frá Timo Glock, sem fær væntanlega ekki einu sinni að þrífa Ferrari-bíla það sem eftir lifir. Jarðarför á pallinum Tveir fyrrverandi heimsmeist- arar urðu í öðru og þriðja sæti. Þeir Fernando Alonso og Kimi Räikkön- en stóðu hvor sínum megin við sigur- vegarann Massa og var stemningin á verðlaunapallinum líkari jarðarför en sigurstund. Massa átti erfitt með að halda aftur af tárunum eftir keppn- ina. Hann sagði keppnina hafa verið fullkomna af hendi Ferrari en sagði tilfinningar sínar gagnvart framúr- akstri Hamiltons í restina vera mjög blendnar. takmarkinu náð Lewis Hamilton gat ekki leynt til- finningum sínum eftir þennan ótrú- lega kappakstur og frábært tímabil. Hann virtist hálf-sjokkeraður á bíla- stæðinu og á meðan Massa sullaði kampavíninu af pallinum svaraði Hamilton æpandi fréttamönnum: „Þetta var ótrúlegt. Ég verð að ná and- anum. Gefið mér tíma.“ Sjónvarpsvél- arnar náðu svo hjartnæmum mynd- um af þeim Hamilton-feðgum sem áttu sína kyrrðarstund í faðmlögum og tárin flæddu. Langþráðu takmarki var náð. Eftir ótrúlega atburðarás í lokahringjum Brasilíukappakstursins þar sem bæði Ferrari og McLaren fögnuðu heimsmeistaratitli ökumanna í lokin, reyndist það vera Bretinn ungi Lewis Hamilton sem vann þegar upp var staðið. timo Glock hjá Toyota reyndist mikill örlagavaldur í síðustu beyjunni. Sveinn WaaGe blaðamaður skrifar: swaage@dv.is GríðarleGa TaKK, TIMO kann að tapa Felipe Massa fagnaði með sínu fólki og hélt ró sinni. Yngsti heimsmeistari sögunnar Lewis Hamilton fagnaði titlinum vel og innilega. Stórsigur Stjarnan sigraði Skallagrím með þrjátíu og sjö stiga mun. mYnd SiGtrYGGur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.