Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2008, Blaðsíða 22
mánudagur 3. nóvember 200822 Fólkið
Heljarinnar góðgerðarleikur fór fram
um síðustu helgi á vegum góðgerða-
félags Verzlunarskólans til styrktar
Unicef. Landsþekktir einstaklingar
komu saman á mótinu til að keppa
á móti fótboltaliði Verzlinga. Fyrir-
liði stjarnanna var enginn annar en
Gillzenegger sem nú vill láta kalla
sig Störe. Kappinn hefur loksins
tjáð sig á heimasíðu sinni og segir
hann meðal annar þar: „Meira að
segja Störe getur ekki búið til kjúkl-
ingasalat úr kjúklingaskít.“ Síðan
tekur hann upp á því að gefa öllum
liðsmönnum sínum einkunnir. Ívar
Guðmundsson var sá eini sem fékk
fullt hús stiga frá Störe. Ekki er hægt
að segja það sama um sjónvarps-
stjörnuna Helga Seljan, en hann
fékk núll í einkunn frá Gillz. „Aldrei
hefur neinn í knattspyrnusögunni
skitið jafn hrikalega á sig og Helgi
Seljan í þessum leik. Hann lá á rass-
gatinu nánast allan leikinn.“
Nú þegar fjöldi fólks er að missa
vinnunna er gaman að segja frá því
þegar fólk er ekki að missa vinnu
heldur fá. Einn þeirra er tónlistar-
maðurinn KK sem er genginn til liðs
við Morgunvaktina á Rás 1. KK hefur
störf þar í dag en Morgunvaktin er á
dagskrá alla virka daga frá klukkan
7 til 9. Fréttamennirnir Anna Kristín
Jónsdóttir og Kristján Sigurjónsson
fjalla um það sem efst er á baugi í
fréttum, pólitík, mannlífi og menn-
ingu á fyrri klukkutímanum. Eftir
morgunfréttir klukkan 8 tekur KK að
mestu við, spjallar við hlustendur og
velur tónlist við hæfi. KK hefur áður
unnið við útvarp en hann stjórnaði,
ásamt Einari Kárasyni rithöfundi,
þáttaröðinni Á vængjum yfir flóann
á Rás 1 í fyrra.
KK Kominn
með vinnu
vertu Hannes
smárason
„Ég er Hannes Smárason,“ seg-
ir Þorkell Máni Pétursson útvarps-
stjóri á X-inu 977 um nafn útvarps-
leiks sem stöðin er með í gangi um
þessar mundir. „Við viljum gefa fólki
tækifæri til þess að upplifa eitt góð-
æriskvöld í kreppunni,“ en veglegur
vinningur er gefinn vikulega meðan
á leiknum stendur.
„Við viljum gefa hlustendum
tækifæri til þess að upplifa þessa
tíma. Þar sem útrásarplebbarn-
ir keyrðu um á limmum, lifðu eins
og kóngar og fengu Elton John og
50 Cent til þess að spila í afmæl-
unum sínum,“ en Máni telur að þar
liggi ein mesta skömm útrásarinnar.
„Það er náttúrulega mesta skömmin
að þessir gæjar skuli ekki einu sinni
hafa almennilegan tónlistarsmekk.“
Það eina sem fólk
þarf að gera til
að taka þátt í
leiknum er að
senda póst-
inn „Ég er
Hannes
Smára-
son“ á
x977@x977.
is. „Í vinn-
ing er út að
borða á Eld-
smiðjuna.
Svo kemur limmi að sækja vinnings-
hafann þannig að hann fái að njóta
góðærisfílingsins alveg í botn. Til að
toppa þetta er mönnum svo skutlað
á Bar 11 þar sem þeir fá frían bjór
fyrir sig og félagana. Sem sagt
alvöru góðæriskvöld.“
Máni segir markmið
leiksins, auk þess að gleðja
fólk, vera að draga Hannes
Smárason fram í dagsljós-
ið en lítið hefur farið fyr-
ir útrásarvíkingnum eftir
að harðnaði á dalnum hér
heima. „Það verður ein-
hver að pönkast í þessum
góðærisplebbum.“
Það er nóg um að vera á
X-inu þessa dagana en þar
er einnig verið að leita að
mestu druslu landsins. „Við
eru bara búnir að heyra að
það séu svo margar drusl-
ur þarna úti sem lykti
eins og fiskur og séu alveg
beyglaðar og bara ljótar,“
segir Máni og á þá við bíl-
druslur landans. „Við ætlum
að lífga upp á mestu drusl-
una með varahlutum frá AB-
varahlutum,“ en áhugasam-
ir druslueigendur geta sent
mynd af brakinu á harma-
geddon@x977.is.
asgeir@dv.is
Útvarpsstöðin X-ið 977 gefur fólki kost á að upplifa góðæris-
kvöld líkt og útrásarvíkingarnir gerðu áður en kreppan
skall á. Leikurinn kallast Ég er Hannes Smárason en
auk þess leita Þorkell Máni og félagar að mestu
druslu landsins.
Rapparinn Emm Sjé Gauti í hljóm-
sveitinni 32C komst heldur betur í
hann krappan á dögunum eftir sak-
leysislegan brandarara sem leiddi
til handtöku. „Við vorum á Lauga-
veginum að kvöldi til að taka upp
einhver skot til að nota í vídeó sem
rúllar baksviðs hjá okkur á tónleik-
um. Svo sá ég allt í einu lögreglubíl
standa opinn og engan nálægt hon-
um svo ég hoppaði inn í hann í ein-
hverju djóki í hálfa sekúndu,“ segir
Gauti.
„Þegar ég var að labba í burtu
var mér hrint aftur inn í bílinn og
ég handtekinn. Ég var bláedrú og
reyndi að biðjast afsökunar og fá þá
til að sleppa mér. Löggan var þarna
að pikka upp einhvern róna sem
þeir skutluðu heim en skutluðu mér
upp á stöð. Þeir vildu meina að ég
hefði verið að trufla lögreglustörf
en ég var að reyna að segja þeim að
þeir væru að því með því að halda
mér á stöðinni fyrir að hafa nánast
ekki gert neitt af mér meðan þeir
hefðu frekar getað verið að stöðva
einhver slagsmál niðri í bæ.“
Á endanum var Gauta sleppt en
þó gert að greiða tíu þúsund króna
sekt. „Mér fannst þetta nú svona
semí-óþarfi en auðvitað á mað-
ur ekkert að vera að gera eitthvað
svona heimskulegt.“
Ásamt Gauta í 32C eru rappar-
inn Dabbi T og Nagmnús en hægt
er að hlusta á tóndæmi frá sveit-
inni á heimasíðunni myspace.-
com/32cmusic. krista@dv.is
alvöru HandtaKa
RappaRinn Emm Sjé Gauti vaR Handtekinn fyRiR að SetjaSt inn í LögRegLubíL:
Prakkarastrikið leiddi til handtöku
emm Sjé gauti hoppaði inn í löggubíl í
hálfa sekúndu og var handtekinn fyrir.
X-ið 977
sjónvarps-
stjarna á
botninum
Þorkell máni Leitar að Hann-
esi Smárasyni og bíldruslum.
Hvar ertu, Hannes? máni vill
líka reyna að draga Hannes
fram í dagsjósið á nýjan leik.
Góðærisdagur vinnings-
hafinn fær að rúnta um í
limma eins og fínn maður.