Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 40
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200840 Sport
Úrslitastund
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Írlandi á sunnu-
daginn í fyrri leiknum í umspili um laust sæti á Evrópumótinu
sem haldið verður í Finnlandi á næsta ári. Leikið er að heiman og
heima en seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 30. október.
Samanlagður sigurvegari í tveimur leikjum fer á EM. Ísland og
Írland hafa mæst áður á þessu ári þar sem okkar stúlkur fóru
með öruggan sigur af hólmi, 4–1, á algarve-mótinu fyrr
á árinu. Íslenska liðið er betra á pappírnum og á liðið
mikla möguleika á að komast í lokakeppnina.
Það var mikið um dýrðir í Háskólabíói síðastliðinn sunnudag þar sem fór fram Norðurlandamót Alþjóðasam-
bands líkamsræktarmanna. Þar var bæði keppt í hreysti og vaxtarrækt. Íslendingar eignuðust þar tvo meistara.
Magnús Bess Júlíusson sigraði í +100kg flokki karla í vaxtarrækt og Kristján samúelsson varð Norðurlanda-
meistari í hreystiflokki karla. Þá skilaði Freyja sigurðardóttir silfri í hús í hreystiflokki kvenna og sama gerði
Þór Harðarson sem varð annar á eftir Magnúsi Bess. Gunnar Gunnarsson myndaði kroppana í bak og fyrir.
Sport
Helköttuð í Háskólabíó
stórkostlegar
Keppendur í hreysti
kvenna.
Þjáður Sigurkarl aðalsteinsson
meiddist á öxl í dýfum en barðist áfram.
Hreystidýfur Jorun Steini,
Noregi, fagnar sigri í hreystiflokki
35 ára og eldri. Önnur varð
Sheila Zeinali frá Svíþjóð og
þriðja Hanne Bache-Mathiesen
Henriksen frá Noregi.
Helköttaður austfirðingurinn Kristján Kröyer varð
þriðji í íþróttahreysti, næstur á undan arnari grant
sem hér dáist að vöðvamassa Kristjáns.
Útbólgnir Sauli aitto-oja, Finnlandi, Martin Endström, Noregi og alti Tabra,
Noregi.