Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 18
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200818 Helgarblað Kolfinna Baldvinsdóttir fer fyrir stórum hópi fólks sem ætlar að mótmæla framgöngu ráðamanna á morg- un. Gérard Lemarquis segir að ef svipað ástand væri í Frakklandi myndu Frakkar láta í sér heyra á kröft- ugan hátt til að sýna að þeim sé ofboðið. „Ég er að verða ær, því þögnin er að fara með mig í gröfina og ég get ekki lifað við þessa þögn,“ segir Kolfinna Baldvinsdóttir, forsprakki mótmæla sem fara fram á laugardaginn klukk- an fjögur. „Við fórum að skipuleggja þverpólítísk mótmæli og rjúfa þögn ráðamanna, það geta allir tekið þátt hvort sem þeir eru hægri eða vinstri,“ segir Kolfinna og bendir á að allir séu sammála um að þögnin sé orðin ískyggileg. „Við viljum að ráðamenn finni fyrir því að við erum til og það renni blóðið í okkur og göngum frá Aust- urvelli að ráðherrabústaðnum með kyndla og gjallarhorn.“ Kolfinna segir að ansi stór hópur sé kominn í mót- mælagönguna en á meðal mótmæl- enda eru Jón Baldvin Hannibalsson, faðir hennar og fyrrverandi utanrík- isráðherra, Þorvaldur Gylfason, Páll Óskar Hjálmtýsson, Daníel Ágúst og Ómar Ragnarsson. „Miðað við það sem við erum komin með býst ég við tugum þúsunda, svo eru líka mót- mæli á Akureyri, Ísafirði og Seyðis- firði í bígerð,“ segir Kolfinna. „Þetta verður tilraun til að sýna að við höfum rödd og okkur sé ekki skít- sama og framtíð okkar er í húfi, þetta verða stór mótmæli,“ segir Kolfinna og bendir á að hún hafi verið með mótmæli um síðustu helgi þar sem um tvö þúsund manns hafi mætt. „Þá vorum við að mótmæla Davíð Odds- syni og kröfðumst þess að hann færi burt. Lögreglan talaði um að fimm hundruð manns hefðu mætt þá, en það var ekki rétt það voru um tvö þúsund manns sem komu og vildu Davíð burt,“ segir Kolfinna og undir- strikar að gengið verði frá Austurvelli klukkan fjögur á morgun og hvetur alla til að mæta og rjúfa þögn ráða- manna. Gérard Lemarquis, frönskukenn- ari við Menntaskólann í Hamra- hlíð, segir að Frakkar myndu aldrei mótmæla eins og Íslendingar gera. „Svona ástand er óhugsandi í Frakk- landi, þeir spara í stað þess að eyða og bankarnir þar eru ekki í neinni hættu. Frakkar myndu ráðast á tákn auðvaldsins og ég held að þeir myndu ráðast á Seðlabankann.“ Hann segir að Íslendingar skammist sín fyrir að vera Íslendingar og þori því ekki að fara út og láta í sér heyra. „Í stað þess að sýna reiði og mótmæla kröftugt er eins og Íslendingar skammist sín fyr- ir ástandið. Það eru ekki þeir sem eru ábyrgir, heldur útrásarmennirnir,“ segir Gérard og bendir á að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn taki lítið mark á kröfum Íslendinga. „Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn heldur að Íslending- ar séu mjög passívir og þeir séu þjóð sem hægt sé að bjóða hvað sem er, ef fulltrúar sjóðsins hefðu á tilfinning- unni að það væri mjög heitt í kolun- um hér myndu þeir taka mið af því,“ segir Gérard að lokum. Boði LoGason blaðamaður skrifar bodi@dv.is MÓTMÆLA ÞREYTANDI ÞÖGN RÁÐAMANNA „Ef fulltrúar sjóðsins hefðu á tilfinningunni að það væri mjög heitt í kolunum hér myndu þeir taka mið af því.“ Vill rjúfa þögnina Kolfinna Baldvinsdóttir hvetur alla til að rjúfa þögnina á laugardaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.