Lögmannablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 6
6 Lögfræðingar tilheyra einni af þremur gömlum embættismannastéttum Íslands, ásamt prestum og læknum. Konur fengu með lögum árið 1911 rétt til embættisnáms, námsstyrks og embætta en hins vegar liðu 24 ár frá lagasetningunni þar til fyrsta konan lauk lagaprófi. Næstu þrjá áratugi, eða til ársins 1965, útskrifuðust einungis fimm konur sem lögfræðingar en eftir það fór konum smám saman að fjölga. Árið 1989 útskrifuðust í fyrsta skipti fleiri konur en karlar úr lagadeild Háskóla Íslands, eða 25 konur á móti 23 körlum. Þegar skoðað er hversu margir úr þessum árgangi eru með virk málflutningsréttindi í dag, þá kemur í ljós að það eru 48% kvenna á móti 52% karla. Árið 1995 útskrifaðist sami fjöldi úr lagadeild HÍ og árið 1989. Nú, níu árum síðar, eru hins vegar ein- ungis 32% kvennanna komnar með virk mál- flutningsréttindi á meðan 65% karla eru með virk réttindi. Séu þessir tveir útskriftarárgangar bornir saman þá virðist sem að konur séu almennt seinni til þess að hefja starfsferil sem lögmenn eftir útskrift úr lagadeild. Viðmælendur Lögmanna- 4 / 2 0 0 4 Eyrún Ingadóttir og Guðrún Björg Birgisdóttir: „Þar sem peningar eru, þar eru konur ekki“ – Konur í lögmannastéttinni Árið sem senn er á enda hefur verið líf- legt í jafnréttisumræðu meðal lögfræðinga og lögmanna. Fyrst ber að nefna að konur innan raða LMFÍ stofnuðu í mars á þessu ári sérstakt félag kvenna í lög- mennsku. Í öðru lagi þá var það álit kærunefndar jafnréttismála, í máli nr. 14/2003, að dómsmálaráðherra hefði ekki tekist að sýna á málefnalegan hátt fram á að aðrar ástæður en kynferði hefðu legið til grundvallar við skipun hæstaréttardómara. Í þriðja lagi hafa verið haldnir óvenju margir fundir, mál- þing og ráðstefnur um jafnréttismál meðal lögfræðinga. Má þar t.d. nefna mál- þingið „Konur, völdin og lögin“ sem haldin var 27. ágúst og ráðstefnuna „Völd til kvenna – tengslanet“ sem haldin var í júní sl. á Bifröst. Ritstjórn Lögmannablaðsins ákvað að Útskriftarárgangarnir 1989 og 1995 helga konum í lögmannastéttinni síðasta tölu- blaði ársins. Velt er upp spurningum eins og hvers vegna konum í LMFÍ fannst nauðsynlegt að stofna sérstakt félag innan þess, hvort og þá hvaða sameiginlegu hagsmuni konur í félaginu hefðu sem karlar hefðu ekki og hvort konur í lögmannastétt upplifðu ein- hverja mismunun gagnvart körlum. Tveir árgangar úr lagadeild Háskóla Íslands eru bornir saman út frá fjölda þeirra sem eru með virk lögmannsréttindi. Lögmannablaðið hafði einnig samband við fjölda kvenna, sem annaðhvort eru starfandi lögmenn í dag eða hafa hætt störfum, til að fá þeirra sýn á starfið. Auk þessarar greinar er viðtal við Sif Konráðsdóttur hrl., um Félag kvenna í lög- mennsku, svör nokkurra lögmanna við spurn- ingum blaðsins um störf og kynferði og að lokum hlutfall kvenna og karla í lögmanna- starfinu í nokkrum nágrannalanda okkar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.