Lögmannablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 35

Lögmannablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 35
Fréttir frá félagsdeild 35 Rómarferð Hinn síkáti skemmtanastjóri félagsdeildar er ennþá glaðari en venjulega. Ástæðan er hin vel heppnaða Rómarför með 60 lög- mönnum og fylgdarliði í lok haust- mánaðar. Ferðasagan er sögð á öðrum stað í blaðinu auk þess sem slæðusýning er í félagsdeildarhluta á heimasíðu LMFÍ. Ég vil nota tæki- færið og þakka samferðamönnum fyrir skemmtilega ferð og Guðjóni Rúnarssyni lögmanni fyrir alla aðstoðina við skipulagningu ferðar- innar og á vettvangi. Námskeið Námskeið haustannar hafa gengið ágætlega. Tekin var upp sú nýbreytni að bjóða upp á kajak- námskeið og dönskunámskeið (ath: ekki saman þannig að töluð væri danska á kajak!) en ekki var nóg þátttaka til að halda þau. Einnig var hætt við námskeið í gerð grænmetisrétta og ljós- myndun en námskeið um Jónsbók og íslenska réttarsögu, með Má Jónssyni prófessor við sagn- fræðideild Háskóla Íslands sem kennara, heppn- aðist afar vel. Það námskeið var haldið í tilefni af nýrri útgáfu Jónsbókar en hluti hennar, sem er frá 1281, er enn í gildi og ákvæði úr henni svo til árlega notuð við dóma. Þrátt fyrir misgóðar undirtektir við tilrauna- starfsemi félagsdeildar í framboði námskeiða verður ekki látið deigan síga. Það er hollt að líta upp úr amstri hversdagsleikans og gera eitthvað skemmtilegt! Fagleg námskeið haustannar voru þrjú að þessu sinni: Útlendingaréttur, ábyrgð sér- fræðinga og starfsábyrgðartryggingar og Hug- verkaréttur. Félagsdeildin stóð síðan fyrir nám- skeiði í framsögn og fjölmiðlum fyrir konur í samstarfi við Félag kvenna í lögmennsku. Flestar konur þurfa að huga að raddbeitingu með öðrum hætti en karlar og það er alþekkt að konur eru tregari til að koma fram í fjölmiðlum en karlar. Verið var að reyna að taka á þessu en ágæt þátttaka var á námskeiðinu. Félags- deild hefur svo gert samning við tölvunám.is um afslátt af tölvunám- skeiðum á netinu en þau eru bráð- sniðug. LÖGMANNALISTINN Félagsdeild hefur nú látið þýða LÖGMANNALISTANN yfir á þýsku, frönsku, spænsku, pólsku, serbnesku og tælensku en fyrir var listinn á íslensku, ensku og dönsku. Einnig er búið að útbúa kynningarbækling á þessum tungumálum til að dreifa í sendiráð, lög- reglustöðvar, til ræðismanna og á alla þá staði sem hugsast getur að útlendingar séu staðsettir. Talning á heimasíðu LMFÍ sýnir að hún er að mestu notuð til að leita að lögmönnum og þýðing á þessi tungumál, sem auk dreifingar kynningar- bæklings, mun væntanlega auka þessa umferð ennþá meira. Þeir sem ekki eru kunnugir LÖG- MANNALISTANUM er bent á að fara á heima- síðu LMFÍ, www.lmfi.is þar sem þeir geta séð hvernig þetta virkar. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Eyrún Ingadóttir SKRIFSTOFUHERBERGI TIL LEIGU Skrifstofuherbergi til leigu hjá Lögmannsstofunni Skeifunni 11a, Reykjavík. Áhugasamir hafi samband við Kristínu Briem eða Steinunni Guðbjartsdóttur í síma 568 8640.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.