Lögmannablaðið - 01.06.2004, Page 6

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Page 6
6 Úrskurðarnefnd lögmanna hefur starfað frá árinu 1999 en fyrir þann tíma var það verkefni stjórnar LMFÍ að afgreiða ágreiningsmál um þóknun lögmanna og erindi sem fólu í sér kvörtun á hendur lögmönnum. Hlutverk úrskurðarnefndarinnar er að fjalla um ágreining sem verður milli lögmanns og umbjóðanda hans um þóknun og um kvartanir á hendur lögmönnum frá aðilum vegna háttsemi, sem kann að stríða gegn lögum eða siðareglum LMFÍ. Þá fjallar nefndin um erindi sem stjórn LMFÍ sendir henni skv. 3.mgr. 43.gr. siðareglna lögmanna. Nefndin heldur reglulega fundi einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og að jafnaði hafa rúmlega 40 mál borist nefndinni á ári. Formaður nefndarinnar frá upphafi hefur verið Gestur Jónsson hrl., en hann er skipaður af Hæstarétti Íslands. Lögmannablaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Gest Jónsson um starf nefndarinnar. Ekki eru allir lögmenn á eitt sáttir um að þörf sé á sérstakri nefnd til þess að fjalla um ágreinings- efni þeirra við skjólstæðinga sína. Hvaða rök telur þú að séu fyrir tilvist úrskurðarnefndar lögmanna? Þetta er auðvitað álitamál og þær raddir heyrast að nefndin sé óþörf. Tilvist hennar er hins vegar nátengd hugmyndinni um sjálfstæði lögmanna- stéttarinnar og eftirlitshlutverki lögmannafélags- ins með störfum lögmanna. Úrskurðarvaldið var áður hjá félaginu sjálfu eða stjórn þess en með lögmannalögunum frá 1998 var það flutt til þess- arar sjálfstæðu nefndar þar sem lögmenn tilnefna tvo af fimm nefndarmönnum. LMFÍ skipar tvo nefndarmenn af fimm en auk þess skipa dómsmálaráðherra, Dómarafélag Íslands og Hæstiréttur Íslands hvert einn full- trúa. Kemur fyrir að nefndarmenn séu ekki sam- mála um niðurstöðu mála eftir því hvernig þeir koma að nefndinni? Það er algengt að mismunandi sjónarmið komi fram á fundum nefndarinnar. Vissulega má stundum greina ólíka nálgun nefndarmanna eftir því hvaðan þeir koma, ef svo má segja. Reynslan sýnir hins vegar að nánast undantekningarlaust næst samhljóða niðurstaða innan nefndarinnar og ég held að ég hafi aldrei setið í máli þar sem nefndin hefur klofnað. Nú afgreiddi nefndin 38 mál árið 2003 en af þeim voru 19 sem lauk með sýknu, þ.e. ekki var talið að kvörtun væri réttmæt, telur þú að „kvört- unarleiðin“ sé of opin? Það er viss hætta á því að svo opið úrræði sem þessi kvörtunarleið er leiði til þess að það verði 2 / 2 0 0 4 „Kröfur viðskiptamanna lögmanna til fagmennsku hafa vaxið“ Viðtal við Gest Jónsson hrl., formann úrskurðarnefndar lögmanna

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.