Lögmannablaðið - 01.06.2004, Síða 7
7
misnotað og nefndin drukkni í verkefnum. Það
hefur reyndar ekki enn gerst en málunum má ekki
fjölga mikið til þess að forsendur breytist. Mér
fyndist koma til álita að sá sem leggur fram
kvörtun til nefndarinnar þurfi að leggja fram hóf-
legt kærugjald. Það mætti svo eftir atvikum end-
urgreiða kærugjaldið komist nefndin að niður-
stöðu um að kvörtun hafi verið á rökum reist.
Eru öll mál sem lögð eru fyrir nefndina tekin
fyrir?
Að því gefnu að mál séu í því formi að hægt sé
að taka þau fyrir er það gert. Það er svo annað mál
að nefndin hefur lögbundið verksvið og þegar
erindi berast sem ekki verða felld undir verksvið
nefndarinnar, sem stundum gerist, þá er þeim
vísað frá með rökstuðningi.
Hve langur tími líður frá því mál er lagt fram og
þar til úrskurður liggur fyrir? Eru einhver tíma-
mörk?
Það er misjafnt hve langan tíma málsmeðferðin
fyrir nefndinni tekur. Flest mál klárast á nokkrum
mánuðum en því miður dregst málsmeðferðin í
einstaka tilvikum. Núna eru 19 mál til meðferðar
hjá nefndinni sem er vísbending um að meðal
afgreiðslutíminn sé innan við hálft ár því nefnd-
inni berast að jafnaði rúmlega 40 mál á ári. Eitt
málanna er frá árinu 2002 og fimm frá fyrri hluta
árs 2003. Afgreiðslutíminn ræðst mjög af því
hversu greiðlega málsaðilar svara erindum nefnd-
arinnar.
Hverjir eru það sem kvarta til nefndarinnar,
almenningur eða lögmenn fyrir hönd umbjóð-
enda?
Oftast er kvartað án aðstoðar lögmanns þótt hitt
sé ekki óalgengt. Sjálfsagt er það stundum þannig
að lögmaður hefur aðstoðað viðkomandi máls-
hefjanda þótt hann láti ekki nafns síns getið.
Hve oft má áminna lögmann áður en farið er
fram á sviptingu leyfis og hefur nefndin fleiri
úrræði til refsingar?
Samkvæmt 27. gr. lögmannalaganna eru þau
viðurlög sem nefndin getur beitt aðfinnslur, við-
vörun, áminning og rökstutt álit til dómsmálaráð-
herra um sviptingu réttinda sbr. 1. mgr. 14. gr. lag-
anna. Nefndin hefur litið svo á að viðvörun sé í
raun ekki sérstök viðurlagategund heldur verði að
túlka lagagreinina með þeim hætti að viðvörun
verði einungis beitt samhliða öðrum viðurlögum,
ef sýnt þykir að ítrekað brot muni leiða til alvar-
legri viðurlaga. Við það er miðað hjá nefndinni að
annarri áminningu til sama aðila fylgi viðvörun
um að þeirri þriðju geti fylgt álit til dómsmálaráð-
herra um sviptingu réttinda, tímabundið eða
ótímabundið eftir atvikum. Í því sambandi ber að
hafa í huga að ítrekunaráhrif áminningar vara ekki
endalaust.
Hefur reynt á sviptingu leyfis fyrir dómsmála-
ráðherra?
Nei, það hefur ekki gerst. Slíkt hefur þó komið
til álita innan nefndarinnar í tveimur tilvikum. Í
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
Úrskurðarnefnd lögmanna f.v. Marteinn Másson
hdl., en hann er starfsmaður nefndarinnar,
Kristinn Bjarnason hrl., Friðgeir Björnsson
héraðsdómari, Gestur Jónsson hrl. og formaður
nefndarinnar, Bjarni Þór Óskarsson hrl. og Elín S.
Jónsdóttir framkvæmdastjóri Dómstólaráðs en hún
kom inn á fundinn sem varamaður Hrefnu
Friðriksdóttur hdl.