Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 9
9
Lögmenn sem öðluðust málflutn-ingsréttindi í gildistíð laga um
málflytjendur nr. 61 frá 1942 fengu
enga sérstaka fræðslu um inntak siða-
reglna lögmanna. Það gat því alveg
verið undir hælinn lagt hvort lögmenn
yfirleitt kynntu sér efni siðareglna lög-
manna eða tileinkuðu sér þær í störfum
sínum. Með nýjum lögmannalögum nr.
77 frá 1998 er lögmannsefnum gert að
sitja námskeið þar sem sérstaklega er
fjallað um siðareglur og síðan þreytt
prófraun úr námsefninu. Með því er
tryggt að verðandi lögmenn fái þegar í upphafi
ítarlega fræðslu um þýðingu siðareglna og beit-
ingu þeirra. Reglur um samskipti lögmanna inn-
byrðis er að finna í IV. kafla Codex Ethicus (CE)
fyrir Lögmannafélag Íslands og eru þær birtar í
handbók LMFÍ. Siðareglurnar fjalla aðeins að
nokkru um þau tilbrigði sem upp kunna að koma
samskiptum milli lögmanna og þegar þeim sleppir
mótast samskiptin af eðlilegum háttsemisreglum
og hyggjuviti manna.
Almennt orðaða reglu um samskipti lögmanna
innbyrðis er að finna í 25. gr. CE þar sem segir að
lögmenn skulu hafa góða samvinnu sín á milli og
sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og
framkomu. Þeir skulu sýna hver öðrum þá tillits-
semi, sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæð-
ings. Regla þessi birtist í margvíslegum myndum
og skulu aðeins fáein reynslutilvik höfundar
rakin.
Lögmönnum hefur stundum verið legið á hálsi
fyrir að samsama sig um of málstað skjólstæðinga
sinna. Við það tapi þeir að nokkru þeirri hlutlægu
sýn sem nauðsynlegt er að hafa á hvert viðfangs-
efni. Í því kunna að leynast hættur sem gefa
verður gaum. Ein er sú að lögmenn taki í ræðu og
riti að persónugera hverjir aðra í málum skjól-
stæðinga sinna.
Þá er ekki við hæfi að henda á lofti eða hafa í
flimtingum lögmanni gagnaðila til minnkunar hafi
honum á einhverjum stigum máls
orðið fótaskortur í málatilbúnaði eða
röksemdarfærslu, heldur svara með
málefnalegum mótrökum einum
hverju því sem að höndum ber. Að
hnýta við meinlegum athugasemdum,
þó færi gefist, þjónar í engu langtíma
samskiptahagsmunum lögmanna og
geta þau vopn hæglega snúist í
höndum þeirra sem láta undan slíkum
hvötum. Samfélag lögmanna er lítið
sem leiðir tölfræðilega til þess að
sömu lögmenn eiga líklega eftir að
hittast síðar. Lítilsvirðing sem sýnd hefur verið í
samskiptum getur skilið eftir sig særindi sem
tekur tíma að lækna á meðan hófstillt og hroka-
laus framkoma vekur virðingu og skilur eftir orð-
stír sem erfitt er að spilla.
Sérfræðikunnátta lögmanna felst í að stýra far-
sællega málum skjólstæðinga þeirra, eftir atvikum
í örugga höfn dómstóla, þar sem að lokum réttmæt
ákvörðun er tekin. Til lögmanna er leitað sem sér-
fræðinga á tilteknu sviði þar sem þeir eru best til
þess fallnir að stjórna ferð. Þegar ákvörðun hefur
verið tekin um það með hvaða hætti mál skuli
rekið þá er það lögmanna með þekkingu sína að
vopni að rata bestu leiðina að markmiðinu. Komi
lausung á þetta fyrirkomulag, þannig að skjól-
stæðingurinn er kominn upp að hlið lögmanni við
stjórnvölinn, þá gæti margt farið öðruvísi en ætlað
var, einnig í samskiptum lögmanna innbyrðis.
Hverjar svo sem ástæður málareksturs kunna að
vera þá ber lögmanni að forðast að dragast inn í
þær deilur skjólstæðings síns á þann hátt að hætta
geti verið á að samskiptin við lögmann gagnaðila
spillist. Skjólstæðingar lögmanna eiga ekki kom-
ast upp á milli lögmanna innbyrðis þannig að tor-
tryggni myndist. Samskipti þeirra skulu áfram
vera hlutlæg og heiðarleg þrátt fyrir ágengni og
deilur skjólstæðinga þeirra. Lögmenn verða
þannig að gæta þess vel að verða ekki of leiðita-
mir í samskiptum sínum við skjólstæðinga þannig
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
Nokkrar hugleiðingar
um samskipti lögmanna innbyrðis
Jóhannes Albert
Sævarsson
hrl.