Lögmannablaðið - 01.06.2004, Síða 12

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Síða 12
12 2 / 2 0 0 4 handabandi? Reyndar hef ég það fyrir sið að loknum málflutningi, eins og margir aðrir lög- menn gera, að ganga yfir til lögmanns gagnaðila og taka í höndina á honum og þakka fyrir sam- skiptin. Þessa reglu kenndi mér annálað prúð- menni í lögmannastétt, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Hef ég ávallt haft þessa reglu í heiðri síðan. Þá finnst mér sjálfsagt við dómsuppsögu að taka í höndina á lögmanninum, sem rétt í þessu var að rótbursta mig, og óska honum til hamingju. Það getur að vísu verið sárt en við erum allar „sannir karlmenn“ (!). Sumir lögmenn steðja beint á dyr þegar þeir tapa málum. Ég nenni hins vegar sjaldnast að heilsa lögmönnum með handabandi fyrir málflutning. Þá telst það til sjálfsagðra mannasiða að svara skilaboðum strax. Það er með ólíkindum að sumir lögmenn virðast telja það veikleikamerki að svara strax skilaboðum („Helgi kollegi gæti haldið að ég hefði ekki nóg að gera“) og helst þarf að hringja ítrekað í þá þar til loksins næst í viðkomandi. Fyrstu þinghöldin sem ég var viðstödd voru sjó- próf sem haldin voru út af strandi togara norður í landi. Ég fór á kúrsus eftir 2. árið í lögfræði norður í land. Þegar togarinn strandaði við lítið sjávar- pláss, virtist sem hver einasti trillukarl á staðnum hefði sett spotta í togarann til að reyna að draga hann út. Á vettvang kom einnig annar togari og Landhelgisgæslan. Efnt var til sjóprófa, þar sem teknar voru skýrslur af öllum hlutaðeigandi. Þau einkenndust af frammíköllum og boðum um að leysa málin út undir vegg, vegna þess að allir vildu hlut í björgunarlaunum og allir töldu að þeir hefðu átt þátt í að það tókst að draga togarann af strand- stað. Það sem mér þótti merkilegast, sem nýgræð- ingi í lögfræði, voru samskiptin innan þess hóps lögmanna sem var á staðnum. Þetta var á þeim árum sem ýmsir lögmenn fóru varla til Hafnar- fjarðar án þess að taka með sér pela, hvað þá norður í land til að vera við sjópróf. Mér er sér- staklega minnisstæður einn lögmaður, sem opnaði stresstösku sína inni í réttarsalnum (félagsheimilið í plássinu hafið verið dubbað upp í réttarsal) og í henni voru þrjár áfengisflöskur4, sem hann bauð viðstöddum óspart af. Það er óhætt að segja að samskipti hans og þeirra lögmanna sem þáðu veit- ingarnar hjá honum voru góð í sjóprófunum, svo ekki sé minnst á áhrif veiganna á togarakarlana! Þessi lögmaður þurfti ekki á 25. gr. siðareglnanna að halda til að hafa góða samvinnu við kollegana. Siðareglurnar leggja þá skyldu á okkur að sýna lögmanni gagnaðila fulla virðingu í ræðu og riti. Þetta ætti ekki að vera vandamál. Við erum að vinna fyrir skjólstæðinga okkar, persóna lög- mannsins skiptir engu máli og það á alls ekki að blanda persónu lögmannsins inn í málflutning. Það sagði mér eitt sinn einn lögmaður, sem hefur verið mikið að vasast í pólitík og endaði reyndar innilokaður í afplánun á Alþingi, að það vildi brenna við í málflutningi að sumir lögmenn gagn- aðila væru að blanda pólitískum skoðunum hans inn í málflutninginn. Honum hefði oftar en einu sinni verið bent á það í málflutningi af lögmanni gagnaðila að það sem hann væri að segja í mál- flutningsræðu væri eitthvað allt annað en hann héldi fram í pólitískum ræðum. Þar voru lögmenn gagnaðila að blanda persónu lögmannsins inn í málflutninginn. Það á ekki að gera. Þá á alls ekki að ávarpa lögmann með nafni í málflutningsræðu. Í málflutningnum er lögmaðurinn lögmaður stefn- anda eða stefnda, áfrýjanda eða stefnda o.s.frv. Það er ótrúlegt að heyra menn segja í málflutn- ingi, „hún Svala sagði hér áðan“, „Atli kom inn á það“. Sömu lögmenn ávarpa gjarnan dómarana, bæði í Hæstarétti og í héraði með nafni. „Já, þá var það spurningin frá honum Markúsi“.!!! Það er merkilega algengt að lögmenn brjóti 26. gr. siðareglnanna sem leggur bann við því að lög- maður snúi sér beint til aðila með málefni, sem annar lögmaður fer með, án hans samþykkis nema brýna nauðsyn beri til. Sams konar regla er í gr. 5.5. í siðareglum CCBE. Aðili sem ráðið hefur sér lögmann, til að annast fyrir sig mál, á að geta treyst því að lögmaðurinn verði nokkurs konar stuðpúði milli hans og lögmanns gagnaðila. Þá á hann að geta treyst því að lögmaður gagnaðila reyni ekki að ráðskast með hans mál, með því að tala beint við hann. Lögmanni gagnaðila ber að virða þá ákvörðun aðilans að hann hafi ráðið sér lögmann með því að láta aðilann í friði. Vissulega getur það stundum verið ótrúlega pirrandi þegar maður telur að lögmaður gagnaðila haldi jafnvel atriðum málsins leyndum fyrir skjólstæðingnum en við því er ekkert að gera. Við erum bundin af siðareglunum og tökum áhættuna af beinbroti og brennimerkingum af hálfu úrskurðarnefndar lög- manna, ef við gerumst brotleg, sbr. 27. gr. lög- mannalaganna. Við megum ekki gagnrýna störf annarra lög- manna nema á málefnalegum grundvelli og við eigum að forðast það að valda öðrum lögmönnum álitsspjöllum umfram það sem málefnið gefur ástæðu til, sbr. 27. gr. siðareglnanna. Ef lögmaður 4 Þessi taska var svonefnd þriggja manna maki, það voru líka til fjögurra manna makar.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.