Lögmannablaðið - 01.06.2004, Side 13
13L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
gagnaðila hefur gert sig að fífli, má maður þá
segja það? Gefur málefnið tilefni til þess? Gilda
bara ekki almennir mannasiðir hér? Það hefur oft
verið talað um „Séð og heyrt“ væðingu forseta-
embættisins. Það er eins hægt að tala um fjölmiðl-
avæðingu ýmissa lögmanna. Ég hef oft heyrt lög-
menn tala af fyrirlitningu um kollega sem eru
duglegir að koma sér á framfæri í fjölmiðlum. Það
verður reyndar að hafa það í huga að lögmennska
er ekkert frábrugðin öðru í þjóðfélaginu, allt snýst
um markaðssetningu. Það var sagt um einn
ágætan lögmann sem nú er reyndar látinn, að hann
faxaði alltaf málaskrána sína til fjölmiðlanna.
A.m.k. virtust öll mál sem hann var með vera svo
merkileg að alltaf komust þau í fjölmiðla. Maður
hélt að maður væri með venjulegt víxilinnheimt-
umál í hendinni, allt þar til einhver fréttamaðurinn
hringdi og var með allt annan vinkil á málið, ætt-
aðan frá lögmanni gagnaðila. Sumir lögmenn hafa
óskaplega þörf fyrir að reka mál sín í fjölmiðlum
og jafnvel löngu eftir að dómstólarnir leiða þau til
lykta. Dómstóll götunnar er oft miklu áhrifaríkari
en þessi dómstóll niður við Arnarhól. Það er hins
vegar staðreynd að áhugi almennings á dóms-
málum fer vaxandi og sjálfsagt að lögmenn taki
þátt í opinberri umræðu um dómsmál. Að sjálf-
sögðu ber auðvitað sýna lögmanni gagnaðila þá
kurteisi sem hann á skilið. Lögmaður sem er
mikið í fjölmiðlum er ekkert verri lögmaður en sá
sem er aldrei í fjölmiðlum, enda þótt sumir lög-
menn tali stundum þannig. Lögmennskan er að
hluta til markaðssetning eins og allt annað í þjóð-
félaginu. Enn sem komið er hafa engir minnis-
varðar verið reistir óþekkta lögmanninum.
Það eru ýmis ákvæði í siðareglunum, sem ég
hef aldrei séð þörfina fyrir. 32. gr. er ein þessara
reglna. Af hverju í veröldinni megum við hæsta-
réttarlögmenn ekki afhenda öðrum en starfandi
héraðsdómslögmönnum prófmál fyrir Hæstarétti?
Og hvað þýðir það að vera starfandi héraðsdóms-
lögmaður? Þessi regla lyktar af eiginhagsmuna-
gæslu stéttarinnar. Hæstaréttarlögmannsréttindi
eru atvinnuréttindi.5 Markmið þessarar greinar
virðist vera að takmarka aðgang að stéttinni og
aðgangur að prófmálum eigi aðeins að vera fyrir
þá sem eru í raunverulegri lögmennsku. Þessi
grein er úrelt og ég fyrir mína parta viðurkenni hér
með að ég hef brotið hana. Kæri mig hver sem
vill.
Sama máli gegnir um 33. gr. Hvað er siðferði-
lega rangt við það að tveir lögmenn, til dæmis,
geri samning um það sín á milli að annar greiði
hinum þóknun fyrir að vísa skjólstæðingum til
hans? Menn eru að fá greitt fyrir allt mögulegt í
dag. Meðan menn gera skattyfirvöldum grein fyrir
þessum tekjum sínum sé ég ekki nokkuð athuga-
vert við slíka samninga. Það er samningsfrelsi í
landinu. Og af hverju skyldu lögmenn ekki greiða
öðrum aðila sérstaka þóknun fyrir að vísa til sín
skjólstæðingum? Ef um tvo jafna einstaklinga er
að ræða, þá eiga slíkir samningar að vera fyllilega
löglegir.
Svo sem hér hefur verið rakið er ýmislegt sem
ekki er í takt við nútímann í siðareglum lögmanna.
Einn gallinn við það að vera með skriflegar siða-
reglur er það að þær eru þar með orðnar fastsettar
og þyngra í vöfum að breyta þeim. Siðareglur eiga
að vera í stöðugri þróun og lifandi. Það er spurn-
ing hvort það eigi ekki að vera fastur liður á aðal-
fundi LMFÍ að ræða siðareglur og hugsanlegar
breytingar á þeim. Ég reikna reyndar ekki með að
slíkt fundarefni tryggi gríðarlega aðsókn að aðal-
fundinum, en það er full ástæða samt til þess að
halda siðareglunum í umræðunni, úr því að við
erum á annað borð með þær.
5 Það er utan viðfangsefnis þessarar greinar að fjalla um það
hvort það eigi að vera þessi aðgreining á milli hæstaréttar- og
héraðsdómslögmanna. Ég tel að afnema eigi einkarétt lög-
manna og lögfræðinga. Það eiga allir að geta flutt mál fyrir
sjálfan sig og aðra fyrir dómstólunum. Slíkt getur auðvitað
reynt að þolrif, bæði dómara og lögmanna, en það þarf ekki
ólöglærða málflytjendur til.
!