Lögmannablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 14

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 14
Að beiðni Friðgeirs Björnssonar, ritstjóraTímarits lögfræðinga, skrifaði ég leiðara í síðasta hefti tímaritsins. Leiðarann skrifaði ég í eigin nafni um efni sem ég valdi sjálfur. Ekki var vikið einu orði að LMFÍ í leiðaranum, en þess getið við nafn mitt að ég er formaður LMFÍ. Þá tilgreiningu tel ég ekki valda því að það sem sagt er teljist sett fram í nafni félagsins. Láti ég eitthvað frá mér í nafni félagsins skrifa ég ein- faldlega undir fyrir félagsins hönd. Að gefnu tilefni tel ég rétt að láta þetta koma fram. Þjóðfélagsumræða undanfarinna mánaða hefur meira og minna snúist um lögfræði. Þegar þetta er skrifað er dómur Hæstaréttar í svokölluðu „málverka- fölsunarmáli“ nýfallinn. Mér finnst niðurstaða meirihlutans ósköp skýr. Meginsönnunargögn ákæruvaldsins voru ekki tæk til sönnunar á sekt sakborninga vegna tengsla þeirra sem gögnin unnu við Listasafn Íslands, einn kærenda í mál- inu. Þessi niðurstaða hefur orðið ýmsum tilefni mikilla upphrópana og aðfinnslna. Þannig lýsti stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna „þungum harmi yfir þeim ömurlegu afleiðingum sem úrskurður Hæstaréttar í málverkafölsunar- málinu hefur í för með sér fyrir íslenska mynd- list.“ Er það hlutverk Hæstaréttar að vernda myndlistina, mikilvæg sem hún er, á kostnað grundvallarréttinda sakaðra manna? Leiðarahöfundur Morgunblaðsins telur Hæstarétt hafa sent efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra misvísandi skilaboð, sem orðið hafi til þess að efnahagsbrotadeildin hafi verið í góðri trú um sönnunargildi gagnanna. Sú ályktun er dregin af því að Hæstiréttur heimilaði að sér- fræðingarnir bæru vitni í málinu þrátt fyrir and- mæli ákærða. Augljóst hlýtur þó að vera að framburður vitnis er eitt og mat á sönnunargildi framburðarins annað. Það á leiðarahöfundur Morgunblaðsins að vita. Hæstiréttur hlýtur altént að ganga út frá því að svo mikið kunni ákæru- valdið í lögfræði að það geri þann greinarmun sem leiðarahöfundur Moggans gerir ekki. Ekki síst þegar málatilbúnaður verjenda snýst að miklu leyti um trúverðugleika vitnanna. Vart er Morgunblaðið að mæla fyrir því að vikið sé frá þeirri grundvallarreglu að vafa skuli skýra sakborningi í hag. Á Alþingi er því haldið fram að úr því rannsókn var áfátt hefði átt að heimvísa. Er það hlutverk Hæsta- réttar að gæta þess að ákæruvaldið standi nægjanlega vel að sínum málum? Gefa því annað tækifæri misfarist því sönnunarfærsla? Verður ekki að ætlast til þess af ákæruvald- inu, rétt eins og stefnanda í einka- máli, að það færi einfaldlega full- nægjandi sönnur fyrir sínum málstað? Málið var ekki vanreifað, sönnun var bara ekki fullnægj- andi. Verst er þó að sjá ummæli lögreglunnar og ákæruvaldsins um málið. Ákæruvald sem segir fleiri dómara hafa fellt dóm um sekt en sýknu, séu bæði dómstig lögð saman, er illa rökþrota. Það verður að ætlast til meira af fulltrúum ákæruvalds en að þeir láti slíkt frá sér fara. Þá vil ég líka ætlast til þess af lögreglu og ákæruvaldi að sýna Hæstarétti meiri virðingu en mér finnst hafa verið í framhaldi þessa máls. Fulltrúar lög- reglu og ákæruvalds bera mikla ábyrgð gagnvart samfélaginu. Þeir eru veigamikill hluti þess kerfis sem stendur vörð um samfélagið og mega því ekki senda frá sér vanhugsaðar yfirlýsingar, til þess fallnar að grafa undan trausti almennings á æðstu stofnunum samfélagsins. Nákvæmlega það gera t.d. vangaveltur saksóknarans um það hvort dómarar séu almennt hæfir gagnvart rík- inu, af því þaðan þiggi þeir laun sín. Við þeim hagsmunatengslum er séð með æviskipun dóm- ara og það veit fulltrúi ákæruvaldsins. En kannski eru ummæli lögreglu og ákæru- valds eðlilegt framhald þjóðfélagsumræðunnar undanfarið? • Óþægileg niðurstaða kærunefndar jafnréttis- 14 2 / 2 0 0 4 PIST ILL FORMANNS: Gunnar Jónsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.