Lögmannablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 19
19
Ingimar Ingason, fram-
kvæmdastjóri LMFÍ, gerði
grein fyrir ársreikningi
félagsins og Námssjóðs þess,
fyrir árið 2003, en reikning-
urinn fylgdi prentaðri
skýrslu stjórnar. Niðurstaða
af rekstri félagsins í heild var
jákvæð og tekjur umfram
gjöld numu tæpum 2 millj-
ónum króna á rekstrarárinu.
Að teknu tilliti til fjármagns-
liða var hagnaður skyldu-
bundna hlutans rúmlega 600
þúsund krónur en hagnaður
félagsdeildar var tæplega
1400 þúsund krónur. Fram-
kvæmdastjórinn gerði síðan
grein fyrir helstu breytingum á tekju- og gjalda-
liðum og þeim rekstrarliðum sem tóku miklum
breytingum eða kölluðu að öðru leyti á sérstaka
umfjöllun.
Umræður um skýrslur og reikninga
Jakob R. Möller hrl. tók undir ræðu Jóhannesar
Karls og taldi réttaraðstoð lögmanna vera mjög
þýðingarmikla. Ræddi Jakob framkvæmd ákvarð-
ana í gjafsóknarmálum og taldi ákvarðanir dóm-
stóla langt frá því að mæta kostnaði og að stjórn
LMFÍ hefði miklu hlutverki að gegna í þessu máli.
Jakob vék því næst að úrskurði samkeppnisráðs og
lýsti þeirri skoðun sinni að ekki ætti að áfrýja þar
sem hann væri efnislega réttur. Næstur tók til máls
Guðni Haraldsson hrl. sem lýsti sig sammála Jak-
obi um að una bæri úrskurði samkeppnisráðs til að
takmarka tjón LMFÍ út á við. Taldi Guðni ýmsar
leiðir hefðu verið færar á sínum tíma en nú þyrfti
hver lögmaður að kynna dómstólunum sinn
kostnað af hverju máli. Næst tók til máls Björn
Bergsson hrl. og var hann sammála síðustu ræðu-
mönnum en taldi viðbragðaleysi LMFÍ slæmt.
Taldi hann að stjórn LMFÍ hefði átt að vera viðbúin
úrskurðinum þannig að hægt hefði verið að skýra
málið út í fjölmiðlum.
Kosningar.
Gunnar Jónsson hrl., gaf kost á sér til endurkjörs
til embættis formanns félagsins og var hann sjálf-
kjörinn. Auk Gunnars voru kjörnir í aðalstjórn til
næstu tveggja ára, þau Helga Melkorka Óttarsdóttir
hdl. og Jóhannes Albert Sævarsson hrl. en auk
þeirra sitja áfram í stjórn þeir Ólafur Rafnsson hrl.
og Ragnheiður Bragadóttir hdl. Í þriggja manna
varastjórn voru kjörin Helga Jónsdóttir hdl., Stefán
G. Þórisson hrl. og Heimir Örn Herbertsson hdl.
Gústaf Þór Tryggvason hrl. og Othar Örn Petersen
hrl. voru kjörnir endurskoðendur og Þorbjörg I.
Jónsdóttir hdl. til vara. Í laganefnd voru kjörin
Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl., Sif Konráðsdóttir
hrl., Oddný Mjöll Arnardóttir hdl., Óttar Pálsson
hdl. og Birgir Már Ragnarsson hdl. Í stjórn Náms-
sjóðs, sem jafnframt gegnir störfum bókasafns-
nefndar félagsins, var Þórólfur Jónsson hdl. kosinn
til tveggja ára í stað Jóhanns Níelssonar hrl. sem
óskaði eftir að víkja úr stjórn.
Reglur um endurmenntun lögmanna
Ólafur Rafnsson hdl. kynnti vinnu starfshóps um
endurmenntunarskyldu lögmanna. Fór Ólafur yfir
helstu kosti og galla reglna um endurmenntun og
benti á að almennt væru menn sammála gildi end-
urmenntunar en ágreiningur væri hins vegar um
skylduna. Greindi Ólafur frá því að starfshópurinn
hafði lagt drög að því að um yrði að ræða þriggja
ára ferli sem fæli í sér einingafjölda samsvarandi
við tvö almenn námskeið á vegum Lögmannafé-
lagsins á ári og að fjöldinn allur af leiðum yrði til
þess að öðlast endurmenntunareiningar. Til þess að
koma á endurmenntunarskyldu þyrfti að huga að
lagaheimildum, t.d. beitingu viðurlaga, ásamt að-
lögun slíkrar skyldu að t.d siðareglum lögmanna.
Nokkur vinna væri því óunnin en málið væri á því
stigi að kynning á afrakstri þeirrar vinnu sem unnin
hefði verið þyrfti að fá umfjöllun félagsmanna.
Önnur mál
Dögg Pálsdóttir hrl. tók til máls og fagnaði
breyttu kynjahlutfalli nýkjörinnar stjórnar. Dögg
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
F.v. Jakob R. Möller hrl., Benedikt Ólafsson hdl., Elinborg B. Björnsdóttir hdl.,
Björn Ólafur Hallgrímsson hrl., Björn L. Bergs hrl. og Ársæll Hafsteinsson hdl.