Lögmannablaðið - 01.06.2004, Síða 23
23
restrictions contained in domestic leg-
islation on the right to a review mentioned
in that provision [þ.e. 2. gr. 7. samnings-
viðauka] must, by analogy with the right
of access to a court embodied in Article 6
1 of the Convention, pursue a legitimate
aim and not infringe the very essence of
that right.
Allar takmarkanir á rétti manna til þess að
áfrýja sakamálum verða þannig að lúta að lög-
mætu markmiði og brjóta ekki í bága við skýra
meginreglu þess efnis að almennt skuli ekki girða
fyrir rétt manna til að skjóta sakamálum til æðra
dóms.
Ákvæði íslenskra laga um rétt manna til
áfrýjunar sakamála
Hæstiréttur hafnaði beiðni um áfrýjun málsins,
S-175/2002, á grundvelli þess að ekki væru laga-
skilyrði til að verða við beiðninni og vísaði í 3.
mgr. 150. gr. laga nr. 19/1991 og 4. mgr. 152. gr.
laga nr. 91/1991, en fyrrnefnda lagagreinin
hljóðar svo í heild sinni:
150. gr. 1. Nú hefur ákærði ekki sótt þing í
héraði og mál verið dæmt að honum fjar-
stöddum skv. 1. mgr. 126. gr. og verður þá
dómi aðeins áfrýjað um lagaatriði eða viður-
lög og að fengnu leyfi Hæstaréttar.
2. Áfellisdómi verður aðeins áfrýjað með
leyfi Hæstaréttar ef ákærða er þar hvorki
ákveðin frelsissvipting né sekt eða eignaupp-
taka sem er hærri en áfrýjunarfjárhæð í
einkamálum.
3. Beiðni um leyfi til áfrýjunar skv. 1. eða 2.
mgr. skal vera skrifleg og ítarlega rökstudd
og berast Hæstarétti innan áfrýjunarfrests.
Leiti ákærði eftir áfrýjunarleyfi skal beiðni
um það beint til ríkissaksóknara ásamt til-
kynningu skv. 2. mgr. 151. gr. Afhending
beiðni um leyfi til áfrýjunar rýfur áfrýjunar-
frest. Hæstiréttur skal gefa gagnaðila kost á
að tjá sig um beiðni innan tiltekins frests.
Áfrýjunarleyfi verður ekki veitt nema sér-
stakar ástæður mæli með því. [feitletrun
höfundar]
Hinar sérstöku ástæður sem 3. mgr. 150. gr.
laga nr. 19/1991 áskilur má finna í 4. mgr. 152. gr.
laga nr. 91/1991 þó ekki séu þær þar tæmandi
taldar:
4. Nú nær krafa ekki áfrýjunarfjárhæð eða
Hæstiréttur telur hagsmuni ekki nægja til
áfrýjunar skv. 3. mgr. og getur hann þá orðið
við umsókn um leyfi til að áfrýja máli ef
einhverju eftirtalinna skilyrða er fullnægt:
a. úrslit málsins hafa verulegt almennt gildi,
b. úrslit málsins varða mikilvæga hagsmuni
þess sem leitar áfrýjunarleyfis,
c. ekki er útilokað samkvæmt fyrirliggjandi
gögnum að dómi kunni að verða breytt
svo að einhverju nemi.
Ef tekin eru saman skilyrði íslenskra laga til
þess að unnt sé að áfrýja áfellisdómi í sakamáli þá
er nauðsynlegt að:
1. Ákærða hafi verið ákveðin frelsissvipting á
lægra dómstigi
2. Refsing ákærða, þ.e. sekt og eignaupptaka,
nemi hærri fjárhæð en sem nemur áfrýjunar-
fjárhæð í einkamálum, sem nú eru kr.
420.000, sbr. auglýsingu í 150. tbl. Lögbirt-
ingablaðsins 2003.
3. Sérstakar ástæður mæli með því.
Samanburður á ákvæðum MSE og
íslenskra laga
Ljóst er að málið sem hér hefur verið til
umfjöllunar uppfyllir ekki skilyrði 1. og 2. liðar
hér að framan og því er vert að kanna nánar 3.
skilyrðið um sérstakar ástæður. Eins og greint var
frá hér að framan er hugtakið sérstakar ástæður í
3. mgr. 150. gr. laga nr. 19/1991 skýrt með hlið-
sjón af 4. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991, en eins og
áður hefur komið fram eru sérstakar ástæður sam-
kvæmt þeirri grein eftirfarandi:
1. úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi,
eða
2. úrslit málsins varði mikilvæga hagsmuni
þess sem leitar áfrýjunarleyfis, eða
3. ekki er útilokað samkvæmt fyrirliggjandi
gögnum að dómi kunni að verða breytt svo
að einhverju nemi.
Einhver þessara sérstöku lögákveðnu ástæða,
eða eftir atvikum aðrar ólögákveðnar, þurfa að eiga
við um mál svo heimilt sé að áfrýja því til Hæsta-
réttar ef það uppfyllir ekki skilyrði 2. mgr. 150.gr.
laga nr. 19/1991. Telja verður að úrslit málsins í því
tilfelli sem hér um ræðir hafi ekki verulegt almennt
gildi. Þannig er hægt að álykta að Hæstiréttur
Íslands hafi metið það svo að úrslit málsins hafi
ekki varðað mikilvæga hagsmuni þeirra sem
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð